Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Ólík sjónarmið

Ólík sjónarmið takast á: annars vegar varðveislustefna sem getur birst í ýmsum myndum, hins vegar nýtingarstefna með hliðsjón af verðmæti fasteigna, þ.e. byggingalóða.

Mosi hefur verið á sveif með þeimm fyrrnefndu: að áherslu beri að leggja á að varðveita eða endurgera hús við Laugaveg eftir því sem efni og ástæður gefa tilefni til.

Rökstuðningur er þessi:

Með aukinni landnýtingu á þessum slóðum er verið að auka álag vegna umferðar. Laugavegurinn væri tilvalin göngugata en verslunareigendur eru yfirleitt ekki til viðtals um slíkt. Því er fyrirsjáanlegt að umferðarþungi verði meiri og vandasamara að koma allri þeirri bílamergð fyrir með góðu móti. Rekstur og starfsemi hótels í þröngri götu er ekki það heppilegasta fyrir Laugaveginn. Nú eru hótel og gististaðir oft bókaðir af hópum sem eru ýmist að koma eða fara. Hóparnir ferðast yfirleitt með hópferðabílum og það sér hver viti borinn maður að ýms vandkvæði eru fylgjandi hótelrekstri á þessum stað. Meðan verið er að afferma rútu eða ferma getur liðið nokkur tími, kannski stundarfjórðungur. Hvað ætlast viðkomandi hótelhaldari gagnvart öðrum þeim sem eru á leið niuður Laugaveg? Á fólk að bíða meðan hópferðabíllinn er þarna fyrir í þröngri götunni? Hvað með almennt öryggi t.d. ef slys, eldsvoði eða annað ber upp á sama tíma? Þegar eldssvoðar hafa orðið við Laugaveg hefur verið töluverð vandkvæði að koma slökkvibílum greiðlega að vettvangi.

Það eru því ýms ólík sjónarmið sem borgaryfirvöld þurfa að taka tillit til. Laugavegurinn sem upphaflega var hestakerruvegur úr miðbæ Reykjavíkur áleiðis inn í Þvottalaugar er nánast sá sami og var fyrir öld eða svo. Hann ber ekki þessa miklu umferð sem nú er og ef ekkert er gert til að takmarka umferðina eða draga úr henni þá er tómt mál að ætla að auka landnýtinguna með aukinni  starfsemi sem kallar á enn meiri umferð.

Því miður er allt of lítið gert af því að varðveita gamlar götur í Reykjavík með örfáum undantekningum. Mættu borgaryfirvöld líta til annarra borga og hvetja þá sem vilja byggja upp á þessum fasteignum að það er einnig góður kostur að endurgera þau hús sem fyrir eru og aðlaga sem best þeim sem þar eru í næsta nágrenni. En þar þarf einning að koma til að há fasteignagjöld hvetja mjög að meira byggingamagn verði og þá verða til þessi skelfilegu umhverfisslys sem við myndum gjarnan vilja nú vera án. Gamli miðbærinn í Reykjavík er nánast eins og samansafn af ólíkum byggingastefnum frá 18. og fram á þá 21.öld, þar sem ólíkum arkitektúr ægir saman. Mætti kannski hafa það til hliðsjónar hversu vel hefur tekist að endurgera gömul hús við Aðalstræti í Reykjavík? Þar hefur tekist vel til en kannski er of djúpt í árina tekið að rífa gamla Morgunblaðshúsið, Aðalstræti 6 sem er auðvitað barn síns tíma og ætti að vera ævarandi varnaðarmerki að láta gamla og rótgróna byggð vera í friði.

Mosi

Mosi 

 


mbl.is Margrét og Svandís ósáttar við flutning húsanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afbrot borga sig aldrei

Mosi hefur lengi verið áhugamaður um bækur. Fljótlega upp úr fermingu var hann mjög oft í fornbókaverslunum og kynntist öllum fornbókasölum nokkuð vel. Einhverju sinni komu tveir strákar með pappakassa fullan af bókum til eins bóksalanna sem var einn af þeim reyndari og þekktur fyrir heiðarleika og skilvísi. Strákarnir vildu fá strax peninga fyrir það sem þeir höfðu í kassanum en fornbókasalinn var ekki á því, kvaðst hafa mikið að gera þá stundina en vildi engu að síður fá að líta á það sem þeir höfðu með sér. Tók hann upp blað og blýant og vildi fá nafn og símanúmer og kvaðst munu hafa samband síðar. Eftir að hafa gefið hvoru tveggja upp létu strákar sig hverfa og voru fljótir að því. Bóksalinn leit lauslega yfir bækurnar, tók þá upp símann og hringdi í lögreglumann sem hann þekkti. Sá kom fljótlega og tók bækurnar í vörslur lögreglunnar. Í ljós kom að þarna voru bækur sem almennt voru ekki í höndum unglinga og vakti það eðlilega tortryggni bóksalans enda kom í ljós að þær voru meðal muna sem höfðu þá þegar verið stolið í innbroti.

Hagsmunir fornbóksala eru eðlilega þeir að ekki sé verið að selja hluti sem teljast vera andlag þjófnaðar, þ.e. þeim hafi verið stolið eða að eignarréttur sé ekki óvéfengdur. Réttur eiganda að fá til sín aftur stolinn hlut er mjög ríkur í germönskum rétti og þar með íslenskum. Þó hlutur hafi lent í höndum þjófs þá getur svo farið að sá sem hefur hann í sínum vörslum verði að láta hann í hendur upprunalegs eigenda enda sé eignarréttur hans á hlut sannanlegur. Þá situr sá sem hefur orðið fyrir því að kaupa stolinn hlut, þ. á m. bækur, með skaðann og verði að beina endurkröfu sinn að þeim sem seldi.

Óskandi er að allar þær verðmætu bækur sem hurfu úr dánarbúinu endurheimtist og að málið allt skýrist hvernig það atvikaðist vildi til að þessar bækur lentu í höndum á öðrum en eigendum.

Mosi


mbl.is Stærsti bókastuldur Íslandssögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gúrkufrétt?

Einkennilegt er að flugstjórinn hafi séð ástæðu að millilenda af ekki meira tilefni. Mikill kostnaður fylgir auk óþæginda vegna tafa fyrir rúmlega 180 farþega. Áreitni af hálfu farþega hefði mögulega verið unnt að afstýra, t.d. að flytja viðkomandi eitthvað til í flugvélinni. Ljóst er að ef hættuástand væri um borð þá ber að millilenda en hvar eru mörkin?

Mosi 

 

 


mbl.is Flugvél lent vegna káfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldskrá fyrir björgunarþjónustu

Af hverju í ósköpum hefur ekki verið sett upp gjaldskrá fyrir björgunarþjónustu?

Meðan ekki kostar þá krónu sem vaða út í vitlaust veður með konur og börn og það alla leið upp á Langjökull sýna ótrúlegt kæruleysi. Og hlusta ekkieinu sinni á aðvaranir um válegt veður. Er fólk ekki með öllum mjalla?

Hvað kostar öll þess þjónusta björgunarsveitanna? Mosa þætti mjög eðlilegt að björgunarsveitir geri grein fyrir því hvað svona leit og björgun kostar hverju sinni.

Björgunarsveitir hafa því miður ekki góðan fjárhagsgrundvöll ef undan er skilin flugeldasala. Því miður eru þessir flugeldar bæði mjög varhugaverðir sökum slysa, eldhættu og eins þeim fylgir gríðarleg mengun sem þarf að taka á. Verulegur hluti af flugeldum er innflutt frá Kína þar sem framleiðslan fer tæplega eftir neinum alþjóðlegum stöðlum um öryggi. Lélegar merkingar eru um innihald og spurning er um skaðleg efni t.d. þungamálma sem ekki eru æskilegir í umhverfi okkar. Fyrir þessi áramót voru flutt inn um 1300 tonn af flugeldum. Það eru rúmlega 4 kg á hvert mannsbarn í landinu! Um 17 og hálft kíló á vísitölufjölskylduna! Er þetta ekki að fara fram úr öllu hófi?

Ef björgunarsveitir settu upp gjaldskrá eins og allir þeir aðilar sem veita einhverja þjónustu þá mættu t.d. tryggingafélögin koma að þessum málum. Fólk kaupir sér tryggingu ef e-ð ber út af og ekki er fyrirséð rétt eins og fólk kaupir þjónustu tryggingafélaga vegna hús sín, bíla og annað, jafnvel slysa- og líftryggingar. 

Spurning hvernig sveitarfélögin gætu einnig komið að þessum málum enda skiptir málið þau verulegu enda eru björgunarsveitir starfandi í flestum sveitarfélögum og hafa mikið hlutverk. Þá verður ríkið að styrkja umtalsvert fjárhagslegan grundvöll björgunarsveitanna þannig að þær þurfi ekki að vera háðar umdeildum tekjustofnum á borð við flugeldasölu eins og verið hefur. Sala flugelda ætti að vera miklu strangari jafnvel rétt eins og um venjuleg skotvopn sé að ræða. Sem stendur hvaða fáráðlingur keypt sér flugelda jafnvel brennuvargar. 

Meðan bjögunarsveitir landsins hafa ekki sett upp gjaldskrá af neinu tagi heldur kæruleysið áfram. Við sitjum uppi með allt of mikla mengun, slysa- og eldhættu meðan ekki er neitt aðhafst í þessum málum. Við megum heldur ekki gleyma því að slys um áramótauka mjög mikið álag á heilbrigðiskerfið og það út af fyrir sig ætti að vera næg ástæða að betur væri hugað að þessum málum.

Með ósk um gleðilegt nýtt og farsælt ár.

Mosi 

 


mbl.is Jeppaferðalangar komnir til byggða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 243049

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband