Ábyrgð ráðherra: af hverju má ekki taka afstöðu?

Mosi er á því að rétt sé að Landsdómur verði kallaður saman og fari með þessi mál. Í mínum huga skiptir mestu máli um sekt og sakleysi þeirra einstaklinga sem málið varðar, ekki endilega refsingu. Refsingar hefur yfirleitt ekki komið að neinu eða sáralitlu gagni nema góð samfélagsleg þjónusta fylgi með. Refsingar mætti tengja við missi vissra réttinda og fjársekta.

Skiljanlegt er að Jóhanna forsætisráðherra beri hag Ingibjargar Sólrúnar fyrir brjósti en á það að verða til þess að aðrir sem eru jafnvel sekari sleppi? Betra hefði  verið að Jóhanna hefði ekki látið uppi skoðun sína jafnafdráttarhátt og hún gerði.

Það bendir allt til þess að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eigi sér fáar ef nokkrar málsbætur. Þar var kæruleysið gagnvart bröskurunum haft í hávegum. Var það kannski að þeir höfðu greitt vænar fúlgur í kosningasjóðinn? Sama máli gegnir um ráðherra Framsóknarflokksins. Þeir báru ekki síður ábyrgð á bankahruninu enda var þeim einnig mikið í mun að koma bönkunum  í hendurnar  á óreiðumönnum og bröskurum innan raða Framsóknarflokksins.

Það er hins vegar mjög afleitt að sakir fyrnast svo fljótt eins og lögin um Landsdóm gera ráð fyrir. Einungis 3 ár eru allt af stuttur tíma. Sum afglöp og glæpir fyrnast seint eins og morð og aðrir alvarlegir glæpir. Afglöp á borð við að heilt fjármálakerfi fari til andskotans eins og við Íslendingar upplifðum haustið 2008 án þess að hreyft hafi verið minnsta fingri til að koma í veg fyrir það, jafnast á við alvarlegustu afbrot. Menn geta bakað sér refsiábyrgð t.d. vegna aðgerðaleysis. Gott dæmi um það er að koma manni í hættulegt ástand og kemur honum sem er bersýnilega í lífshættu ekki til aðstoðar. Um þetta tekur 220. gr. almennra hegningarlaga: 

Hver, sem kemur manni í það ástand, að hann er án bjargar, eða yfirgefur mann, sem hann átti að sjá um, í slíku ástandi, skal sæta fangelsi allt að 8 árum.
Hafi móðir yfirgefið barn sitt bjargarvana þegar eftir fæðingu þess, og ætla má, að það sé gert af sams konar ástæðum og í 212. gr. getur, má beita vægari refsingu að tiltölu og jafnvel láta refsingu falla niður, ef barnið hefur ekkert teljanlegt tjón beðið.
Refsingu, sem í 1. mgr. segir, skal sá sæta, sem úthýsir ferðamanni eða segir honum rangt til vegar, enda hefði hann átt að geta séð, að ferðamanninum myndi verða að því háski búinn.
[Fangelsi]1) allt að 4 árum skal sá sæta, sem í ábataskyni, af gáska eða á annan ófyrirleitinn hátt stofnar lífi eða heilsu annarra í augljósan háska.

Þarna er refsiramminn tiltölulega hár eða 8 ár. En er ekki nokkuð svipað sem hér er uppi? Skildu ráðherrar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins ekki þjóðina eftir nánast munaðarlausa með reiði Breta og Hollendiga yfir sér rétt eins og móðir sem yfirgefur nýfætt barn sitt? Skiptir litlu þó Samfylkingin hafi verið kölluð til aðstoðar Sjálfstæðisflokknum í Stjórnarráðinu rúmu ári áður, enda var það ekki ásetningur ráðamanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að upplýsa rétt ástand mála. Þeir vissu eða vita máttu allan tímann að þetta braskævintýri með bankanna var andvana fætt. 

Ef ekki má beita lögunum um Landsdóm væri réttast að afnema þau ef braskaranir ná aftur völdum á Íslandi. Atli hefur mikið til síns máls og ef núverandi þingmenn og auðvitað ráðherrar telja sig ekki geta tekið ákvörðun, væri þá ekki heppilegra að þeir segi af sér fremur en að efna til nýrra kosninga þegar tíminn er ekki sem heppilegastur fyrir þær?

Mosi


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242923

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband