Loftleiðir: skrautleg saga að baki

Já þetta var merkilegur tími í samgöngu- og atvinnusögu Íslendinga.

Nauðsynlegt er í rekstri fyrirtækja að beina fjárfestingum í sem hagkvæmastu átt. Douglas Dakota flugvélarnar voru lengi vel nátengdar sögu félagsins, fyrst DC3 „Þristarnir“, þá komu Skymaster DC4 og síðar Cloudmaster DC6 sem voru í flugflota félagsins á árunum kringum 1960. Þá kom millikafli þegar keyptar voru 1964 flutningavélar frá Kanada, CL-44 „Monsarnir“. Þeim var breytt til farþegaflugs og þar sem þær voru knúðar hreyflum frá Rolls Royce þá fengu þessar flugvélar þetta heiti. Tómar vógu þær jafnmikið og DC6 fullfermdar og þurftu því lengri flugbrautir. Nokkrir erfiðleikar voru samfara að fljúga þeim og þurfti t.d. að koma fyrir sérstakri ballest, einu tonni að þyngd, framarlega í flugvélunum. Alls voru framleiddar einungis 39 flugvélar af þessari gerð og voru þær einkum notaðar í þágu kanadíska hersins. Loftleiðir keyptu alls 5 flugvélar af þessari gerð.

Monsarnir áttu sinn þátt í að gera Loftleiði að því stórveldi sem það var uns Loftleiðir voru sameinaðir Flugfélagi Íslands 1973 sem Flugleiðir.

Árin 1967 og 68 var umtalsvert tap á rekstri Loftleiða og 1. maí 1968 er rekstri gömlu DC6 flugvélunum hætt. Þær voru lítt seljanlegar en oft verður dauði annars brauð og kemur nú að kostulegum kafla í sögu Loftleiða:

Um mitt sumar 1968 leituðu hjálparstofnanir kirkjunnar á Norðurlöndum eftir flugvélum til að flytja nauðþurftir til sveltandi íbúa í Biafra í austur Nígeríu. Var stofnað sérstakt fyrirtæki, Flughjálp sem var í eigu kirkjunnar. Var byskup Íslands, herra Sigurbjörn Einarsson formaður fyrirtækisins. Nú var ekki unnt að veita þessu fyrirtæki óskert flugrekstrarleyfi þar eð ekki var næg reynsla á rekstri flugvéla hjá kirkjunni. Þessum vandræðum var bjargað snarlega með því að Loftleiðir sá að öllu leyti um flugreksturinn en herra Sigurbjörn gerður að deildarstjóra í Loftleiðum! Mun það vera einsdæmi að klerkur hvað þá byskup hafi verið dreginn inn í rekstur fyrirtækis um tíma!

Biafra flugið var sérkennilegt hliðarspor. Einn af reyndustu flugmönnum Íslendinga, Þorsteinn Jónsson sem lærði að stýra orustuflugvélum í breska flughernum á stríðsárunum, hafði veg og vanda af þessu hjálparstarfi. Alls voru flognar um 400 ferðir og flaug Þorsteinn sjálfur 6 nætur af 7. Síðasta ferðin var mjög söguleg en þá lenti Þorsteinn í kúlnahríð frá stjórnarhefnum í Nígeríu.

Haustið 1969 var fyrsta Monsanum breytt aftur til vöruflutninga. Nú kom til sögunnar Cargolux, dótturfyrirtæki Loftleiða sem talið er hafa tekið til starfa 1970. Varð brátt mjög blómleg starfsemi kringum það fyrirtæki og til varð íslendinganýlenda í Lúxembourgh. Um þetta leyti var fyrsta þotan af gerðinni DC8 útveguð til rekstursins. Þotuöldin hófst nokkrum árum á eftir Flugfélagi Íslands sem hafði keypt Boeing þotu 1967. Air Bahama hóf flug milli Nassau og Lúxembourghar 1968. Það flugfélag stóð með Loftleiðum utan IATA sem var lykilatriðið að samstarf þessara flugfélaga varð til að stórlækka fargjöld milli Ameríku og Evrópu. „Hippaflugfélagið“ var komið til sögunnar! 

Þessi stutti útdráttur er byggður m.a. á „Alfreðs sögu og Loftleiða“ eftir Jakob. F. Ásgeirsson, Reykjavík 1984.

Mosi

 

 


mbl.is Sigurður ruddi lággjaldaflugfélögum braut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband