Exista: gróðrarstía spillingar?

Þegar fréttist, að stjórn Exista hefði aukið hlutafé í fyrirtækinu um hvorki meira né minna en 50 milljarða króna fyrir nokkrum misserum, þá urðu margir forviða að ekki væri meira sagt. Í ljós kom að þessi mikla hlutafjáraukning var fyrst og fremst í blekkingarskyni og að styrkja þá stjórn í sessi sem hafði náð undirtökunum í félaginu. Grunur þeirra sem voru vantrúaðir á raunverulega aukingu hlutafjár í fyrirtækinu reyndist síðar á rökum reistur þegar í ljós kom að ekki ein einasta króna hefði verið greidd til félagsins heldur einhver hlutabréf í einhverju huldufyrirtæki sem enginn kannaðist við. þau voru eðlilega bókfærð sem raunveruleg „eign“ þó verðgildi þeirra væri nánast einskis virði!

Svona uppákoma varð skattyfirvöldum og Fjármáleftirliti tilefni að skoða nánar þetta fyrirtæki. Exista byggir á tveim stoðum: Annarsvegar Samvinnutryggingum sem voru reknar af SÍS veldinu  sem sjálfstætt fyrirtæki og Brunabótafélagi Íslands sem var elsta starfandi fyrirtæki á sviði trygginga á Íslandi. Brunabótafélagið skilaði eigendum sínum, ríkinu og sveitarfélögunum hagnað á hverju einasta ári í rúm 90 ár sem það starfaði auk þess sem brunavarnir voru kostaðar af félaginu. Þetta blómlega fyrirtæki var í einkavæðingarbrjálæði því sem geysaði um aldamótin síðustu, komið í hendurnar á Framsóknarmafíunni sem sameinaði það aftur Samvinnutryggingum og nefndi Vátryggingarfélag og síðar Exista. Þar fór gott fyrirtæki í hundskjaft!

Sú valdaklíka sem ráðið hefur þessu fyrirtæki hefur lítt hugsað um annað en að skara að sinni köku og hafa beitt hverjum þeim ráðum til að koma betur ár sinni fyrir borð á kostnað annarra hluthafa sem og alls hins íslenska samfélags. Sumir í stjórn þessa fyrirtækis hafa gerst umdeildir kaupsýslumenn og hafa beitt mjög óvenjulegum ráðum að koma eignum undan fyrirtækinu sem og Kaupþing banka sem hafði einnig verið spyrtur saman inn í þessa svikamyllu.

Nú er komið að þeim tímapunkti að lögreglurannsókn fer fram undir stjórn sérstaks saksóknara í bankahruninu. Mjög líklegt er að ákært verði í þessu máli enda sök nokkuð augljós um ýms hegningarlagabrot en það sem verið er að gera núna er að yfirvöld eru eðlilega að afla frekari sannanna og treysta betur væntanlega ákæru á hendur þeim sem málið varða.

Bankahrunið á Íslandi er ákaflega ógeðfellt og viðurstyggilegt fyrirbæri í sögu Íslands. Sérstaklega dapurlegt er til þess að hugsa hve þessir samborgarar okkar sem hafa átt þátt í hruninu hafi litið á frelsi sitt til athafna með mikilli léttúð og engri samfélagslegri ábyrgð. Verknaður þeirra er augljóslega bundinn við að auðga eigin hag sem mest og best án nokkurs minnsta tillit til annara hagsmunaaðila í samfélaginu. Kann sá verknaður að vera að einhverju leyti löglegur en gjörsamlega siðlaust.

Mosi


mbl.is Exista rannsakað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband