Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Á að gera meiðyrði að féþúfu?

Auðvitað ber hverjum og einum að gæta hófs í yfirlýsingum sínum, einkum ef þær eru settar fram að til þess sé ætlað að meiða æru annars manns. Æran er öllum mikils virði. En spurning er þegar meiðyrði eru gerð að féþúfu. Hversu langt má ganga?

Vonandi sleppur Mosi við stefnu enda hefur hann ekki nafngreint neinn og þaðan af síður sett fram einhverjar vafasamar meiðandi fullyrðingar nema þessa spurningu: Á að gera meiðyrði að féþúfu?

Góðar stundir!


mbl.is Þegar fengið rúmar þrjár milljónir kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers virði er auðurinn?

Sérvitringurinn Robert Fischer lifði síðustu árin eins og umrenningur í íslensku samfélagi. Hann leitaði ekki læknis fyrr en of seint og deyr úr sjúkdómi sem auðveldlega hefði verið unnt að lækna hefði hann sótt fyrr til heilbrigðiskerfisins.

Hann virðist hafa verið mun loðnari um lófana en nokkurn hefur grunað. Því miður naut hann auðæfanna ekki og nú fara þeir til ráðstöfunar aðila langt utan landsins.

Auðurinn er einskis virði þegar hann nýtist eiganda hans ekki. Hvað hefði verið unnt að gera fyrir allt þetta fé? Það hefði mátt kaupa nokkrar jarðir og gróðursetja milljónir trjáplantna þar sem náttúrulegur arður verður til og nýtist komandi kynslóðum.

Skógur er vænleg framtíðarsýn. Með skógrækt má leggja fé í fjárfestingu sem nýtist kynslóðum framtíðarinnar. Til verður náttúruauðlind sem verður yndi og auðsuppspretta framtíðarinnar.


mbl.is Fischer átti 475 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sluks við rannsókn sakamáls

Í fréttinni kemur fram að aðeins einn lögreglumaður er settur í að rannsaka þetta mál.

Á sínum tíma koma fram rökstuddar vísbendingar um alvarleg ofbeldisbrot sem þessi Bandaríkjamaður beitir konu sína sem virðist af nýlegum fréttum hafa horfið. Engin rannsókn fer fram fyrr en eftir meira en 6 áratugi og þá beinist rannsóknin eðlilega að kanna hvað hafi gerst!

Um miðja öldina voru bandarísk yfirvöld mjög upptekin við að hafa uppi njósnum um fólk sem hafði aðra skoðun en viðurkennd var. Meira að segja var saklaust fólk dæmt til lífláts vegna meintra njósna og hvað það nú kann að nefnast. Einn landi okkar, Halldór Laxness, sætti rannsóknum vegna meintra brota um að hann stundaði skattsvik vegna tekna sem hann hafði af seldum bókum sínum í Bandaríkjunum. Hann varð útskúfaður, hafði áþekka stöðu í Bandaríkjunum eins og í verstu einræðisríkjum, „persona non grada“ nefnist það á lagamáli.

Það varð ekki fyrr en Kaldastríðinu lauk sem þýðingar bóka hans fengust markaðssettar.

Einkennilegt er að rannsókn sakamáls vegna ofbeldis og hvarf íslenskrar konu hafi ekki hafist fyrr.

Þetta er slæmur blettur á samskiptasögu Bandaríkjamanna við Íslendinga. 


mbl.is Kanna hvarf íslensku konunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju að auka glundroðann?

Eg skil ekki Ólaf Ragnar. Hann er aftur og aftur að auka glundroðann í þjóðfélaginu og breytt forsetaembættinu í pólitíska skotgröf.

Eftir hrunið hefur verið nógu erfitt að hreinsa til eftir léttúð íhaldsaflanna og koma samfélaginu aftur í réttar skorður. Ólafur Ragnar var ein mikilvægasta klappstýra útrásarvarganna sem grófu undan efnahagslífinu og efndu til hrunadansins mikla. Hann virðist ekki sjá samhengi hlutanna og er að grafa undan íslensku samfélagi og réttarríkinu.

Eiður Guðnason á heiður skilinn að benda á meinlokur Ólafs Ragnars sem verður sennilega minnst sem lakasta forsetans okkar. Því miður fer sagan þá leið að meta störf og ákvarðanir ráðamanna og líklegt er að hún kveði harðan dóm um embættisstörf hans. Hann átti kjörið tækifæri að bera klæði á vopnin og vera áfram sameiningartákn þjóðarinnar. Þá leið fór Ólafur ekki, vildi fremur breyta forsetaembættinu í pólitíska skotgröf til aðstoðar íhaldinu. Honum hefur tekist að sundra þjóðinni og hefði betur átt að sitja á strák sínum!

Með von um betri stundir.


mbl.is Sakar Ólaf Ragnar um óvirðingu við þjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að draga forsetaembættið ofan í pólitískar skotgrafir?

Fyrstu fjórir forsetar lýðveldisins reyndust afburðagóðir og sátu allir á friðarstóli. Aldrei tóku þeir afstöðu til eldfimra málefna, þeir sátu allir á strák sínum.

Með fimmta forsetanum, Ólafi Ragnari, hefur friðarstóllinn breyst í pólitískar skotgrafir. Í stað þess að staðfesta með undirskrift lög samþykkt á Alþingi er tekin upp sú stefna ekki einu sinni heldur þrívegis að skjóta málefni í þjóðaratkvæðagreiðslu. Meira tilefni hefði verið að leggja undir þjóðaratkvæði aðrar mun mikilvægari málefni: ákvörðun um einkavæðingu bankanna, Kárahnjúkavirkjun og hvort lýsa ætti yfir stuðningi við Íraksstríð Blair og Bush.

Sagt er að betri er rýr sátt en engin. Samningarnir um Icesave voru ekki slæmir þegar í ljós kom að eignir virðast nægja úr þrotabúi gamla Landsbankans.

Enginn forseti íslenska lýðveldisins hefur skilið þjóðina í eins mikillri óvissu og Ólafur Ragnar. Við erum stöðugt í lausu lofti. Spyrja má um tilganginn? Hvaðan fær hann þessar furðulegu hugmyndir? Er hann kannski sá að grafa undan íslensku samfélagi og réttarríkinu?

Íhaldsmenn hefðu einhvern tíma litið á þetta grafalvarlegum augum en nú fagna þeir!

Ólafur hefur klofið þjóðina í tvær fjandsamar fylkingar. Nú má reikna með að ekki ríki lengur heiðríkja og hægviðri á Bessastöðum. Þar má búast við stöðugum skærum í pólitísku ofviðri ef fram horfir eins og verið hefur undanfarin misseri.

Með von um góðar og friðsamari stundir.


mbl.is Jón: ESB hluti af forsetakjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna var Pétur Blöndal ekki agndofa yfir einkavæðingu bankanna?

Pétur H. Blöndal er að mörgu leyti hinn besti maður en oft er hann seinheppinn með yfirlýsingar sínar eins og þessa. Hvað sagði hann um kvótakerfið og þegar Halldór Ásgrímsson og fleiri heimiluðu að gera það að féþúfu? Hvað sagði Pétur H. Blöndal um einkavæðingu bankanna en bæði þessi mál marka stefnuna beint í glötunina sem framkallaðist í bankahruninu mikla!

Núverandi stjórnarandstaða hefur verið seinþreytt til vandræða að finna allt til foráttu sem núverandi ríkisstjórn hefur breytt til batnaðar. Auðvitað hefði mörgu mátt breyta á betri veg eins og að koma í veg fyrir að vogunarsjóðir og braskarar yfirtóku bankana og fjármunafyrirtækin eins og Atorku. Hvar var Pétur H. Blöndal staddur þá? Var hann kannski í boði einhverra braskara, kannski í aflandsnýlendum þar sem gríðarmiklu fé var komið undan? Er hann að einhverju leyti meðvirkur í braskinu sem leiddi af sér bankahrunið mikla og skildi sparifjáreigendur sem lögðu fé í hlutafé, varð einskis virði?

Oft eru menn og meira að segja alþingismenn að hlaupa á sig. Oft ættu þeir sömu að sitja á strák sínum fremur að hlaupa upp milli handa og fóta með einhverjar yfirlýsingar sem eru ekkert annað en vindhögg!

Einkavæðing bankanna var meginmistök ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar. Þar var meira kapp en forsjá þar sem öll ríkisstjórnin steinsvaf á verðinum við að afhenda braskaralýð bankana. Meira að segja voru kaupendum bankanna veittur ríflegur afsláttur.

Gott væri að Pétur H. Blöndal sem er sagður vera afburða góður stærðfræðingur  reiknaði út annars vegar hvað bankahrunið kostaði íslensku þjóðina annars vegar. Hins vegar hvaða tekjur ríkissjóður hafði af sölunni. Líklegt er að tekjuhliðin sé mjög vanmetin en tapið jafnvel enn meira.

Einkavæðingin reyndist okkur rándýr.

Góðar stundir með Jóhönnu og Steingrím í Stjórnarráðinu!


mbl.is Agndofa yfir ríkisstjórnarkaplinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Ólafur Ragnar aðalandstæðingur ríkisstjórnarinnar?

Þegar núverandi stjórnarflokkur tóku við stjórnartaumunum í Stjórnarráðinu með versta tannfé í sögu lýðveldisins var stjórnarandstaðan bæði reikul og ráðvillt. Spillingin í kringum einkavæðingu bankanna dróg sinn dilk á eftir sér og hæst bar Icesave vitleysan. Ríkisstjórnin hugðist leysa þessi mál með samningum með því hugarfari að betri er rýr sætt en engin. Í ljós hefur komið að nægar innistæður eru fyrir hendi í þrotabúi gamla Landsbankans ef þessir samningar hefðu gengið eftir eins og stjórnmálamenn þeir sem líta á þessi vandræði með ísköldum en raunsæjum augum.

En þá geysist bóndinn á Bessastöðum fram, sér aumur á stjórnarandstöðunni og tekur af skarið. Miklar æsingar hafa verið uppi og fullyrða má að brotið blað sé í sögu forsetaembættisins: Lengi vel var forsetinn sameriningartákn, nú er hann meira tákn sundrungar og tortryggni.

Ríkisstjórninni hefur tekist hins vegar furðulega vel að koma vandræðum og kæruleysi fyrri ríkisstjórnar í ásættanlegra horf. Skuldir ríkissjóðs fara minnkandi, tekjuhalli dregst stórlega saman, unnt hefur verið að hemja dýrtíðina og tryggja kaupmátt launa nokkurn veginn en það það besta er: unnt hefur verið að varðveita velferð samfélagsins: heilbrigðiskerfið, menntakerfið og allt sem því fylgir, þar hefur ekki verið rifið niður eins og íhaldsmenn vilja gjarnan og einkavæða sem mest þar sem vænta má gróða.

Hins vegar hefur ríkisstjórninni ekki tekist að draga úr atvinnuleysi þó tölur um atvinnuleysi séu eitthvað að lækka.

Viðhorf Íslendinga gagnvart Efnahagsbandalagi Evrópu hafa lengi verið blendin. Við högnuðumst nokkuð vel á EFTA samstarfinu og eiginlega má segja það sama um EES. Sem stendur höfum við tengst Efnahagsbandalaginu nokkuð náið og spurning hvort við viljum ganga alla leið. Við eigum að líta ísköldum og raunsæjum augum á kosti og galli en ekki gera okkur fyrirfram skoðanir. Ekkert er ljóst í hendi fyrr en samið hefur verið um sérþarfir Íslendinga og skipta þar fiskveiðar okkar þar eðlilega mestu.

Innan EBE er aukinn skilningur gagnvart Íslendingum sérstöðu þeirra og þörfum. Við erum fámenn þjóð og skiljanlegt að margir sýna EBE tortryggni og að við verðum þar með valdalausir. Hinu má ekki gleyma, að betra er sanngjarnt erlent vald en innlent vald sem mismunar þegnum sínum. Eitt af markmiðum EBE er að draga sem mest úr spillingu tengt valdi og þar með má vænta að hagur okkar hvað það viðvíkur verði betri.

Þá er mikill ávinningur með fjárhagslegum stöðugleika með sameiginlegri mynt en það er tómt mál meðan við höfum ekki fullnægt skilyrðum sem kennd eru við Maastrickt. Hollt er okkur að stefna að fullnægja eftir sem áður þeim skilyrðum.

Einnig má ekki gleyma að innan EBE hefur verið unnið mjög mikilvægt og dýrmætt starf til að efla mannréttindi, umhverfismál og félagsleg réttindi.

Þá eru ókostirnir: Ljóst er að aðild geti orðið okkur dýrari en hagnaðurinn. Við missum að einhverju leyti sjálfsákvörðunarrétt okkar en á móti stöndum við sem hluti stórrar heildar betur að vígi gegn ágirni stórveldanna í vestri og austri. Við Íslendingar höfum t.d. orðið þess augljóslega varir að kínversk stjórnvöld vilja gjarna koma sér betur fyrir hér á Íslandi og líta á landið sem kjörinn vettvang til að styrkja hagsmuni sína. Kínverjar reka hér fjölmennasta sendiráðið sem er jafnvel fjölmennara en það bandaríska!

Það er mikilsvert að við skoðum alla kosti og galla aðildar að EBE þegar ljóst er að samningar hafa verið gerðir, að sjálfsögðu með fyrirvara um staðfestingu Alþingis og þjoðaratkvæðagreiðslu.

Því skiptir engu máli hvað forsetinn okkar eða fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins, fyrrum andstæðir pólar íslenskra stjórnmála, kunna að fallast í faðma nú á þessari stundu.

Ástandið í þjóðmálum minnir að mörgu leyti á deilumálin í stjórnmálum á öndverðri síðustu öld.

Góðar stundir!


mbl.is Styrmir: Forsetinn öflugur liðsmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsöm ákvörðun

Ákvörðun Ólafs að setjast í helgan stein er mjög skynsamleg. Því miður varð hann fyrir því óhappi að kljúfa þjóðina í tvær fylkingar sem nú rífst að því virðist endalaust hvort væri skynsamlegt að grípa fram fyrir ríkisstjórnina um samninga um lok Icesave við Breta og Hollendinga. Allt eins getur verið að dómstólaleiðin verði mun dýrari en samningaleiðin enda kunnugt að þegar kergja er, þá eru gerðar ítrustu kröfur.

Samningar eru alltaf hyggilegri og sama hvaða skoðanir fólk hefur á þeim. Auðvitað vildi enginn greiða skuldir óreiðumanna. Nóg eiga menn með sig. Hins vegar vill hluti þjóðarinnar telja sér trú um að ekki séu til næg efni fyrir skuldunum í þrotabúi Landsbankans. Annað hefur komið á daginn og ef þessar atkvæðagreiðslur hefðu ekki orðið, væru þessi Icesave mál þar með afgreidd.

Nú hyggst Ólafur draga sig í hlé og fer vel á því. Nú má reikna með að margir renni hýru auga til Bessastaða og gangi undir manns hönd í liðsbón.

Óskandi er að 6. forseti lýðveldisins sé víðsýnn og farsæll í starfi.

Góðar stundir.


mbl.is Býður sig ekki fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á byskup að taka afstöðu til deilumála?

Þegar byskup talar leggur fólk við hlustir. Karl bysku er mikið ljúfmenni og vill öllum vel. En á byskup að taka afstöðu opinberlega í sakamálum?

Auðvitað er ákæran gegn Geir Haarde mörgum mikið áfall. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur greinilega fram að alvarleg brot voru framin í aðdraganda hrunsins. Gerir Haarde var verkstjórinn í þáverandi ríkisstjórn og aðhafðist ekki nett sem gæti forðað tjóni. Slegið var á framrétta hönd Breta að vinda ofan af ofvexti bankanna sem buðu aðstoð sína.

Í lögfræðinni geta menn bakað sér refsiábyrgð ekki aðeins vegna saknæmra verknaða heldur einnig vegna sinnuleysis að gera eitthvað til að forða tjóni. Nú vil eg taka fra, að eg er ekki talsmaður harðra refsinga. Í máli Geirs ættu að nægja sektir og réttindamissir, t.d. yfirgengin lífeyrissjóðsréttindi umfram það sem venjulegir lífeyrisþegar mega vænta.

Hvað segir byskup um kærur vegna annarra mála? Væri það eðlilegt að byskup segi viðhorf sín til annars en það sem tengist beint starfi hans? Á 19.öld sat byskup á þingi, var þannig oft valinn sem konungkjörinn þingmaður í þágu hægri stjórnarinnar í Danmörku. Þá tók hann afstöðu til hápólitískra mála. Þessi tími á að vera löngu liðinn.

Auðvitað á byskup sömu réttindi til tjáningafrelsis sem aðrir borgarar. En þar verður að skilja milli embættis og prívatmannsins.

Góðar stundir.


mbl.is Þurfum að horfa í eigin barm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getgátur Guðlaugs Þórs

Alltaf lá fyrir að sameina ætti ráðuneyti.

Þessi umdeildi þingmaður, Guðlaugur Þór ýjar að því að Steingrímur J. Sigfússon hafi látið fara fram greiðslur úr Landsbanka í einhver verkefni. Hvað hefur þessi merkilegi fjármálaspekingur fyrir sér í því?

Guðlaugur hefur alltaf þótt umdeildur. Einna frægastur er hann fyrir að vera einstaklega lunkinn að sanka að sér peningum. Eitt árið runnu til hans tugir milljóna frá ýmsum fyrirtækjum í kosningasjóð hans. Er þetta í lagi? Þetta var á þeim tíma þegar umræðan var vaxandi um aukna spillingu í samfélaginu. Háværar kröfur komu fram um að stjórnmálaflokkar og einnig einstakir stjórnmálamenn yrðu að gera opinberlega grein fyrir uppruna og notum þess fjársem þeir hefðu undir höndum.

Guðlaugur Þór var einnig umdeildur þegar hann var í borgarstjórn Reykjavíkur. Spurning er hvernig hann hafi staðið sig í stjórn Orkuveitunnar. Á þeim árum var farið í ýmsar umdeildar og rándýrar framkvæmdir sem kannski hefði verið betra að fara hægar í. Hvernig tengist Guðlaugur þeim málum og hafði hann sjálfur ávinning af þeim?

Meðal fyrirtækja sem greiddu háar fjárhæðir var almenningsfyrirtækið Atorka sem þá átti mikla hagsmuni af nýtingu jarðhitans. Það fyrirtæki var sölsað undir hrægammana og almenningur tapaði öllum sínum sparnaði í formi hlutabréfa.

Guðlaugur Þór er iðinn við að sjá flísarnar í augum nágrannans en ætti að fá aðstoð við að fjarlægja bjálkann úr eigin auga.


mbl.is Guðlaugur Þór: Jóni fórnað fyrir makríldeiluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242950

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband