Kennitöluflakk

Ein aðferð braskara að halda áfram athöfnum sínum er að breyta um kennitölu þegar þeir skilja allt eftir í skuldum og óreiðu. Með nýrri kennitölu geta þeir byrjað upp á nýtt og eru dæmi um að ýmsir braskarar séu með jafnvel tug kennitalna tengdu glórulausu braski.

Í janúar 2005 bar Jóhanna Sigurðardóttir núverandi forsætisráðherra upp sem óbreyttur þingmaður fyrirspurn á Alþingi um kennitöluflakk í atvinnurekstri. Í svari viðskiptaráðherra sem þá var Valgerður Sverrisdóttir, er margt fróðlegt að lesa í ljósi bankahrunsins. Fyrirspurnina og svar Valgerðar má lesa á slóðinni: http://www.althingi.is/altext/131/s/0766.html

Fyrirspurn Jóhönnu var sett fram í nokkrum liðum. Fyrsta spurning var: Telur ráðherra ástæðu til að grípa til aðgerða eða lagasetningar til að sporna við svokölluðu kennitöluflakki í atvinnurekstri?  Svar Valgerðar er ítarlegt og fremur almenns eðlis en ekki er tekin efnisleg afstaða til spurningar Jóhönnu.

Það er dapurlegt að segja að í ársbyrjun 2005 voru engar hugmyndir þáverandi ríkisstjórnar að koma í veg fyrir þá tegund afbrota sem tengd hefur verið við hvítflybba. Núverandi forysta þingflokka Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hagar sér eins og þeir vilji koma fyrir hverjum þröskuldinum á fætur öðrum til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin geti komið mikilvægustu þingmálum gegnum þingið. Ljóst er að Icesafe málið er mesta vandræðamálið sem upp hefur komið á liðnum árum. Það er ekki unnt að komast hjá öðru en að gangast undir þetta samkomulag við Breta og Niðurlendinga en með þeim sanngjörnu skilyrðum sem hafa verið sett. Fyrr náum við ekki að byggja upp að endurreisa bankakerfið, efnahagslífið og ekki síst atvinnulífið sem verður að vera forgangsmál.

Mættu þeir þingmenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins líta betur í eigin barm: kæruleysi þeirra við einkavinavæðingu bankanna kom okkur í þá gryfju sem við Íslendingar erum þegar fastir í.

Mosi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband