Nýja nútímalega stjórnarskrá

Á síðasta kjörtímabili fór fram töluverð vinna um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Því miður varð árangur sáralítill enda þó efniviðurinn væri bæði mikill og góður. Því miður endaði þetta mikilvæga starf í pexi vegna ákvæða 26. gr. í  núverandi stjórnarskrá sem ýmsir vilja taka út meðan aðrir vilja halda.

Gallar núverandi stjórnarskrár er grunnurinn sem hún byggir á sem er valdið. Meginhluti stjórnarskrárinnar fjallar um valdið en ekki tekst betur til en að framkvæmdavaldið er mjög sterkt á Íslandi á kostnað löggjafavalds og jafnvel dómstóla. Framkvæmdavaldið skipar dómara en dómsvaldið er því miður ekki sjálfstæðara en það.

Núverandi viðhorf eru mannréttindin en bestu og nútímalegustu stjórnarskrár heims byggja á lýðræðinu og mannréttindunum. Ef Alþingi Íslendinga bæri þá gæfu að fara svipaða leið og stjórnarskrá Suður Afiríku sem kennd er við mannvininn mikla, lögfræðinginn Nelson Mandela væri þessi ágreiningur um 26. gr. núverandi stjórnarskrár að verulegu leyti úr sögunni.

Við þurfum að hugsa sitt hvað upp á nýtt. Stjórnarskrána ekki síst en hún er gamall arfur frá danska einveldinu eins og kunnugt er. Hún væri best varðveitt á Þjóðskjalasafni en á ekki að vera grundvöllurinn sem lög og réttur landsins byggir á.

Kannski við þurfum nýjan þjóðfund eins og 1851 til að setja okkur nýja og nútímalega stjórnarskrá.

Mosi alias


mbl.is Ágreiningur um þjóðareign á náttúruauðlindum verði leiddur til lykta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband