Allir Íslendingar geta tekið undir með Ólafi

Þetta er réttmæt hvatning Ólafs Ragnars til Gordon Brown að sá síðarnefndi biðji íslensku þjóðina afsökunar.

Þessi yfirlýsing Gordon Browns á sínum tíma olli gríðarlegum áhrifum á Íslandi. Hins vegar hafði hann sér til afsökunar og það kom síðar í ljós, að bresk stjórnvöld vildu viðræður við þáverandi ríkisstjórn um lausn Icesave sem greinilega var að mati Breta. litið grafalvarlegum augum. Íslenska ríkisstjórnin undir forsæti Geirs Haarde þverskallaðist við og vildi ekki taka á þessu máli. Á meðan hélt vitleysan áfram, bankarnir og mörg fyrirtæki voru etin að innan, stórlán voru veitt án viðhlýtandi trygginga.

Gordon Brown á sér því góða málsvörn en Geir Haarde glutraði þar niður góðu tækifæri að leysa þessi mál í tíma. Unnt hefði verið að takmarka tjónið ef fyrr hefði verið tekið á vandanum. „Perhaps I should be!“ eða var það ekki þannig sem forsætisráðherrann ógæfusami lét hafa eftir sér þegar allt var komið í verstu óreiðu?

Sjálfsagt væri rétt af Gordon Brown að biðja íslensku þjóðina afsökunar, fyrst og fremst til að treysta betur annars gott samband milli landanna. Hann yrði talinn maður að meiri. En hvort það skiptir einhverju máli úr þessu nú, er óljóst en þetta væri fyrst og fremst mikilvæg staðfesting á því að breski forsætisráðherrann þáverandi mun hafa gengið skrefi of langt með þessari niðurlægjandi yfirlýsingu sinni.

Verði Gordon Brown við áskorun Ólafs Ragnars, væri þá Gordon Brown ekki að biðja jafnframt þá Íslendinga einnig afsökunar sem þó áttu sök á því sem fór? Braskarana og þá stjórnmálamenn sem ábyrgð báru á einkavæðingu bankanna sem endaði með græðgisvæðingu og síðar falli þeirra? Það væri kannski eins og að stökkva vatni á gæs.

Mosi


mbl.is Brown ætti að biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Guðjón, þessi greining þín er einfeldingsleg. Þú virðist ekkert hafa lært á tveimur árum !

Þú nefnir ekki torgreindu peningastefnuna eða hnattvæðinguna. Þú nefnir ekki inngönguna á Evrópska efnahagssvæðið, sem var megin orsök efnahagshrunsins.

Einkavæðing Landsbankans og Búnaðarbankans var sjálfsögð, en rangt framkvæmd. Einkavæðingin kann að hafa auðveldað bankaræningjunum leikinn, en fráleitt er að halda henni fram sem megin orsök hrunsins. Komið hefur fram að innan ríkisbankanna kraumaði spillingin og undirbúningur var löngu hafinn að bankaráninu.

Guðjón, þú verður að birja aftur í fyrsta bekk !

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.1.2011 kl. 14:00

2 Smámynd: Geir Ágústsson

"Íslenska ríkisstjórnin undir forsæti Geirs Haarde þverskallaðist við og vildi ekki taka á þessu máli."

Þetta er rangt. Eða svo vitnað sé í hinn oddvitann í sömu ríkisstjórn (Ingibjörgu Sólrúnu):

„Hinn 14. nóvember náðu viðræðunefnd Íslands, Hollands, Bretlands og (Þýskalands) undir forystu Frakklands samkomulagi um stuttan texta, Agreed guidelines, sem þýtt var umsamin viðmið. Þetta er diplómatískt samkomulag sem leiddi til þess að ríkin létu af tafaaðgerðum innan AGS, féllu frá niðurstöðu gerðardóms sem bindandi og hófu formlegar samningaviðræður á grundvelli EES-réttar, með aðkomu stofnana ESB og með hliðsjón af sérstaklega erfiðri stöðu Íslands. Þar með var samkomulagið við Hollendinga frá 11. október úr sögunni.“ - Úr greinargerð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um tilurð svonefndra Brussel-viðmiða haustið 2008.

Frétt um umrætt samkomulag:

http://uk.reuters.com/article/idUKLG17425420081116

Það mætti miklu frekar segja að síðan þessi ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar fór frá völdum þá hefur lítið sem ekkert gerst, nema að í stað þess að byggja "samningaviðræður" við Breta og Hollendinga á lögum ESB um tryggningar innistæða, þá snúast "samningaviðræður" bara um vexti á einhliða kröfum Breta og Hollendinga. 

Geir Ágústsson, 17.1.2011 kl. 14:40

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Loftur: eg hefi lært mikið á síðustu tveim árum. Sérstaklega er eg gramur yfir hversu hrunflokkarnir hafa með útrásarmönnunum beitt vísvitandi blekkingum mjög lengi. Samspilling virðist vera mjög rótgróin, því miður. Þannig var eftirlit t.d. á vegum Fjármálaeftirlits og Seðlabanka í skötulíki og fyrst og fremst til málamynda.

Að blanda þessu saman við mjög ítarlegt lagaverk EBE er mér nánast ráðgáta enda er tilgangur regluverksins að koma í veg fyrir spillingu.

Eg vísa fullyrðingum þínum alfarið á bug enda tel eg þær vera mjög illa rökstuddar.

Geir: við erum bundnir fyrsta samkomulaginu um Icesave sem gert var við Breta og Hollendinga. Hver var þá ríkisstjórn önnur en Geirs Haarde?

Í Féttablaðinu í dag greinir frá gríðarlegu tapi Geysir Green Energy undanfarin ár: árið 2008 var tapið 16.7 milljarðar og 17.8 milljarðar 2009. Lætur nærri að tap félagsins hafi numið nálægt 50 milljónum hvern einansta dag ársins!

Forstjóri félagsins var Ásgeir Margeirsson fyrrum aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Nú er sami maður forstjóri Magma á Íslandi sem virðist rekið með mjög miklum hagnaði.

Hvaða leyniþræðir liggja þarna á milli?

Kannski þið félagarnir Loftur og Geir getið útskýrt þetta fyrir okkur?

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 17.1.2011 kl. 16:06

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Mosi,

Ingibjörg Sólrún og þú ættuð að stinga saman nefjum og reyna að koma með sameiginlega yfirlýsingu um það sem "Ísland er bundið af".

Svo hefur því aldrei verið svarað af hverju Ísland er bundið af einhverju frá árinu 2008 þegar nýjasta lagafrumvarp um skuldbindingu hins íslenska ríkissjóðs er frá 2010. 

Geir Ágústsson, 18.1.2011 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242950

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband