Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Eðli hlutabréfa

Mikil lækkun hlutabréfa á undanförnum mánuðum er að mörgu leyti eðlilegt ástand. Verðgildi þeirra hefur hækkað mjög mikið á undanförnum árum en nú er þróunin í aðra átt. Að verulegu leyti er þetta ástand vegna lánsfjárskortinn sem hefur verið mjög mikill í Bandaríkjunum og hefur dreifst um Evrópu og Asíu. Hávaxtastefna spilar einnig mjög inn í þessa þróun því með hærri vöxtum telja margir sem ella fjárfesta í hlutabréfum, leysa þau til sín og kappkosta að fá hærri ávöxtun með kaupum á kröfum, t.d. skuldabréfum með afföllum en tryggðum með traustum veðum.

Ef tekin væri ákvörðun um að lækka vexti verulega eins og Jóhannes Björn Lúðvíksson hefur hvatt til, sjá heimasíðu hans: www.vald.org þá má reikna með að hlutabréfamarkaðurinn myndi styrkjast á nýjan leik. Verðgildi hlutabréfa er núna mjög hagstætt og myndi freista marga fjárfesta að festa fé sitt í hlutabréfum en aftur er spurning hversu mikið er af lausu fé í umferð. Nú er einnig þekkt að hlutafélög kaupa gjarnan hlutabréf í sjálfu sér á lágu verði en selji aftur þegar gengið hækkar. Ljóst er að þessi tekjustofn fyrirtækja er sem stendur ekki virkur.

Lægri vextir myndu auk þess hafa þá breytingu  í för með sér að fyrirtæki hefðu aðgang að ódýrara rekstrarfé, lánsfé frá lánastofnunum sem er þeim nauðsynlegt til að jafna út sveiflur á sviði tekna og útgjalda.

Annars eigum við sem höfum stundað hlutabréfaviðskipti að hafa í huga að hagkvæmast er að fjárfesta til lengri tíma. Að elta þessar endalausu sveiflur sem oft standa stutt, kann e.t.v. að færa einhvern hagnað í vasa fjárfestis en tapið kann einnig að vera verulegt ef hlaupið er upp milli handa og fóta í fljótræði að selja á fallandi gengi.

Hlutafé er eins og kýrin eða hesturinn fyrir bóndann. Meðan þau framleiða, selja og kaupa afurðir og hráefni og einhver hagnaður er af, þá er allt eins og það á að vera. Kýrin og annar rekstur bóndans gefur af sér náttúrulegan arð meðan fyrirtækin skila eigendum sínum borgaralegan arð.

Og nú eru fjölmöreg kauptækifæri: Fyrirtækin eru ekki að gufa upp, öðru nær. Þau munu halda áfram rekstri svo lengi sem stjórnendur þeirra fari ekki á límingunum en það bendir fátt til þess.

Varnaðarorð Dana mætti snúa við: Við Íslendingar eigum aðeins eftir að kaupa Den danske Bank, Kastrup, Carlsberg og Tuborg að ógleymdri Amalie borg. Þá höfum við hefnt einokunarinnar alræmdu og danska konungsfjölskyldan orðin leiguliðar íslenskra fjárfesta. - Og hana nú!

Mosi


mbl.is Óttast íslenska kollsteypu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umdeild eignaupptaka

Þessi eignaupptaka ríkisvaldsins gagnvart landeigendum er mjög umdeild. Kröfur ríkisvaldsins eru oft byggðar á mjög veikum rökum og úrlausnir þjóðlendunefndar byggðar á vægast sagt vafasömum forsendum. Hvers vegna í ósköpum eru landamerki frá lokum 19.aldar sem hefur verið þinglýst hjá sýslumönnum ekki lengur sá grundvöllur sem eignarréttur byggist á? Þannig hefur ríkisvaldið söðlað undir sig stóran part af öræfunum og má t.d. nefna Lónsöræfi sem allt í einu er ekki lengur í eigu Stafafells í Lóni?

Svona eignaupptökur á engar hliðstæður í frjálsu samfélagi. Það tíðkaðist hins vegar í þeim ríkjum heims þar sem kommúnisminn og einveldið óð uppi. Kannski við Íslendingar sitjum uppi með geðþóttaákvarðanir einhvers ónefnds einvalds sem komist hefur upp með ótrúlega hluti með heilmikið klapplið að baki.

Mosi 


mbl.is Fundað um þjóðlendumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þverhausar

Hvað á að gera við svona þverhausa sem gefa lögreglunni langt nef?

Mosi 


mbl.is Lögðu á lokaða Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skólabókadæmi?

Á dögum einkavæðingar þegar allt skal sett undir blessað einkaframtakið og hlutverk samfélagsins sett undir þessa sömu einkavæðingu þá eru mörg viðfangsefni samfélagsins nánast á flæðiskeri stödd.

Sambýlismaður þess látna reynist eiga við geðræna kvilla og hefur greinilega ekki gert sér neina grein fyrir þeirri staðreynd að þarna hafi orðið mannslát.

Sennilega kemur þarna upp margvíslegar lögfræðilegar spurningar: hafði einhver hag af þessum drætti að mannslátið varð fyrst uppgötvað jafnvel átta árum frá því að sá látni geispaði golunni?

Á Íslandi var rætt um á sínum tíma að ekkja ein í Reykjavík hafi hellt formalíni reglulega yfir lík manns síns sem naut góðra eftirlauna sem embættismaður. Hann var vel stöndugur, átti miklar eignir og um nokkurra ára skeið hafði ekkjan sótt eftirlaunin ektamanns síns og kvittað fyrir hjá landfógeta Árna Thorsteinson. Í þessu tilfelli var ekkjunni mjög mikils virði að tilkynna látið ekki of snemma! Hversu langur tími leið frá því að eiginmaðurinn sálaðist uns látið var tilkynnt, veit Mosi ekki.

Fálæti samtímans yfir því sem skeður dagsdaglega getur orðið oft afdrifaríkt!

Mosi 

 


mbl.is Lík meðleigjandans rotnandi í sófanum í átta ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfiðleikatímar framundan?

Landsvirkjun býr sig undir lokareikninginn

Nú eru framundan mjög varhugaverðir tímar: í þeim ólgusjó sem nú geysar á fjármálamarkaði heims eru góð ráð dýr. Landsvirkjun þarf að styrkja fjárhag sinn allverulega enda eru mikil og umdeild framkvæmdaár að baki. Þó Kárahnjúkavirkjun sé nær tilbúin er eftir að gera verkið fjárhagslega upp. Reikna má með allverulega hærri lokareikning frá ítalska fyrirtækinu en lagt var upp með fyrir réttum 5 árum. Margt bendir til þess að næstu misseri verði Landvsirkjun mjög erfið fjárhagslega. Lán þetta er tekið með þeim kjörum sem nú einkennir alþjóðlega lánsfjárkreppu og oftast hefur Landvirkjun fengið hagstæðari kjör en að þessu sinni.

Fyrir 5 árum var fjárhagur Landsvirkjunar mjög traustur. Þá voru skuldir óverulegar og tekjur stöðugar, sem sagt fjárhagurinn stóð í miklum blóma. En öfgar stjórnmálanna láta ekki eftir sér bíða og fyrirtækinu var att út í þessar umdeildu framkvæmdir með ákvörðunum stjórnmálamanna sem höfðu slík hreðjatök á þjóðinni að undrum sætti. Álverð stendur að vísu nokkuð hátt um þessar mundir sem hefur góð tíðindi fyrir Landsvirkjun hvað orkuverð varðar. En hversu lengi verður það? Með vaxandi framleiðslu á áli má vænta þess að markaðurinn mettist og verð fari aftur lækkandi.

Þá verður arðsemin því miður mun verri en hún virðist vera nú í dag.

Mosi 


mbl.is Landsvirkjun gefur út skuldabréf fyrir 6,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilhjálmur veit ekki í vandræðum

Óhætt má segja að Vilhjálmur borgarstjóri sé í endalausum vandræðum.

Strax í fyrsta embættisverki sínu sem borgarstjóri varð honum á að semja við sjálfan sig!  Hann var stjórnarformaður Hjúkrunarfélagsins Eik þegar hann tekur við sem borgarstjóri eftir að þeir Björn Ingi mynduðu mjög veikan meirihluta eftir sveitarstjórnarkosningarnar 2006. Sem stjórnarformaður Eikur semur hann við sjálfan sig sem borgarstjóri um tiltekin verkefni! Nú er það ákaflega klaufalegt af borgarstjóra sem jafnframt er lögfræðingur að hafa ekki komið af sér stjórnarformennskunni yfir á einhvern annan. Í stjórnarfarsrétti þykir rétt að sá sem er í fyrirsvari fyrir einhvern hagsmunahóp, félag eða e-ð annað þar sem hagsmunir kunna að skarast, að viðkomandi segi af sér slíkum starfa alla vega meðan hann gegnir trúnaðarstarfi.

Síðasta verk Vilhjálms sem borgarstjóra var að skjótast upp í gröfu og taka fyrstu almennilega skóflustunga fyrir nýju hjúkrunarheimili. Hvort hann var þar sem stjórnarformaður eða borgarstjóri veitenginn og kannski Vilhjálmur síst af öllum!

Það eru því ekki nein ný tíðindi að Vilhjálmur komi af fjöllum. Kannski væri best fyrir aann að taka saman pjöggur sínar og finna skræðurnar um stjórnarfarsrétt eftir Ólaf Jóhannesson sem hann hefði betur átt að kynna sér í tíma og lesa sig betur um vanhæfisreglur og aðra praktíska lesningu sem hefði vissulega nýtst honum vel í sínu starfi sem borgarstjóri. En það er of seint að vera vitur eftir á. Kannski getur hann hangið í þessum veika meirihluta sem er því miður ekki sérstaklega lífvænlegur fremur en aðrir veikir meirihlutar sem hafa ekki lafað nema örfáa mánuði.

Mosi 


mbl.is Yfirlýsing frá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð ákvörðun

Óhætt má segja, að Ólafur borgarstjóri í Reykjavík hefur valið mjög góðan aðstoðarmann. Ólöf Guðný Valdemarsdóttir hefur mjög góða menntun sem arkitekt. Hún hefur aflað sér mikillar og dýrmætrar reynslu á hinum ýmsu sviðum þjóðlífs sem á ábyggilega eftir að nýtast henni mjög vel í sínu nýja.

Mosi minnist Ólafar sem formaður Landverndar á erfiðleikatímum þegar stjórnvöld reyndu að gera allt til að grafa undan þessum merku þverpólitísku umhverfissamtökum.

Mosi vill óska Ólafi til lukku með valið og megi það verða Reykvíkingum sem og öllum íbúum höfuðborgarsvæðisins lykill að aukinni hagsæld.

Mosi - alias


mbl.is Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Köld helgi

Þá er kaldasta helgi ársins að baki. Á föstudagskvöld blasti við í Mosfellsbænum sjaldgæf sjón á upplýsingaskilti Vegagerðarinnar: LOGN bæði undir Hafnarfjalli og á Kjalarnesi. Hins vegar var nokkuð kalt, eða tveggja stafa mínus tala á báðum veðurathugarstöðvum Vegagerðarinnar.

Í Skorradal var hitastigið hins vegar töluvert lægra eða -29 gráður! Hef aldrei séð lægri hitatölu og varð að kalla á allt heimilisfólkið til að bera viðundrið augum. Þessi hitamælir er í nær 2ja metra hæð og festur á millivegg milli tveggja húsa. Þannig að nokkuð er nálægt staðalviðmiðunum en því miður of nálægt húsum sem hefðu fremur átt að hafa hækkandi áhrif á hitamælinguna. Á öðrum hitamæli utan á kofanum var hitastigið nálægt -24C þannig að það gæti gengið upp þar sem einhver áhrifa er af upphitaða húsinu.

Um kvöldið var eitt það fegursta vetrarkvöld sem hægt er að óska sér. Bragandi norðurljósin tylltu sér á ofan á Skessuhornið og fóru síðan hamförum í landnorður ofan við Skorradalsvatn sem var frosið. Stjörnuskinið er mjög fagurt enda var hvorki ljósmengun frá byggðum né tunglskin til að  draga úr stjörnudýrðinni. Uppi yfir mátti greina Karlsvagninn með þeirri leyndardómsfullu stjörnu Mizar. Þar skammt frá mátti sjá Casseopea eins og risastórt W í laginu. Og í landsuðri mátti sjá skæra Oríon sem Íslendingar nefndu Fjósakonurnar. Hvar skyldu Venus og Júpítér hafa haldið sig nema einhvers staðar í Ljónsmerkinu. Þá þarf að finna Regúlus sem er aðalstjarnan í því merki. Mikið væri gaman að þekkja fleiri stjörnur og stjörnumerki.

Daginn eftir var unnt að ganga á vatninu þvert yfir og eftir því endilöngu svo langt sem hugurinn vildi. Því miður voru nokkrir mótorhjólagemlingar sem rufu náttúrukyrrðina en svo voru þeir horfnir út í buskann ásamt vélsleðamönnum sem ekki kunna að njóta þeirrar kyrrðar sem kannski er lang mest eftirsóknarverðustu gæðin í heiminum í dag. Að vera einn á ferð meðsjálfum sér eð með góðum göngufélaga er eitt það skemmtilegasta sem hægt er að hugsa sér. Síðdegis hitti Mosi granna sinn sem var að koma heim í hús sitt með hundi sínum eftir langa gönguskíðaferð.

Er unnt að komast lengra að njóta náttúrunnar? Við þurfum ekki að njóta hennar með látum og hávaða.

Mosi 


Ótrúlegt að frægt fólk fái ekki að vera í friði

Fjölmiðlar hafa á sér mjög neikvæða hlið þegar þeir velta sér upp úr ógæfu og vandræðum fræga fólksins sem einu sinni var kallað „fína“ fólkið. Af hverju má það ekki vera í friði? Ætli áreitið í garð þessa fólks sem eru manneskjur eins og við hin, með tilfinningar, gleði og sorg, hafi ekki orðið til þess að það hafi tortýmt sér, óvart eða viljandi? Hvaernig var þetta hérna um árið þegar blindfullur bílsstjóri sem hugðist læðast með fyrrum prinsessu Breta heim á hótel og einhver vandræða ljósmyndari var á hælunum til að ná bestu myndum? Dauði prinsessunnar var þessum sjúklega fréttasnáp ekki nóg því hann hélt áfram myndatöku af þessari ógæfusömu deyjandi prinsessu. Til hvers? Jú til að græða sem mesta peninga.

Mosa þykir miður hvernig margir í fréttaþjónustunni ganga allt of langt. Aðgát skal höfð í nærveru sálar! Því miður kunna ekki allir sér hófs.

Mosi 


mbl.is Sakaði mömmu sína um að sænga hjá kærastanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umdeildur flugvöllur

Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni í Reykjavík hefur lengi verið umdeildur. Þegar 1957 urðu deilur í borgarstjórn Reykjavíkur um framtíð flugvallarins og um margt eru þær líkar þeim sem nú eru uppi.

Á þessum langa tíma, hálfri öld, hefur umræðan breyst eðlilega mjög mikið. Fyrir 50 árum var flugið fyrst og fremst áætlunarflug og kennsluflug, smávegis sjúkraflug og millilandaflug með litlum fluvélum, t.d. DC4 Skymaster. Þá var ekki svo mikið rætt um flugöryggi eins og nú, ef vel á að vera þarf að vera mjög rúmt um flugvelli, engin fjöll og helst engar byggingar sem truflað geta aðflug né flugtak. Reykjavíkurflugvöllur er e.t.v. notaður innan við 1% tilvika sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll og spurning hvort það út af fyrir sig sé nægjanlegur rökstuðningur að halda í flugvöllinn í Reykjavík. Víða má byggja flugvöll, á Suðurlandi og Vesturlandi sem vissulega gætu orðið mikilvægir flugvellir framtíðarinnar. Þeim mætti velja stað við aðrar aðstæður en eru í Keflavík.

Annars er ótrúlegt hve þeir sem búa nálægt flugvellinum í Vatnsmýrinni eru umburðarlyndir gagnvart þessum mikla hávaða sem fylgir þessum rekstri. 

En óskandi er að leit að nýjum varaflugvelli haldi áfram. Hólmsheiðin býður sennilega ekki upp á réttu aðstæðurnar.

Mosi 


mbl.is Er allt á niðurleið á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband