Raunverulegar ástæður bankahrunsins

Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu um aðdraganda falls íslensku bankanna, sem birtist á vef Seðlabankans í dag. Yfirlýsingin er á 11 síðum en athygli vekur að hvorki er minnst á megin ástæðurnar sem ollu bankahruninu en Ragnar Önundarson hefur bent á:

1. Stjórnendur Glitnir, Kaupþings og Landsbanka gerðu engan greinarmun á fjárfestingarbönkum annars vegar og viðskiptabönkum hinsvegar. Á þessu er regin munur. Fjárfestingabankar áhættusamar fjárfestingar en viðskiptabankar taka lágmarksáhættu þar sem krafist er fyllstu trygginga fyrir lánum.

2. Stýrivextir Seðlabanka ollu því að á Íslandi varð til umhverfi þar sem erlent fé sótti til vegna hávaxta. Svonefnd „jöklabréf“ urðu vinsæll fjárfestingarkostur. Ice-safe reikningarnir verða til og verða vinsælir vegna loforða um háa vexti sem engin innistæða var fyrir.

Stjórnendur Glitnir, Kaupþings og Landsbanka reka bankana þannig að minnir á seglskútu sem siglt er þannig undan vindi að mest áhersla er að ná sem mestum hraða á kostnað öryggis. Og þegar skútan steytir á smáskeri sem auðveldlega hefði verið unnt aðsigla fram hjá, þá strandar skútan með tilheyrandi áföllum.

Sem leikmanni finnst mér bankastjóri Seðlabankans ekki útskýra nógu vel raunverulegar ástæður bankahrunsins. Hann víkur að efasemdum að bankarnir hefðu vaxið of hratt en svo virðist sem einhverjar ráðstafanir hafi ekki verið gerðar af neinu tagi. Við höfum horft upp á fálmkenndar tilraunir Davíðs Oddssonar að þvo hendur sínar. Hvað seðlabankastjórarnir vissu og hvers vegna þeir gerðu ekkert til , er kannski næg ástæða til að bankastjórarnir verði að víkja.

Höfum við e-ð að gera með bankastjóra sem sitja aðgerðalausir meðan skipið sekkur?

Mosi


mbl.is Mikil andstaða við innlánasöfnun bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Það sem ég vil segja er þetta: Ingimundur (og ég er síður en svo að verja hann eða aðra bankastjórnendur Seðlabanka) bendir á í bréfi sínu að bankarnir hafi vaxið hratt m.a. vegna auðveldu aðgengi að ódýru fjármagni. Ef að fjármagn er ódýrt er það vegna þess að það hefur á sér lága vexti. Jöklabréfin eru allt annar hlutur og bera í sjálfu sér ekki háa vexti en þar veðjuðu menn á gengishagnað. Það er alveg rétt að skilja hefði þurft á milli fjárfestingastarfsemi og viðskiptaútlánastarfsemi og bentu margir á það en ekki er heimild í lögum til að þvinga slíkt fram eins og Ingimundur bendir réttilega á. Háir stýrivextir Seðlabanka Íslands höfðu svo lítil sem engin áhrif á starfsemi bankanna né annarra fyrirtækja er gátu fjármagnað sig erlendis, á þetta var og margoft bent sem röksemd fyrir stýrivaxtalækkun þar sem hún kom fyrst og fremst við almenning og minni fyrirtæki.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 6.2.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242981

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband