Loksins loksins...

Loksins loksins gerir Bush forseti Bandaríkja Norður Ameríku eitthvað af viti!

Nú var kominn tími til að veita þessum langþjáða trúarleiðtoga viðurkenningu og það bandarískri bviðurkenningu. Þó svo að Kínverjar taki þessu illa þá er það vonandi aðeins í orði en ekki á borði. Hvað geta Kínverjar gert til að sporna gegn því hverja þjóðir heims vilja hafa að vinum og vera velkomnir til þeirra?

Kínverjar hafa því miður ekki góðan málstað að verja þar sem Dalai Lama á í hlut. Þessi heimsþekkti trúarleiðtogi hefur með hæversku sinni verið alla sína tíð sannfæringu sinni trúr. Hann hefur þurft að sætta sig við að vera landflótta eftir að Kínverjar lögðu Tíbet undir sig með hervaldi fyrir nær hálfri öld. Það var ójafn leikur gagnvart fámennri og fátækri þjóð sem varð að lúta afarkostum.

Auðvitað eiga Kínverjar sem allar þjóðir gott eitt skilið, - það sem vel er gert - gott að merkja. Þeir hafa verið valdir af gjörvallri heimsbyggðinni að halda næstu olympíuleika að ári og óskandi að það gangi allt eftir að undirbúningur sé vandaður og allt fari vel. En Kínverjar verða smám saman að átta sig á að þeir eru ekki í hlutverki Palla sem taldi sig vera einan í heiminum í barnasögunni. Þeir verða að sætta sig við að mest er undir friðsamri sambúð komið að vel takist að hafa góð og traust samskipti við granna sína, eyjaskeggja á Formósu ekki undanskilið sem og annarra.

Mosi 

 

 


mbl.is Bush fundaði með Dalai Lama þrátt fyrir hörð mótmæli kínverskra yfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já loksins/en eg held að þetta hljóti að vera óvart,eða myst það litla sem hann hafði af viti/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 17.10.2007 kl. 23:26

2 identicon

Sæll vertu.   Þakka þér fyrir athugasemdina.

Sólveig Hannedóttir (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 11:53

3 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Það bara svo ótrúlega margt sem Kínverjar eiga eftir að bæta. Þeir beita þegna sína svo mikilli grimmd, sér í lagi konur eins og allir vita. Vinnuverksmiðjur þeirra eru algerar þrælabúðir. Konur í ýmsum störfum, til dæmis við sauma á skóm, nærfötum, og annari nytjavöru,geta rétt blundað fram á saumavélina ´sína smástund, það er þeirra breik. Persónulega er ég afar ósátt við að þer skuli hafi orðið fyrir vali til að halda Ólimpyuleikana.   Ég er viss um að stórfenglegri opnun verður ekki toppuð en þar liggur þeirra list. En bíða hefði mátt með það þar til haftastefnan í barneignum hefði verið afnumin eins og hún er, verið breytt. Þar er alger grimmdarfasistastefna. Vitað er að konur láta eyða fóstri eftir sónar ef um stúlku er að ræða.

í

Sólveig Hannesdóttir, 19.10.2007 kl. 00:47

4 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Því miður held ég að Kínverjar verði lengi Pallar einir í heiminum, í krafti stærðar sinnar og auðs. Sjáðu bara hvernig þeir láta ef einhvers staðar er tekið á móti tignum gestum frá Taiwan -- þá liggur við að Kínverjar hóti stjórnarslitum! Þeir telja íbúa á Taiwan (Formósu) ekki granna sína heldur þykjast eiga þá og allt þeirra hyski og ef einhver vill fá þá í heimsókn til skrafs og skilnings ætla Kínverjar vitlausir að verða!

Sigurður Hreiðar, 19.10.2007 kl. 11:06

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Er okkur svo flökurt að hafa viðskifti við Kínverja/eg sé það ekki/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 19.10.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 242925

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband