Ástæðan fyrir hraðakstri erlendra ferðamanna?

Vegirnir á Íslandi eru ekki hannaðir fyrir hraðari umferð en 90 þó svo að unnt sé að aka hraðar.

Ástæðan fyrir því að útlendingar eru oft staðnir að hraðakstri er m.a. vegna þess að svipað umferðamerki merkir annað erlendis en hér. Þannig merkir gula kringlótta merkið með svörtu grönnu þverstrikunum að allar fyrri takmarkanir gilda ekki lengur. Hérlendis er þetta merki einungis notað til að tákna að bann við framúrakstri eigi ekki lengur við.

Annars er forkastanlegt að þessi Hollendigur beri fyrir sig að hann eigi að vera hafinn yfir að greiða sekt fyrir ökulagabrot. Skyldi hann gera sér grein fyrir því að með þessu er hann að grafa undan eðlilegri réttlætiskennd venjulegs fólks?

Ef taka ætti tillit til sjónarmiða sem þessara - hvaða fordæmi gæti þetta skapað í framtíðinni? Skyldi sama manni finnast þannig eðlilegt að hann væri laus allra mála ef alvarlegt slys hefði hlotist af glæfraakstri hans?

Er rættlætanlegt að haga sér eins og gamaldags nýlenduherra af því hann telur sig eiga kröfu á hendur einhverri bankastofnun? Að leyfa sér að blanda saman óskyuldum málum er eins og hver önnur heimska. Viðkomandi ætti að skammast sín. Lögreglumennirnir hafa unnið vel í þessu máli og komið honum blessunarlega í skilning um staðreyndir málsins.

Mosi


mbl.is Vildi ekki borga út af Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband