Kæruleysi

Svona eldar kvikna ekki nema af kæruleysi.

Í dag var eg með 18 manna hóp Þjóðverja á Mývatni. Mér fannst alveg furðulegt að í Dimmuborgum nánar tiltekið innst í Hallarflöt eru tvo útigrill að því virðist í reiðuleysi. Hvaða skilaboð eru þetta til útlendinga? Er allt í lagi að grilla í Dimmuborgum þó svo að þetta sé friðað svæði?

Satt best að segja vildi eg ekki hugsa til enda ef eldur kæmi upp í Dimmuborgum. Mjög langt er að ná til vatns til að slökkva elda sem kveiktur er í einhverju kæruleysi, kannski einhver vilji notfæra sér þessi blikkgrill.

Umsjónarmenn Dimmuborga ættu að sjá til þess að láta þessi grill hverfa nú þegar áður en tjón hlýst af. Ekki má undir neinum kringumstæðum að hvetja til kæruleysislegrar umgengni við fagra staði.

Þá mætti Umhverfisstofnun sjá til þess að salerni við Leirhnjúk séu nothæf en þar koma útlendingar að lokuðum kofanum. Er þetta okkur Íslendingum til sóma?

Mosi


mbl.is Skógareldur í Heiðmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband