Grafalvarlegt mál

Einkennilegt er ef Tyrkir verði ekki stoppaðir að ráðast á Kúrda sem búa í landamærahéröðum Tyrklands, Íraks og Íran. Þjóðarbrot eru auk þess í  austanverðu Sýrlandi og Armeníu. Þessi menningarþjóð er fyrir margra hluta sakir hin merkasta, hluti hennar meira að segja kristin.

Kúrdar voru lagðir af stað í herferð undir lok fyrra Flóastríðs og hugðust taka Saddam Hussein höndum. Fyrir allra ólukku greip George Bush hinn eldri til þess ráðs að stoppa þá með loftárásum rétt eins og Tyrkir nú. Að öllum líkindum hefði heimurinn verið laus við þennan voðalega Saddam og nú væri kúrdískt ríki í Írak en spurning hvernig það hefði gengið upp. Kannski ekki síður en aðstæður eru í dag þar sem tortryggni gagnvart vestrænum þjóðum er mjög mikil.

Óskandi er að viti verði komið fyrir Tyrki áður en stórátök hljótast af sem auðveldlega gætu haft skelfilegar afleiðingar í för með sér í þessum heimshluta. Nóg er komið af því góða!

Mosi 


mbl.is Tyrkir ráðast á meintar bækistöðvar kúrdískra uppreisnarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sema Erla Serdar

Kúrdar hafa staðið fyrir blóðugum hryðjuverkum og árásum í Tyrklandi allt frá árinu 1925, rétt eftir að tyrkneska lýðveldið var stofnað, og hafa myrt þúsundir óbreyttra borgara, þar á meðal konur og börn.

Svo þetta snýst um meira en að koma viti fyrir Tyrki. 

Sema Erla Serdar, 10.10.2007 kl. 21:44

2 identicon

WWWWawwww wawww Sema , sema sema , ertu svona rugluð ..hvar fekkstu svona vitlausan upplysing , hvar lastu ! eða bara ,þú vilt meina að ríkisstjórn í tyrklandi eru bara allatf svona vondir karlar  , biddu aðeins , ég segi ekki tyrkir , eins og sema segir Kurdar , ég segi ríkisstjórn í tyrklandi , ..ja ja  þessi vondir karlar eru alltaf að drepa og eyðileggja Kurdistan  , sama og gerðu við Armanar...

Vinsamlegast farðu aftur að lesa um morð á Kurdum í Kurdistan og Armönum , og svo koma og biða velvirðingar að þessum hræðilegum vítleysa ...

Salah Karim (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 22:24

3 identicon

Málið snýst ekki um að ráðast á "Kúrda sem búa í landamærahéröðum Tyrklands, Íraks og Íran" eins og þú fullyrðir heldur á skæruliða hryðjuverkasamtakanna PKK sem eru staðsettir á fjöllum hvarvetna í Írak við landamæri Tyrklands. Sérstaklega eftir 1982 þegar þessi samtök tóku til starfa dóu að minnsta kosti 40.000 manns þar sem 25.000 eru óbreyttir borgarar (1 af þeim vinur minn eftir áras í verslanamiðstöð í Istanbúl). Má ekki gleyma heldur að þegar Saddam Husein gerði áras á "Kúrda", flúðu allt að 500.000 manns til Tyrklands og flestir sóttu um hæli.

Fyrir nokkrum dögum hrikaleg árás PKK setti hápunktinn á hryðjuverkum sem PKK framkvæmdu sífellt síðan byrjun 2007. Hún leiddi til þess að 15 hermenn (sá elsti 22 ára) sem voru að afplána herskyldu sína létust

Samt sem áður sem hálfur Tyrki og hálfur Kúrdi held ég að þetta sé engin lausn að her Tyrklands geri árás á PKK í Norður-Írak. Tyrkir gripu til þessa aðgerða margt oft í 10. áratugi en þetta hjálpaði ekki nema bráðabirgðalausn að stoppa naumþéttastríðið í svæðinu aðeins í marga mánuði. Í staðinn þess þarf að bæta við aðstæður, ekki bara Kúrda en alla í Tyrklandi, (það eru 32 mismunandi þjóðir sem búa þar) varðandi mannréttindi, menntun í móðurtungumáli, bægja frá aðskilnaðarstefnunni o.sv.fr. En það er alveg augljóst að þetta sé ekki í nánd þegar hryðjuverkin halda áfram, þegar þjóðernishyggja í Tyrklandi fer vaxandi (að hluta til vegna hryðjuverkaárása) og það er stjórn sem er alls ekki djörf að taka róttækar ákvarðanir.

Mér finnst samt að þetta sé gott ráð að fræðast um hluti frá fjarlægum löndum áður en að gera athugasemdir.

Hakan (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 23:17

4 Smámynd: Sema Erla Serdar

vááá... alveg rólegur Salah Karim, óþarfi að vera með svívvirðingar ég var bara að benda á verknað Kúrda, eins og þú bendir á verknað Tyrkja.

Þetta er hið versta mál, og ég vona innilega að Tyrkir gangi ekki lengra með þetta, það er ekki rökrétt ástæða fyrir þá að gera þetta og gerir ekki neitt betra fyrir neinn.

Ég var ekki að tala um Tyrki eða ríkisstjórn Tyrkja svo ég veit ekki alveg hvað þú ert að fara með þetta Salah Karim.

Tyrkir eða tyrkneska ríkisstjórnin er alltaf að tala um að landinu fari fram í mannréttindum og öðru slíku en svona árás gefur okkur aðra hgmynd.

langar nú bara að bæta við að ég var ekki langt frá sprenginu í Tyrklandi sem Kúrdar sögðu sjálfir að þeir hefðu gert. 

Sema Erla Serdar, 11.10.2007 kl. 00:24

5 Smámynd: Sema Erla Serdar

Svo er ekkert vitlaust við það sem ég er að segja, ég er bara að nefna eina hlið. ég er ekki að segja að Tyrkir séu saklausir í þessum málum, enda sagði ég ekki neitt á þá vegu, en það má nú ekki lesa of mikið í það sem ég er að segja. 

Salah, ertu að segja mér að Kúrdar hafi ekki staðið á bakvið nein morð í Tyrklandi? á óbreyttum borgurum? hvað með Abdullah Öcalan, sem af sumum er talin frelsishetja. afhverju var hann handtekinn? hann drap meira að segja Kúrda ef þeir voru taldir hliðhollir Tyrkjum.

Sema Erla Serdar, 11.10.2007 kl. 00:49

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú verðum við að gera greinarmun á venjulegum borgurum og hermdarverkamönnum.

Ekkert réttlætir þjóðarmorð eða tilraun til þess! Og ekki heldur morð né ofbeldi gagnvart einstökum borgurum hvort sem þeir eru óbreyttir eða hærra settir í samfélaginu. Allt ofbeldi í hverri mynd sem það kemur fram er alvarlegur glæpur! Og það skiptir engu máli þó einhver telji sig gera það í nafni trúar sinnar. Það er í raun hræðilegt þegar einhver fremur ofbeldi í nafni trúar sinnar. Í raun og veru er viðkomandi að fremja tvöfaldan glæp: gagnvart viðkomandi einstakling og einnig gagnvart trúnni og samfélaginu. Hvergi er hvatt til ofbeldis í trúarbrögðum heldur er það er því miður túlkunaratriði vissra trúaröfgamanna eins og kunnugt er.

Þó einhverjir sem er ofboðið ofbeldi gagnvart einhverjum og grípi til hermdarverka má ALDREI yfirfæra slíkt yfir á heila þjóð! Það gengur auðvitað ekki. Engum dettur t.d. að allir Bandaríkjamenn hafi viljað innrás í Írak. Og engum dettur í hug lengur að Þjóðverjar hafi átt meginþátt í heimsstyrjöldunum tveim. Það var auðvitað öfgastefnur í pólitíkinni sem áttu meginorsök að svo illa tókst til.

Kúrdar eiga sinn tilverurétt eins og allar aðrar þjóðir. Því miður hafa þeir verið mjög lengi undirokaðir og kúgaðir. Aldrei hefur sjálfstæði þeirra verið viðurkennt og eru þeir þó með öll einkenni að vera sérstök þjóð: menning þeirra, tunga, trúarbrögð og annað sem máli skiptir skilur þá að við frá öðrum þjóðum og gerir þá dálítið sérstaka.

Með allt þetta í huga þarf að líta á þá sem þjóð sem þarf að viðurkenna. Einhvern tíma verða Kúrdar viðurkenndir en það eru Tyrkir fyrst og fremst nú um stundir sem standa einna helst í vegi fyrir því.

Ein ástæðan er að Tyrkir hafa verið með Impregíló sama verktaka og Landsvirkjun við Kárahnjúka á áhrifasvæði Kúrda í suðaustur Tyrklandi. Þar er Imprégíló að vinna undir tyrkneskri hervernd að framkvæmdum!!

Vatn úr fljótunum Evrat og Tígris í Tyrklandi er veitt til vesturs gegnum yfir 20 stíflur. Vatnið á að knýja fjölda túrbína og framleiða þúsundir Megawatta. Síðan nýtist vatnið Tyrkjum fyrir m.a. ferðaþjónustu í suðvestur Tyrklandi. Fram að þessu hafa þessi fljót runnið til suðurs og milli þeirra er land það sem fyrrum var nefnt Mesapótamía.

Ekki eru margir sem vita um þetta sem margt sem er yfirleitt ekki haft aðgengilegt í fréttum á Íslandi. Við erum svo langt fjarri þessum stöðum sem svo einkennilegt sem það kann að hljóma: það voru breskir fornleifafræðingar sem voru einna mest á móti þessum framkvæmdum en í ljós komu mjög fornar mannvistarleifar sem þeir telja vera hluti af svonefndri mesópótamísku fornmenningu.

Það er miður að ekki sé fjallað um þessai mál í fjölmiðlum á Íslandi. Kannski það sé óþægilegt að rifja það upp.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 11.10.2007 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 242899

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband