Hverju er verið að mótmæla?

Skilja má á fréttinni að verið sé að mótmæla einhverju. Og tilefnið meint fjöldamorð fyrir 519 árum. Er ekki eitthvað galið við þetta? Kannski að þýðingin sé ekki rétt.

Er hér ekki líklegra að um sé að ræða hópfund þar sem krafist er betri og aukinna mannréttinda með vísun í þessa voðaatburði fyrir 519 árum?

Góðar stundir.

Mosi


mbl.is Minnast blóðugrar arfleifðar Kólumbusar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Það er ærið tilefni til að minna á fjöldamorð Spánverjanna. Til að mynda pyntuðu, limlestuðu og myrtu Los Conquistadores 12 milljónir innfæddra á eyjunum í Karíbahafi. Menn, konur og börn. Með blessun biskupanna á Spáni og samþykki páfans í Róm. Þetta má aldrei gleymast. Til að strá salti í sárið þá er komu þessara óargardýra, Cristobal Colón, Córtez og annarra fjöldamorðingja fagnað í Bandaríkjunum, þegar í raun ætti að syrgja. Enn þann dag í dag er verið að mismuna og lítilsvirða frumbyggja, alveg frá Canada í norðri til Chile í suðri. Og því er líka verið að mótmæla. Þetta er sameiginleg barátta frumbyggja í allri Ameríku.

Það ættu að vera fleiri samkomur þar sem fólk kemur saman og syrgja. T.d. fyndist mér rétt, að íbúar í Languedoc í Frakklandi minntust þeirra hundruð þúsunda góðra kristinna fjölskyldna sem páfinn lét myrða með köldu blóði á miðöldum. Svona ódæðisverk mega ekki gleymast.

Og svo heitir landið, sem rætt er um í fréttinni Chile , en hvorki Sjile  né Síle . Ég veit ekki hvað oft þarf að segja það, en ég mun halda áfram að leiðrétta.

Vendetta, 11.10.2011 kl. 11:57

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er þetta ekki svipað og annar "rangur misskilningur", sem menn eru enn helteknir af,  og gerðist, að sögn, fyrir 2000 árum þegar þrír menn voru hengdir á kross og teknir af lífi í Júdeu fyrir  afbrot gegn samfélaginu og valdhöfum?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 11.10.2011 kl. 14:20

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Og hvernig var með svonefndar Krossferðir? Var hún ekki n.k. viðskiptaútrás kauphéðna Feneyja og annarra slíkra? Þar gegndi páfinn stóru hlutverki að æsa upp lýðinn. Þessar svonefndu krossferðir voru kannski einn versti misskilningur sem komið var af stað í eiginhagsmunaskyni.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 12.10.2011 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 242941

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband