Siðfræði fuglaveiða

Nú er handagangur í öskjunni hjá mörgum veiðimönnum. Sumir kæra sig kollótta um lög og reglur, meira að segja hugur margra er svo mikill að þeir virðast gleyma að fylgjast með veðurhorfum næsta sólarhringinn áður en haldið er til veiða. Að fara utan vega á fjórhjólum til að elta bráðina er ósköp klént. Fyrir utan að allur akstur utan vega er yfirleitt bannaður, þá þykir það vera merki um leti að þurfa að fara til rjúpna á fjórhjóli. Skiljanlegt ef veiðimenn eru að eltast við hreindýr. Þá kann að vera nauðsynlegt að geta haft fjórhjól til að koma bráðinni til byggða og þá farið eftir viðurkenndum slóðum sem landeigendur eru sáttir við.

Rjúpnaveiðar voru fyrst og fremst stundaðar af fátækum bændum sem oft höfðu ekki alltaf efni á að halda almennileg jól með lambakjöti. Þá tíðkaðist að veiða sér til matar en nú eru allar verslanir troðfullar af góðum og oft fremur ódýrum mat. Veiðiskapur er mun dýrari en að fara í verslun og kaupa sér inn í jólamatinn.

Þetta er orðið meira sport en nauðsynlegur þáttur að afla matar í gamla veiðimannasamfélaginu.

Þá mættu rjúpnaveiðimenn undirbúa veiðarnar með því að safna birkifræi og dreifa á veiðislóð. Með því bæta þeir fæðuskilyrði rjúpunnar og kannski nær eitthvað að spíra og verða að tré sem aftur getur sáð sér áfram og orðið rjúpnastofninum að góðu gagni enda fæðuframboðið oft takmarkað.

Mosi


mbl.is Kvartað yfir rjúpnaskyttum á fjórhjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242923

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband