Öll spilin á borðið!

Eru útrásarvíkingarnir „persona non grata“?

Athygli vekur hve útstreymi fjár úr bönkunum til fárra aðila var gríðarlegt síðustu vikurnar fyrir hrun bankakerfisins. Ljóst er að útrásarvíkingarnir voru gjörsamlega siðferðislega séð á mjög hæpnum viðskiptaforsendum að hafa á brott í skattaskjól hundruð ef ekki þúsundir milljarða króna. Þessir menn höguðu sér eins og ótíndur ræningjalýður sem höfðu breytt bönkunum í sjálfsafgreiðslu í þágu féflettingar.

Var ekki nafnkunnur breskur athafnamaður og féflettir sem hefur komið þar við sögu og haft gríðarlega fjármuni út úr Kaupþing sem nemur hundruðum milljónum? Þessi sami einstaklingur (RT) er eigandi hótelkeðju og breskrar knæpukeðju, situr í stjórn íslenska tryggingafélagsins Existu sem lagt hefur drög að yfirtaka fyrir smánargreiðslu allt hlutafé þess fyrirtækis með aðstoð nokkurra íslenskra fjárglæframanna.

Þessir herramenn eiga án nokkurs hiks að hafa stöðu „persona non grata“ meðan þeir hafa ekki skilað til baka því gríðarlega fé sem þeir hafa haft af þjóðinni. Þetta gamla latneska orðasamband er lögfræðilegt og er notað um þá einstaklinga sem ekki njóta venjulegra borgaralegra réttinda. Þeir eru undir rannsókn og strangri umsjón að þeir geti ekki komist undan né haft möguleika á að spilla sönnunargögnum og hafa áhrif á mikilvæg vitni.

Sjálfsagt er að kyrrsetja eignir þessara manna hvar sem til þeirra næst og leggja farbann á þá alla meðan þeir eru grunaðir um græsku.

Scotland Yard

Það verður að koma  lögum yfir þessa herramenn og við eigum án nokkurs hiks að fá bresk lögregluyfirvöld í lið með okkur. Scotland Yard hefur ábyggilega betri tök á þessum málum en einn íslenskur saksóknari með takmarkaðar fjárveitingar sem er auk þess skipaður af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Breskir sérfræðingar á sviði hvítflibbaglæpa hjá Scotland Yard hafa ábyggilega umfangsmikla reynslu á þessu sviði með mun virkari möguleikum að afla þeirra upplýsinga sem nauðsynlegar eru til að upplýsa þessa fjárglæfra. Þar má ekki undanskilja nein pólitísk tengsl enda geta vitundarmenn og jafnvel hlutdeildarmenn leynst jafnvel í þingliði stjórnmálaflokkanna sem nú eiga sæti á Alþingi.

Mosi

 


mbl.is Útrásarvíkingana á válista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Nei getur verið að þetta sé svona, ég sem hélt að Davíð Oddsson bæri ábyrgð á öllu sem miður hefur farið í þjóðfélaginu síðustu árin, þarmeð talið útstreymi fjár úr bönkunum og yfirskuldsetning Baugs.   hehe

Ingólfur Þór Guðmundsson, 22.2.2009 kl. 16:40

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Kannski að hlutur Davíð þyki lítilfjörlegur miðað við alla þessa fjármagnsflutninga.

Hins vegar er hlutur hans fyrst og fremst bundinn við þær mörgu umdeildu ákvarðanir að gera jarðveginn fyrir braskara sérstaklega ábátasaman: einkavæða bankana, afnám bindisskyldu og sáralítið aðhald með vexti bankanna. Þá hefur bygging Kárahnjúkavirkjunar gegnt lykilhlutverki að koma á gervigóðæri með skelfilegri lántökum en þekkst hefur í sögu Íslendinga. Það sem nú fyllir mælinn er ákvörðun Davíðs um óhóflega háa stýrivexti sem hafa valdið gríðarlegum erfiðleikum bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Háir vextir örvuðu Icesafe reikninga og Jöklabréfin. Þá hefur gengið mjög ört á eigið fé fyrirtækjanna vegna hávaxtastefnunnar og þau eru nánast öll hver háð lánum sem eru á allt of háum vöxtum sem enginn heiðarlegur atvinnuvegur getur staðist nema mjög stuttan tíma. 

Það sem unnt er að gera nú með því að koma Davíð úr bankanum er því auðvitað að færa vexti í raunhæft og eðlilegt ástand aftur. Háir vextir ofan á vísitöluna nær ekki nokkurri átt og enginn getur staðið undir því oki. Davíð verður því að fara. Hann hefur ekki reynst þjóðinni vel. Ákvarðanir hans hafa reynst dýrar, meira að segja rándýrar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.2.2009 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242918

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband