Á réttri leið

Vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms hefur ekki átt dagana sæla að undanförnu. Þrátt fyrir að töluvert hafi áunnist eftir gríðarlega vinnu og þrautseygju, þá er auðvitað enn nokkuð í land. Við eigum eftir að koma fjármálalífi þjóðarinnar aftur í gott lag með minna atvinnuleysi.

Það sem hefur áunnist er EKKI stjórnarandstöðunni að þakka. Því miður hefur hún reynst mjög óhæf til samvinnu og verið að sama skapi hávær. Ýmsar leiðir sem hún lagði til hefði reynst okkur mun kostnaðarmeiri og hefði dýpkað kreppuna enn meir auk þess að koma fyrst og fremst stórbröskurum að gagni. Þannig hugðist formaður Framsóknarflokksins slá um sig með yfirlýsingu um 20% flatan niðurskurð til allra skuldara. Þessi leið hefði verið kærkomin bröskurunum sem rakað hafa saman ógrynni fjár á kosntnað þeirra sem minna máttu sín. Lífeyrissjóðir og smáhluthafar hafa tapað gríðarlegu fé í hruninu og eru öll líkindi til að réttindi lífeyrisþega lífeyrissjóðanna verði færð niður sem bitnar mest á ríkissjóði og skattgreiðendum.

Hrunmennirnir eiga sér marga sporgöngumenn meðal ýmissa þingmanna stjórnarandstöðunnar og hægri sinnaðra bloggara sem þverskallast að kynna sér fleiri hliðar málsins en þær en sem koma þeim að gagni.

Ljóst er að í þrotabúi gamla Landsbankans eru fjármunir sem nema 93% skuldanna vegna Icesave. Þrátt fyrir þessa staðreyndir telja margir að Steingrímur sé að svíkja land og þjóð. Nú eru meiri líkindi að jafnvel enn meir eigi eftir að skila sér eftir að fleiri skúmaskot eignatilfærslna hrunmanna koma í ljós. Það er nefnilega svo að hrunmenn eiga sér ýmsa meðreiðarsveina sem kappkosta að gera uppljóstranir erfiðari.

Það var gæfa íslensku þjóðarinnar að loksins hafi verið mynduð hrein vinstri stjórn þar sem gömlu spillingarflokkanir í íslenskum stjórnmálum var gefið frí. Meðan engin iðrun og yfirlýsing um yfirbót frá þessum aðilum eiga þeir fátt annað gott skilið annað en tortryggni og þess vegna að þeir verði að sætta sig við að vera fjarri Stjórnarráðinu í bráð.

Vinstri stjórn hefur gert meira á undanförnum 22 mánuðum við mjög erfiðar aðstæður en hægri stjórn á áratugum í góðæri! En góðæri hverra? Voru það ekki braskaranir sem nutu þess undir skjóli pilsfaldakapítalismans? Þeir jusu gríðarlegum fjármunum í þessa spillingarflokka sem þeir vilja ekki gera opinber nema að litlu leyti!

Mosi


mbl.is Icesave samkomulag áhugavert fordæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband