Á að afnema siðareglur í fasteignasölu?

Á fréttaveitunni visir.is er nýjasta fréttin núna rétt áðan: Fasteignasalar losaðir undan siðareglum.

Þar er greint frá viðtali við Grétar Jónasson framkvæmdastjóra Félags fasteignasala.Hann segir að í frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi um sölu fasteigna sé gert ráð fyrir að fasteignasalar séu ekki lengur bundnir af því að fylgja siðareglum í störfum sínum.

Hvernig stendur á þessu? Getur verið að ríkisstjórnin sé svo gjörsamlega léttlynd að ekki sé nóg að gert að einkavæða allt sem lífsanda dregur á Íslandi. Hvað verður næst? Verða læknar, lögfræðingar, prestar og aðrar starfsstéttir einnig leystar undan siðareglum?

Það væri ef til vill fremur ástæða að skerpa á siðareglum í þjóðfélaginu og sérstaklega á Alþingi Íslendinga og í Stjórnarráðinu. Oft er þörf en nú er fátt þarfara en að efla góða siði á þeim bæjum.

Sjá nánar: http://www.visir.is/article/20090108/FRETTIR01/856358429

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 242981

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband