Málefni Orkuveitu Reykjavíkur

Orkuveita Reykjavíkur var mikið og gott fyrirtæki fyrir nokkru. Með allt of stórtækum framkvæmdum kemur erfið skuldastaða OR í koll. Mistökin eru mikil og því miður verður að segja að Sjálfstæðismenn voru ekki að laga stöðuna. Þeir létu OR greiða háar arðgreiðslur á liðnum árum þrátt fyrir bullandi tap. Þannig voru tæpir 2 milljarðar greiddir út úr OR fyrir 2008 og tæpur milljarður vegna ársins í fyrra þegar öllum var ljóst að engar forsendur væru fyrir arðgreiðslum.

Þegar ársreikningar fyrirtækisins eru skoðaðir eru afborganir á næstu misserum ekki óyfirstíganlegar. Lengja þarf í lánum og kappkosta að fá hagkvæmari lán. Þetta verður varla gert nema við losnum úr Icesave járngreipunum sem því miður Sjálfstæðismenn hafa ekki sýnt fram með sannfærandi hætti hvernig við komumst hjá þessu erfiuða skeri sem þrengir mjög hag okkar hvað lánakjör varðar.

Vonandi sér JVI þessa augljósu meinloku og leggur sitt af mörkum að leysa þennan vanda. Þessi vandi verður vonandi ekki eingöngu varpað á viðskiptavini OR. Stóriðjan stendur utan við þessar hækkanir vegna langtímasamninga, því miður. Kostnaðarverðið er vanmetið miðað við þessar forsendur.

Mosi


mbl.is Braut stjórn Orkuveitunnar lög?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 242985

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 37
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband