Eru maðkar í mysunni?

Eva Joly tekur réttilega undir gagnrýni Bjarkar sem er hárrétt. Tugir þúsunda landsmanna töpuðu réttindum þegar lífeyrissjóðir töpuðu fjárfestingum í glæfrafyrirtækjunum Atorka-Geysir Green Energy. Það síðarnefnda virðist aðeins hafa verið pappírsfyrirtæki líklega stofnað sem liður í umfangsmikilum blekkingum og svikum þar sem útrásarvíkingar komu við sögu. Þá töpuð hundruðir Íslendinga umtalsverðum sparnaði sínum í  í formi hlutabréfa í fyrirtækinu Atorku. 

Um 20.000 Íslendinga eða um 7% hafa undirritað áskorun Bjarkar Guðmundsdóttur að stjórnvöld komi í veg fyrir söluna til kanadíska/sænska skúffufyrirtækisins. Við sem undirrituðum áskorunina viljum stoppa þessa braskstefnu að leyfa enn erlendum fjárglæframanni að gera orkuna okkar að féþúfu. Vitað er að hann hyggst síðar selja Kínverjum eða öðrum þá hagsmuni sem Sjálfstæðisflokkurinn er einmitt svo áfjáður núna að afhenda þessum braskara.

Af hverju voru lífeyrissjóðirnir og hluthafarnir í Atorku hlunnfarnir?

Það eru greinilega maðkar í mysunni! Þetta svínarí verður að uppræta og koma ábyrgð á hendur þeim sem hlut eiga að máli.

Mosi


mbl.is Joly tekur undir áskorun Bjarkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ætla Joly og björk að fjármagna endurkaupin af Magna . Nefndin sem var sett á laggirnar af VG og umhverfisliðinu koms að því að kaupin voru lögleg

sæmundur (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 20:40

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þeir sem eru sáttir við kaup Magma Energy á HS Orku verða að útskýra fyrir mér hvers vegna það þurfti að gefa 3 milljón USD afslátt af HS Orku.

Þetta er enn eitt dæmið þar sem lélegt viðskiptasiðferði er löglegt.. enn eitt dæmið um að hér er enn bullandi 2007 hugarfar.

Þessi viðskipti þarf að stöðva, amk. fara fram á að kaupandinn greiði fullt verð.

Lúðvík Júlíusson, 13.10.2010 kl. 13:10

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sæmundur: þetta er útúrsnúningur. Lífeyrissjóðirnir og almennir hhluthafar töpuðu mjög háum fjárhæðum í fyrirtækinu Atorku sem átti Geysir Green.

Spurningin er ekki hvort Eva, Björk eða einhver ætli að kaupa, heldur hvort Geysir Green hafi selt á löglegan hátt til Magma með afslætti eins og Lúðvík bendir á.

Þessi sýndargerningar eru sjónhverfingar og ekki spurning hvenær ber að rannsaka þá.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.10.2010 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 242985

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband