Styrmir hefur rétt fyrir sér

Hversu hart það kann að vera þá hefur Styrmir Gunnarsson rétt fyrir sér. Forsetinn okkar er kominn út á ystu nöf að draga þjóðina niður á eitthvert lægra vitsmunaplan. Ljóst var að nægar innistæður voru fyrir samningstengdum skyldum gamla Landsbankans og vera kann að þakka megi ríkisstjórn George Brown að hafa fryst eigur bankans örlagadaginn mikla haustið 2008.

Að tengja þessa samninga við að íslenskir skattborgarar ættu að borga þetta er svo fjarstæðukennt að engin skynsemi liggur þar að baki. Eignir Landsbankans standa skuldunum til fullnustu en ekki tekjustofnar ríkissjóðs. Ólafur Ragnar féll á þá gryfju að vilja auka persónulegar vinsældir sínar með því að snúa allri skynsamlegri umræðu á haus. Með aðgerðum sínum hefur hann orðið að n.k. auka stjórnarandstöðu enda greip hann  fram fyrir hendur ríkisstjórnarinnar og meirihluta Alþingis. Allt var þetta gert til að grafa sem fljótast undan ríkisstjórninni og auka glundroðann sem nægur var fyrir eftir bankahrunið sem Sjálfstæðisflokkurinn ber meginábyrgð á.

Ólafur Ragnar kemur vel fyrir, hann er mælskur vel, með góða sérfræðimenntun í sögu og þróun veraldlegs valds á Íslandi frá 19. öld og fram yfir miðja þá 20. Doktorsritgerð hans varin við háskólann í Manschester í Englandi ber vott um mikla elju við rannsóknir og framsetningu. En það er mjög dapurlegt að maður í þessari stöðu fellur í þá gryfju að leika sér með valdið. Með því hefur hann ofmetnast í sínu starfi og hefur vissulega klofið þjóðina sem enginn forseti má gera. Það var því kórvilla ekki einu sinni, heldur tvívegis að neita að undirrita lög byggða á frjálsum milliríkjasamningum.

Líklegt er, að sagan muni fella harðan dóm um þessar ákvarðanir enda ljóst að engin skynsamleg rök liggja að baki. Allt tal um útfærslu lýðræðis er tómt tal í þessu sambandi. Þar hefði mátt efna til þjóðaratkvæðis um önnur mál meðan þau voru í undirbúningi þar sem valið væri milli tveggja valkosta. Hins vegar varð að greiða sem fyrst úr þessari lagaflækju sem Icesave var og frjálsir samningar voru skynsamlegasta og greiðasta leiðin.

Nú er allt í óvissu. Bretar og Hollendingar eru líklegir að setja fram ítrustu kröfur í dómsmáli og niðurstaða þess dómstóls kann að reynast okkur dýrari leið en samningaleiðin sem var hafnað af EINUM manni! Sá sami talar oft um aukið lýðræði! Það er tiltölulega auðvelt að rugla fólk svo rækilega í ríminu að það botnar hvorki upp né niður.

Ólafur Ragnar hefur skilið þjóðina eftir í jafnvel meiri vanda og meiri óvissu en þörf var á eftir kæruleysislegan aðdraganda að hruninu. Hvers vegna er stór hluti þjóðarinnar gjörsamlega blindur? Hvað er að? Er svarið kannski að finna í Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum?

Þökk sé Styrmi fyrir vel fram settar rökfastar skoðanir.

Góðar stundir en án valdahroka!


mbl.is Forsetinn að týnast í sjálfum sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðjón. Það eru margar hliðar á hverju máli. Best væri ef allar hliðar teningsins sæjust samtímis, en það gera þær því miður ekki. Þá reynir á minnið, réttlætiskenndina og heilbrigða dómgreind okkar allra.

Svo kjósa allir samkvæmt sinni bestu vitund og sannfæringu, í lýðræðislegum heiðarlegum kosningum, án þrýstings frá nokkrum manni.

Ég mæli með að við söfnum undirskriftum á lista, til stuðnings Jóns Lárussonar í forsetaframboð. Hann kemur mér fyrir sjónir sem heilsteypt, réttlát og sanngjörn persóna. Hann er lögreglumaður, og ekki þekktur fyrir neitt slæmt, og þekkir lögin örugglega mjög vel, og ekki veitir af því nú á tímum. Hann ber með sér þá festu að hann fari eftir lögum og stjórnarskrá af heiðarleika og sjálfstæði.

Annars hef ég ekki meir um þetta mál að segja núna.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.2.2012 kl. 11:49

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvaða hliðar?

Ekkert hefi eg á móti Jóni þessum Lárussyni, kannski hann sé jafnvel betri kostur en Ólafur Ragnar ef enginn annar býður sig fram.

Annars er eg kominn á þá skoðun að embætti forseta er vita óþarft og við gætum sparað okkur það enda 50% líkindi að í það veljist maður sem betur ætti að hafa allt annan starfa en vera þjóðarleiðtogi.

ÓRG er kannski „þjóðarleiðtogi“ stjórnarandstöðunnar en rúinn nánast öllu trausti annarra eftir það sem á undan er gengið.

Guðjón Sigþór Jensson, 29.2.2012 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband