Umhverfisskattar gætu komið að gagni

Með umhverfissköttum er átt við að sem flest mengandi starfsemi sé skattlögð. Þannig verði skaðlegur útblástur frá verksmiðjum skattlagður. Ljóst er að það kostar umtalsvert fé að kosta til gagnaðgerðir, þ.e. að eyða menguninni með því að koltvíringsbinda þessar útblásturslofttegundir. Vegna flutninga væri auðveldlega unnt að taka umhverfisskatt gegnum sölu eldsneytis. Með hverjum lítra eldsneytis eru allháir skattar, t.d. bensíngjald sem greiðist í ríkissjóð en er ætlað til að fjármagna vegagerð. Ríkissjóður tekur umtalsverðan hlut af þessum skatti og þess vegna mætti sá hluti hans vera tengdur umhverfisaðgerðum, t.d. auknum fjárveitingum til skógræktar á Íslandi.

Þá væri mjög eðlilegt að taka upp umhverfisskatt á naglana sem margir eigendur ökutækja vilja gjarnan láta festa í dekkin. Þeir sem aka á þessum nöglum valda óneitanlega mikilli rykmengun auk þess sem þeir slíta götunum langtum meira en hinir sem ekki á nöglum aka. 

Íslendingar eiga að sýna framsýni og vera á undan öðrum þjóðum í sem flestu. Því miður erum við því miður oft á tíðum eftirbátar annarra og er það miður.

Fyrir meira en 900 árum voru kirkjuskattar innleidir á Íslandi. Kirkjuskattar kostuðu stríðsátök víða en hér á landi átti tíundin þátt í að styrkja samfélagið innra.  Skatturinn nýttist ekki aðeins kirkjunni heldur einnig þeim sem minna máttu sín, þreyttir og þurfandi sem var tryggð lágmarkslífsafkoma.

Umhverfisskattar víkja að samvisku okkar. Þeir eiga að hvetja til að draga sem mest úr mengun enda dregur jafnframt úr þörfinni fyrir gagnaðgerðum ef unnt er að draga úr mengun.

Mosi 

 


mbl.is Norðurlöndin þurfa að vera í fararbroddi í loftslagsmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður er að vissu leiti sammála þessu að marki ,en við erum að borga þessa skatta með bensíninu og olíunni,en þetta með naggana er athugandi og auðvitað eiga Alverin að borga þessa skatta og þeir sem menga mest/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 30.10.2007 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242923

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband