Gamla framsóknarklíkan styrkir völdin

Einkennilegt má það heita að vefsíða Morgunblaðsins hefur ekki enn birt frétt eða tilkynningu um að Páll Magnússon BA í guðfræði hafi verið ráðinn forstjóri Bankasýslu ríkisins. Páll þessi var í áraraðir tengdur innsta hring Framsóknarflokksins, var m.a. aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur þá einkavæðingarpestin var einna verst eða þegar bankarnir voru einkavæddir sem aldrei hefði átt að gerast miðað við það sem á eftir gekk.

Mjög líklegt er að stjórn Bankasýslu ríkisins hafi ekki verið sammála um ráðningu meðal umsækjenda en þeir virðast allir hafa haft bæði betri og lengri menntun og starfsreynslu en Páll sem fram að þessu virðist ekki hafa komið nálægt starfsemi banka nema sem aðstoðarmaður Valgerðar. Kannski að stjórn Bankasýslunnar hafi því fremur valið þann versta meðal umsækjenda fremur en þann næst besta þá ekki var samhugur um að ráða þann allra besta. Ein af aðalpersónum Íslandsklukkurnar valdi fremur þann versta en næstbesta biðilinn eins og kunnugt er.

Ljóst er að ráðning Páls verður hvalreki á fjörur Framsóknarflokksins enda er hann margtengdur valdaklíkunni á þeim bæ.

Um þetta er fjallað í DV í dag sem allt hugsandi fólk um landsins gagn og nauðsynjar ætti að skoða.

Ljóst er að stjórn Bankasýslu ríkisins ætti að leysa þegar frá störfum og ógilda annarlega ákvörðun hennar við ráðningu í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins. Þetta starf á ekki að vera á vegum Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins né annarra flokka, heldur að vera hafið yfir pólitískt hagsmunapot sem átti meginþáttinn í bankahruninu.

Við megum ekki við fleiri áföllum eftir bankahrunið og miklir hagsmunir eru fyrir þjóðina að landinu verði aldrei aftur stjórnað af fámennri klíku valdamanna sem hafa hagsmuni heildarinnar ekki í fyrirúmi.

Góðar stundir.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann var ekki sannfærandi stjórinn í Kastljósinu í gær sem útskýrði hvers vegna Páll var ráðinn. Mbl.is birti frétt um ráðninguna í síðustu viku Páll ráðinn forstjóri Bankasýslu.

GrúSkari (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 10:51

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér ábendinguna. Greinilegt að leitarmöguleiki mbl.is virkar ekki. Var auk þess erlendis þegar þessi frétt birtist.

Kv.

GJ

Guðjón Sigþór Jensson, 5.10.2011 kl. 11:02

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þú veist Mosi að ég styð als ekki svona ráðningar.og ekki klíkuskap hvorki eins né annars,en men eiga að gjalda þess að vera flokkbundnir ef þeir eru ráðnir sem hæfir!!!/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 5.10.2011 kl. 15:53

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Eg hefi verið án atvinnu undanfarna 3 vetur. Er eg þó flokksbundinn í VG. Ætli áhangendur Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefðu ekki verið fljótir að komast í feit störf þegar þeirra menn sátu við kjötkatlana?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.10.2011 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 242940

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband