Bandamanna saga væri betri byrjun

Eg hafði lesið flestar stóru og þekktustu Íslendingasögurnar þegar eg las Bandamanna sögu. Hún telst ekki meðal þekktustu sagnanna en er mjög aðgengilega: tiltölulega fáar persónur og markvisst og einfaldur söguþráður. Sagan fjallar um ungan duglegan mann sem kom vel ár sinni fyrir borð með kaupmennsku og viðskiptum sem  í dag væri nefnt kapítalismi. En hann lendir í vandræðum þar sem refshætti, blekkingum og svikum er beitt, rétt eins og gerðist hérna um árið í bankahruninu og aðdraganda þess. 

Eg hefi ætiíð haft ánægju af Bandamanna sögu enda eru fáar Íslendingasögur jafn berorðar um spillinguna og hún.

Sjálfsagt hefur Clinton færst full mikið í fang að lesa Brennu-Njáls sögu. Hún er eitt stærsta samansafn persóna, mig minnir að um 430 persónur séu nefndar til sögunnar. Til samanburðar eru persónur Bandamanna sögu aðeins örfáar, feðgarnir eru auðvitað aðalpersónurnar og allt hitt fólkið aukapersónurnar. En hverjar eru aðalpersónur Brennu-Njáls sögu? Gunnar á Hliðarenda? Hallgerður? Njáll? Bergþóra? Skarphéðinn? Flosi? eða Kári? Kannski í upptalningu þessa vanti Höskuld Hvítanessgoða og Hildigunni. Kannski einnig Mörð Valgarðsson sem er örlagavaldurinn að baki flestum atburðum sögunar.

 


mbl.is Clinton réði ekki við Njálu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband