Af ávöxtunum skulum við þekkja þá: Gefum ráðherrunum frí!

Núverandi ríkisstjórn byggir tilveru sína á því að til sé nóg af auðtrúa og gagnrýnislitlu fólki að það lætur ljúga  að sér nánast endalaust. Engin loforð eru svo hástemmd að ekki megi svíkja þau og það hefur þessi ríkisstjórn gert. Allir ráðherrar sóru þess að þjóðin yrði spurð um áframhaldandiviðræður við Evrópusambandið. Og forsætisráðherra lofaði því líka. Því miður eru ráðherrar þessir fyrir löngu sviptir trausti, þeir eru tortryggðir og eru vísir til að gera allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið.

Blekkingar og svik núverandi ráðamanna má líkja við blekkingar áróðursmeistara nasista fyrrum enda hefur ekkert skynsamlegt verið gert til að bæta hag þjóðarinnar. Þessi ríkisstjórn virðist hafa eitt í huga: að hanga á völdunum eins lengi og þeir telja sér vært í Stjórnarráðinu. Þeir eru í margkonar mótsögn við þjóðina, telja einhvern ómöguleika vera í vegi fyrir að ríkisstjórnin geti uppfyllt væntingar þjóðarinnar. Þeir vilja helst skipta um þjóð en væri ekki auðveldara að skipta um meirihluta á Alþingi og þar með nýyja ríkisstjórn. 

Þess má geta að X-D slagorð Sjálfstæðisflokksins er komið frá íslenskum nasistum sem notuðu það síðast í sveitarstjórnarkosningum 1938 í Reykjavík.


mbl.is Sjöundi útifundurinn á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, sagan endurtekur sig.

Vorið 2009 komust Samfylking og Vinstri grænir til valda.

Annar flokkurinn lofaði einhverju sem var kallað því virðulega nafni "skjaldborg fyrir heimilin", sem aldrei kom en skjaldborg um fjármálafyrirtækin kom.

Hinn flokkurinn sagðist standa fastar á því en löppunum að koma í veg fyrir það að koma í veg fyrir að sótt yrði um aðild að ESB og kvöldið fyrir kosningar sagði formaður þess flokks í beinni útsendingu hjá RÚV, ef ég man þetta rétt (þeir leiðrétta mig sem muna þetta betur) að þeir myndu ekki samþykkja það að sótt yrði um aðild að þessu ríkjasambandi.

Þessir tveir flokkar neituðu þjóðinni að aðkomu ESB-umsóknarinnar.

Þessir tveir flokkar neituðu að skilja rauða spjaldið sem þjóðin gaf þeim eftir Ice-save kosninganar.

Þessir tveir flokkar gáfu tóninn inn í framtíðina.

Ég veit ekki hvaða blekkingar þú, síðuhaldari góður, ert að tala um en ef þær eru einhverjar þá toppa þær ekki svikin sem síðasta ríkisstjórn stóð að :(

Sumarliði (IP-tala skráð) 4.5.2014 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband