Gróf valdnýðsla

Þær sakir sem stjórn Fjarmálaeftirlitisins ber á Gunnar Þ. Andersen eru mjög þokukenndar og ekkert rökstuddar. Honum er vart veittur frestur til andmæla.

Hér er um að ræða mjög grófa valdnýðslu gagnvart samviskusömum embættismanni sem hefur verið sérstaklega áhugasamur við þau vandasömu störf sem honum er ætlað.

Nú á ríkisstjórnin þegar að afturkalla umboð þessarar skelfilegu stjórnar Fjármálaeftirlitisins sem hefur valdið Gunnari ómaklegum álitshnekki sem hann annað hvort mun sækja bætur fyrir eða óska eftir að vera settur í sitt fyrra starf sem væri æskilegast.

Rannsaka þarf gaumgæfilega hvaða ástæður liggja raunverulega að baki þessarar glannalegu uppsagnar. Er verið að reyna að koma í veg fyrir að Fjármálaeftirlitið rannsaki einhver viðkvæm mál nákvæmar? Er Gunnar kominn á slóð sem veldur auknum titringi meðal hrunmanna og braskara? Yfirgnæfandi líkur eru á að Gunnar sem þekkir fjármálaheiminn mjög vel, hafi náð inn í kviku spillingar og brasksins sem olli bankahruninu.

Ljóst er að uppsögn stjórnar Fjármálaeftirlitisins er stríðsyfirlýsing sem yfirvöld verða að taka alvarlega.

Góðar stundir en án stjórnar Fjármálaeftirlitisins.


mbl.is Gunnari gert að hætta strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 242952

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband