RÚV á rangri leið

Í gærkveldi 13.12. mátti sjá eitthvað það dapurlegasta sem RÚV hefur sýnt. Niðurlæging tveggja kvenna í beinni útsendingu í svonefndum Hraðfréttum sem betur væru nefndar fíflafréttir ber niðurskurðaráætlun ráðamanna á RÚV ekki fagurt merki. Þarna var hæðst bæði að þingmönnunum Katrínu Júlíusdóttur og Freyju Haraldsdóttur sem allir vita er mjög fötluð og þarf mikla aðstoð. Að hæðast að fötlun fólks og lítillækka það er mjög furðulegt og sérstaklega ámælisvert. Að telja að þetta sé fyndið held eg að þurfi að vera á ansi lágu menningarstigi.

Þessar fíflafréttir ættu að vera efst á blaði hvað eigi að strika út. Það er dæmigert að allt sem vel hefur verið gert hjá RÚV á að rífa niður en láta það vera sem einhver þröng hagsmunaklíka vill halda að þjóðinni. Þessi klíka vill bola í burt öllum sem ekki dansa eftir þeim nótum sem þeir vilja. Og allt frelsið á að vera stillt af þessum sjónarmiðum.

Hvað verður næst: Verður Kastljósinu og Speglinum fleygt til að koma að meira af fíflalátum í þágu hagsmunaklíku Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins?

Við skulum huga betur að lýðræðinu. Kannski komst það lengst á ríkisstjórnarárum Jóhönnu. 


mbl.is Ætlar að skrúfa fyrir Rás 1 og Rás 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þeir sem sjá um þessa fíflagangsþætti í sjónvarpinu hljóta að vera úr stuttbuxnadeildinni enda eftir útvarpsstjóra að láta allt annað en fagleg sjónarmið ráða hjá stofnuninni.

corvus corax, 14.12.2013 kl. 08:28

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Guðjón, þetta með uppsagnir á RUV er mjög dapurt innlegg í Íslandsöguna, það hlýtur að vera til betri leið til að spara, mér hefur funndist bölvuð skítalikt af öllu innan RUV, sem og öðrum ríkisstofnunum.

Kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 14.12.2013 kl. 09:45

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Ef lýðræði á íslandi stendur og fellur með Rúv, þá er illa fyrir því komið.

En það auðvita skiptir engu hvað ríkistjórnin gerir, þú munt aldrei sjá neitt nema slæmt.

Teitur Haraldsson, 14.12.2013 kl. 11:55

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Satt best að segja veit eg eigi á hvaða leið Páll Magnússon er. Sennilega myndi faðir hans vera gráti næst að horfa upp á svona eins og mátti sjá í hraðfréttum stuttbuxnadeildar Sjálfstæðisflokksins.

Guðjón Sigþór Jensson, 14.12.2013 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband