Lærum af Svissurum

Um helgina var eg í Skorradal. Gekk um fjöruna alllanga leið í allsterkum landsynningi. Eljaveður gekk öðru hvoru yfir og skyggni var fremur slæmt allan daginn. Um kvöldið lygndi en áfram gekk á með eljum.

Núverandi fjárhagsgrundvöllur björgunarsveita er skandall. Að halda uppi þessu mikilvæga starfi á tómum sníkjum auk þess að selja stórvarhugaverða vöru sem er mjög mikill mengunarvaldur að auki, flugelda, þekkist varla hjá venjulegu fólki. Kannski við Íslendingar séum óvenjulegt fólk sem á fátt sér líka.

Að ætlast til að fá tugi ef ekki hundruð sjálfboðaliða til hjálpar án þess að borga einustu krónu fyrir, er því algjör skandall! Sjálfboðaliðar leggja sig í töluverða hættu og eru fjarri heimili og ástvinum sínum.

Núverandi ástand ýtir undir kæruleysi sem getur orðið samfélaginu og einstaklingum mjög dýrt. Fyrir um 12-15 árum fór hópur erlendra ferðamanna þvert yfir Vatnajökul um hásumar. Hópurinn lenti í mjög slæmu veðri og mátti bæði heyra og sjá viðvaranir frá Veðurstofu. En samt var anað af stað. Ekki leið á löngu að ferðaskrifstofan sem í hlut átti varð gjaldþrota. Traust erlendu ferðamannanna var brostið og ferðaskrifstofan lenti í mjög slæmum og erfiðum málaferlum.

Í Sviss og mörgum öðrum löndum kostar töluvert að fá aðstoð. Þá þarf fólk eðlilega að kaupatryggingu áður en því er hleypt út í einverja óvissuferð. Mætti margt af Svissurum læra í þessum efnum.

Mosi


mbl.is Konan komin á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband