Hvað er frelsi?

Mjög þröngur skilningur á frelsi virðist vera í svonefndri „frelsisvísitölu“ Fraser-stofnunarinnar. Það ríki sem trónir efst á lista þeirrar stofnunar er Hong-Kong. Spurning er hvort forsvarsmönnum þessarar Fraserstofnunar hafi yfirsést að Bretar stjórna ekki lengur þar heldur Kínverska alþýðulýðveldið. Mannréttindi eru ekki talin vera upp á marga fiska þar eystra þó svo að „frelsi“ í fjármálaumsvifum og þar með braski teljist sjálfsagður hluti í Hong-Kong.

Fátt er meira misnotað en frelsið. Það er meira að segja spyrnt saman við sjálfsögð mannréttindi í BNA að hafa byssu undir höndum og geta „varið sig“ eins og það er orðað. Í landi mesta herveldis heims eru því miður allt of margar skuggahliðar. BNA er t.d. langstærsti aðili hergagnasölu í heiminum og tengist vægast sagt mjög vafasömum aðilum meira og minna. Flóttamannavandi heims er einkum vegna ýmis konar hernaðar, ofríkis og kúgunar. Náttúruhamfarir koma líka við sögu, aðgangur að hráefnum, olíu, vatni og öðrum sjálfsögðum nauðsynjum sem völd og áhrif snúast meira og minna um.

Verðum við ekki að skoða þessi mál betur?


mbl.is Ísland á pari með Sádi-Arabíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á íslandi er öll demt á bak almennings.. almenningur borgar allt... við erum þrælar elítu og stjórnmálamanna(4flokks)

DoctorE (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband