Á skammsýni að stjórna för?

Fyrst hvalveiðimenn telja að nóg sé af hrefnu í sjónum af hverju í ósköpum skjóta þeir dýrin sem næst landi? Er það til að storka ferðaþjónustunni? Eða er þetta af hagkvæmnisástæðum að fara sem styst eftir hvölunum?

Þessi veiðileyfi eru stjórnvöldum til háborinnar skammar. Erlendir ferðamenn eru tilbúnir að greiða háar fjárhæðir til að sjá þessi sjávarspendýr. Þeir vilja sjá dýrin lifandi en kæra sig ekkert um þau þegar þau hafa verið deydd, helst að þeir fordæmi svona athæfi.

Eins er með lundaveiðar: þær eru einnig til skammar og ætti varla að vera svo illt í búi hjá mönnum að þeir þurfi að leggja fyrir sig veiðar á þessum fuglum sem er alltaf mikil eftirvænting og ein særsta stund þeirra ferðamanna sem koma hingað þegar þeir fá að sjá þessi dýr.

Það er af sömu skammsýni sem hvítabjörninn var felldur núna um mánaðarmótin. Að öllum líkindum hefði hann getað átt náðuga daga nálægt selalátrum, t.d. við Hvítserk við vestanverðan Húnaflóa. Það hefði verið stórkostleg viðbót að bæta við möguleika til hvítabjarnarskoðnar í Húnavatnssýslum.

Mosi 


mbl.is ,,Þær eru þar sem maturinn er”
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það hefði verið við hæfi að leyfa birninum að svamla um í sjónum við Hvítserk.

Enda er Ísbjörn í merki Húnavatnssýslanna beggja og einni í merki Húnaþings vestra.

En honum var nær að fara yfir sýslumörkin. Skagfirðingar ríða hrossum og skjóta önnur kvikyndi.

Jón Halldór Guðmundsson, 12.6.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242923

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband