Menntunin og askarnir

Ýmsir ráðamenn á undanförnum árum hafa viðhaft stór orð: að vissar íslenskar menntastofnanir eins og Háskóli Ísleands verði meðal 100 bestu háskóla heims!

Það hefir lengi þótt stórt orð Hákot! Háskólar og aðrar menntastofnanir þurfa fé til starfseminnar, oft mikið fé ekki aðeins til kennslu heldur einnig til rannsókna. Menntunin á að vera með því besta en hún má helst ekki kosta meira en einhver meðalmennska.

Áður var oft haft gjarnan að orði að lærdómurinn eða bókvitið verði ekki í askana látið. Með þessu átti gamla fólkið við að vinnan væri það sem ætti að ganga fyrir en ekki bóklesturinn. Svona var nú það áður en ætli menntunin hafi ekki gert lífið ólíkt léttara með aukinni verklegri þekkingu og reynslu?

Mosi 


mbl.is Orkuskólinn gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Nú var Orkuskólinn tilraun (eða gæluverkefni), sem átti einungis að reiða sig á frjárstyrki frá einkaaðilum, EES/EFTA svo og skólagjöldum nemenda, aðallega erlendra af EES-svæðinu. Það hefur svo sýnt sig að starfsemin hefur ekki staðið undir sér, enda er hugmyndin (að mínu áliti) alveg út í hött. Ég mun útskýra  síðar við hvað ég á. En ég er guðslifandi feginn að þessi Orkuskóli fái ekki skattfé sem er ætlað grunnmenntun og rannsóknum í háskólunum tveimur. 

Vendetta, 19.1.2011 kl. 15:33

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Orkugeirinn hefir verið bókstaflega lamaður eftir bankahrunið þannig að ekki er að vænta góðs stuðnings eða styrkja úr þeirri átt. Hluthafar Atorku sem voru áður hluthafa Jarðborana töpuðu öllu sínu í uppgjöri braskaranna.

Ætli við verðum ekki að sníða okkur stakk eftir vexti hér eftir enda hefur þjóðin ekki efni á meiru.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.1.2011 kl. 16:25

3 Smámynd: Vendetta

Ég ætla að skýra út, ef einhver kærir sig um hvers vegna mér finnst grundvöllur skólans hafa verið út í hött og eiginlega eins konar sjúkdómseinkenni íslenzks hégóma.

A. Skólinn átti að vera aðallega fyrir erlenda nemendur á EES/EFTA-svæðinu, t.d. var hópur Pólverja þar við nám skv. vefsíðu skólans.

B. Endurnýjanleg orka fæst frá:

  1. jarðhita (heitu vatni, gufu)
  2. vatnsafli (vatnsaflsvirkjunum)
  3. vindafli (vindmyllum)
  4. sólarorku (sólarpanelum)
  5. bylgjuafli (bylgju- og flóðdrifnir rafalar)
  6. biogas (metanvinnsla úr lífrænum úrgangi)
  7. endurvinnsla á sorpi (upphitun og raforka frá sorpbrennslu)

    Íslendingar hafa reynslu af lið 1 og 2, en litla sem enga reynslu af öðrum  liðum. Það hafa hins vegar aðrar þjóðir í Vestur-og Norður-Evrópu.

C. Jarðhiti: Ísland er eina landið í Evrópu sem hefur jarðhita í nýtanlegu magni. Þess vegna geta erlendir nemendur lítið gert við lærdóminn, þegar heim er komið, fyrir utan það að skrifa ritgerð um hvernig er á Íslandi. Vatnsafl: Meginhluti Evrópu er láglendi (flatlendi) þar sem byggja þarf uppistöðulón til að nýta vatnsafl. Þetta hafa Evrópubúar gert áratugum saman og er enga nýja vitneskju um þetta að fá á Íslandi.

D. Það eru námsgreinar í raunvísindadeildum beggja háskóla sem fjalla um einmitt endurnýjanlega orku fyrir þá Íslenzku og útlendu nemendur sem hafa áhuga. Það er enginn grundvöllur fyrir því að hafa sérskóla fyrir þetta.

Að orkufyrirtækin séu að ausa peningum í svona gæluverkefni eins og önnur misheppnuð (eins og t.d. LAN-netverkefni OR, sem kostaði tugi milljóna og kolsigldi) ásamt öðru bruðli hjá OR og ójöfnuði hjá Landsvirkjun (sala raforku á gjafverði (25%) til álveranna) útskýrir hvers vegna Íslendingar eru að borga gífurlega hátt orkuverð miðað við nágrannaþjóðir, þótt orkugjafinn sé ókeypis (komi af sjálfum sér þannig séð) og þannig ætti orkuverðið að vera lágt.

Ég skrifaði um þetta fyrir löngu í athugasemd á blogginu og enginn trúði mér. Það kemur að því að Íslendingar eru að upplagi mjög fáfróðir um aðrar þjóðir og önnur þjóðfélög og neita að trúa því að bæði yfirvöld og fjölmiðlar hafa áratugum saman verið að ljúga upp í opið geðið á íslenzkum almenningi hvað Íslendingar hefðu það svo helvíti gott.

Vendetta, 19.1.2011 kl. 17:57

4 Smámynd: Vendetta

Varðandi fyrstu málgreinarnar í færslu þinni, þá er ég sammála. Það er dæmigert fyrir fagráðherra, aðra stjórnmálamenn og háttsetta embættismenn að:

  • gera alltaf ráð fyrir að hægt sé að halda uppi góðri þjónustu án þess að það kosti peninga.
  • halda því fram að þjónustan skerðist ekki meðan verið er að skera niður þjónustuna
  • staðhæfa, að endalaust hægt sé að halda uppi sama þjónustustigi fyrir sömu krónutölu ára eftir ár, þrátt fyrir verðbólgu
  • neita að kalla aðgerðirnar réttum nöfnum (skerðingu, minni þjónustu), heldur nota aðeins orð eins og endurskipulagning, hagræðing og einföldun.

Þetta á við heilbrigðiskerfið, almenningssamgöngur og menntakerfið. Sem dæmi um síðastnefnda atriðið, þá sá ég auglýsingu í strætóskýlinu í Mjóddinni, þar sem stóð:

Leiðakerfið í Grafarvogi og Grafarholti enfaldað: Leið 37 lögð niður.

Ég legg til að allt leiðakerfið ásamt Strætó bs. verði lagt niður í heild sinni til að einfalda leiðakerfið enn meira. Þá þarf enginn að vera í vandræðum með hvort hann eigi að taka leið 37, 21 eða 6: Það verða einfaldlega engir strætisvagnar. Hlýtur að verða léttir fyrir fólk sem á erfitt með að taka flóknar ákvarðanir.

Vendetta, 19.1.2011 kl. 18:16

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér góðar athugasemdir!

Var að hlusta á þáttinn Landið sem rís í RÚV. Njörður P. Njarðvík ræddi málin við Ævar Kjartansson.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 20.1.2011 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242950

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband