Minnismerki um Icesafe

Sumir landa okkar vilja setja upp minnismerki um allt mögulegt og af ýmsu tilefni. Þannig eru styttur mest af einhverjum köllum út um alla Reykjavíkurborg og hefur margt skondið fallið til í umræðunum í því sambandi. Þessi styttudýrkun hófst fyrir fyrir rúmri öld þegar sjálfsmynd af Bertel Thorvaldsen var komið fyrir á Austurvelli. Sjálfsagt hefði styttan mátt vera þar áfram en leyfa styttunni af honum Nonna vera einhvers staðar annars staðar. Þegar styttan af Jónasi Hallgrímssyni hafði verið sett upp, hneyksluðust ýmsir á því að Jónas væri ekki sýndur í beinstífum pressuðum buxum! Þvílíkt hneyksli skrifaði einhver.

Á Hveravöllum er minnismerki um Fjalla-Eyvind og Höllu.  Það er mjög táknrænt og sýnir ekki persónur. Grjót og rimlar eru efnið sett saman á mjög myndrænan hátt.

Nú eru afleiðingarnar af þessum Icesafe reikningum bankanna að sliga Íslendinga. Öll umræða samfélagsins snýst orðið að mestu um þessi afglöp. Væri ekki tilvalið að útbúa minnismerki um þessi Ícesafe mistök? Lagt er til að útbúa gínu í íslenska þjóðbúninginn og leggja eins og 50 tonna bjarg ofan á fjallkonuna. Klappa mætti skýrum stöfum orðið ICESAFE á áberandi stað á bjargið. Minnismerki af þessu tagi þyrfti ekki að kosta mikið, aðallega væri flutningur á bjarginu og að koma því fyrir.

Spurning væri að koma þessu minnismerki framan við breska sendiráðið enda færi vel á því. En það myndu ekki margir rekast á það þar.

Þá er Austurvöllur að koma bjarginu framan við dyrnar á Alþingishúsinu? Kannski hentar það ekki því okkur veitir sennilega ekki af Vellinum til að mótmæla ríkisstjórninni næstu vikurnar og jafnvel mánuði því hún vill ekki ljá máls á að neinn beri ábyrgð á vitfirringunni og ekki verði kosið í vor.

Því mætti þess vegna koma þessu minnismerki fyrir framan gamla tukthúsið, sjálft Stjórnarráðið milli styttanna af Hannesi Hafstein og Kristjáni níunda (sem sumir útlendingar undrast mjög, er þetta ekki bréfberi? spyrja sumir). Færi vel á því að ráðherrar þyrftu að taka á sig smákrók þá þeir ættu leið í Stjórnarráðshúsið.

Þessari hugmynd er komið á framfæri hér með.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband