Stóryrði

Þingmaðurinn tekur nokkuð djúpt í árina en hvað er til í þessu?

Þegar settar eru fram fullyrðingar sem þessar þarf hlutaðeigandi að vera tilbúinn að leggja fram gögn og heimildir sem sanna að hann fari með rétt mál.

Viðhorf til Efnahagsbandalagsins hafa allt of oft v erið bundin tilfinningu. Margir telja aðild Íslendinga að Efnahagsbandalagi Evrópu þýði jafnvel endalok íslensks samfélags. Hvað er til í þessu?

Þau ríki sem í dag eru aðildarríki EBE eru enn þjóðir sem hafa sín einkenni, tungumál, sögu og menningararf eftir sem áður.

Fyrir venjulega Íslendinga væri mikill akkur að við verðum aðildarríki EBE. Við myndum fá mjög vandað en kannski nokkuð ítarlegt lagaumhverfi sem tryggir betur borgaraleg réttindi en verið hefur. Við getum t.d. bent á svonefndan „félagsmálapakka“ sem var undanþeginn við aðild að EES. Var það að kröfu atvinnurekenda og útgerðarinnar. Á þeim bæjunum telja ráðmenn venjulega Íslendinga hafa nóg af svo góðu.

Ljóst er, að ef Íslendingar ganga í EBE verður helmingaskiptaregla Framsóknar og Sjálfstæðisflokks um hagsmunagæslu þessara flokka úr sögunni enda slíkt fyrirkomulag sem einkennist af spillingu.

Við eigum ekki að láta hræðsluáróður hafa áhrif. Fleiri rök mæla með inngöngu í EBE en á móti.

Mosi


mbl.is Hótað embættismissi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

á dauða minum átti maður von, en ekki þessari afstöðu þinni Mosi/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 11.11.2010 kl. 22:53

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég vil ganga í Evrópusambandið og skil ekki af hverju fólk er á móti því.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 12.11.2010 kl. 17:08

3 Smámynd: Vendetta

Mosi, EBE, sem var viðskipta- og tollabandalag er ekki lengur til. Ofan á það var smíðað yfirbygging með Maastricht-sáttmálanum sem breytti EBE í ESB, sem hefur tekið sér heimild til afskipta og yfirráða yfir innanríkismálum og sérhagsmunum aðildarríkjannna. Það er þessi yfirbygging, drottnunarréttur ESB sem flestir eru andvígir. Og þau ríki sem einu sinni eru komin í ESB, komast aldrei út úr því aftur.

Það er engin tilviljun, að lýðræðisríkið Sviss vill ekkert með ESB-aðild hafa.

Vendetta, 13.11.2010 kl. 12:57

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Skil vel sjónarmið þeirra sem tjá sig um aðild að EBE.

Athygli mína vekur að langflestir andstæðingar beita fyrir sig tilfinningarökum en ekki neinum efnisrökum. Þannig mætti skoða hvað aðild kosti, hvaða verði hún verður keypt því þetta er ekki ókeypis. Þá mætti skoða hagnaðinn og kostina sem eru mjög margir. Steingrímur J. skoðaði þetta á sínum tíma og tók afstðu sína með hliðsjón af því. Síðan eru liðin allmörg ár og forsendur hafa breyst, okkur í hag enda skilningur vaxandi fyrir vanda og sérstöðu Íslendinga.

Afstaða mín byggist á ísköldu mati: við sem þátttakendur í nútímasamfélagi þurfum að njóta betra samfélags sem byggt er á traustum lagagrunni. Íslenskt lagaumhverfi er mjög gallað og langt á eftir tímanum í mörgum atriðum. Má t.d. benda á niðurstöðu nefndar sem átti að skoða hvort Magma Energy mætti kaupa Orkuveitu Suðurnesja sem margir telja hafi verið þeirrar skoðunar að hafi verið selt fyrir smánarverð.

Þá getum við sem neytendur vænst þess að mun hagkvæmara sé fyrir einstaklinginn að búa í landi innan EBE en utan. Spilling stjórnmálaflokka yrði nánast úr sögunni og allt undir mun sterkara og betra eftirliti en áður var.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.11.2010 kl. 13:20

5 Smámynd: Vendetta

Og hvað með spillinguna í ESB, Mosi, bruðlið þar og skort á lýðræði? ESB ver ekki hag neytenda , það hafa sum aðildarríkin gert fyrir daga ESB. Þvert á móti ber ESB haga alþjóðfyrirtækja fyrir brjósti og allt tal um neytendavernd er innantómt hjal í munni embættismanna í Bruxelles. Ég vil benda á að löggjöf um persónufrelsi sem var til staðar í t.d. Danmörku áður en landið varð aðili að EBE og sú neytendaverndarlöggjöf sem var sett í Danmörku fyrir daga ESB hefur bandalagið kerfisbundið grafið undan. Bann við illri meðferð á dýrum sem evrópskir dýraverndunarsinnar hafa krafizt hefur bæði EBE og ESB barizt gegn með klóm og kjafti.  Þannig hefur bandalagið/sambandið skipað gróðasjónarmiðum æðri sess en velferð manna og dýra.

Vandamál Íslands eru vandamál, sem Íslendingar eiga að leysa utan aðildar að ESB-bákninu. Það þýðir ekkert að hlaupa til Bruxelles eins með öll sín vandamál og gefast upp á sama hátt og franskir stjórnmálamenn lögðust viljugir undir ok nazismans.

Verðtrygging á lánum sem er séríslenzkt fyrirbæri hefði aldrei átt að setja á Íslenzkir alþingismenn fjórflokkanna hafa sýnt að þeir eru gjörsamlega duglausir til að stjórna landinu og hafa alltaf verið. þess vegna þarf að henda þeim út í næstu kosningum, líka VG. Bezta lausnin væri að skipa utanþingsstjórn fullveldissinna með hugsjónir, stjórn með hugrökku fólki án nokkurra tengsla við spilltu flokkana fjóra. Einnig þarf duglega að hreinsa út öllum dómurum landsins og ráða nýja, því að þeir sem sitja nú eru pólítískt ráðnir og hafa sýnt að þeir eru alls ekki hlutlausir.

Ég hef engan skilning fyrir sjónarmiðum ESB-sinna. En ég hef fullan skilning á gremju þeirra í garð íslenzkra stjórnmála- og embættismanna, bæði núverandi og fyrrverandi.

Evrópa: Já.

ESB: Nei!

Vendetta, 13.11.2010 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband