Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2014

Eru ökumenn blindir?

Einkennilegt má það vera að ökumenn verða ekki varir við að þeir eru á einbreiðri brú. Sjálfsagt er að draga úr hraða og forðast árekstur þar sem þrengsli eru.

Á sínum tíma úrskurðuðu tryggingarfélög oft ökumenn að báðir áttu 75% órétt í hagræðingarskyni! Það þótti mörgum blóðugt en samt tókst ekki að reka tryggingarfélög réttu megin við núllið. Eðlilega þótti einkennilegt að tjón af völdum áreksturs gæti orðið helmingi meira en tjónið sjálft (50%) en tryggingarfélögin komust upp með það enda neytendavernd nánast engin. Nú er vonandi meiri skynsemi í þessum málum en eitt er víst: hverjum og einum ökumanni ber skylda til að forðast tjón og árekstra.


mbl.is Árekstur á einbreiðri brú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mútufé berst víða

Margsinnis hefur komið í ljós hvernig háar fjárhæðir eru notaðar til að liðka fyrir viðskiptum og ákvörðunum stjórnvalda. Mútur hafa alltaf verið til en ætíð spurning hvert þær berast.

Miðað við gríðarlegan áhuga sumra stjórnmálamanna á Íslandi fyrir allskonar stórkarlalegum framkvæmdum eru mútur ekki ósennilegar hér. Hér þráast þessir stjórnmálamenn við að vilja reisa enn fleiri álbræðslur hvað sem tautar og raular þrátt fyrir að slík ákvörðun sé mjög óskynsamleg. Álverð hefur fallið mikið á undanförnum árum einfaldlega vegna aukins framboðs á áli en á stærsta markaði áls, sem sagt BNA er endurvinnsla á áli sívaxandi þáttur í efnahagslífi.

Kárahnjúkavirkjun var boxuð í gegn á sama tíma. Þar kom við sögu viðræður þáverandi forsætisráðherra Íslands og Ítalíu, en eins og kunnugt er heimsótti Davíð Oddsson Silvio Berlusconi haustið 2002. Nokkrum vikum eftir heimkomu Davíðs barst tilboð frá ítalska verktakafyrirtækinu Impregilo í byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Þetta fyrirtæki hefur oft komið við sögu þar sem mútur og ýms undarlegheit eru viðhöfð. Um Berlusconi þarf fátt að ræða, hann var ætíð mjög umdeildur. Um Davíð er það að segja að hann var á þessum tíma næst því að vera nánast einráður með Halldóri Ásgrímssyni formanni Framsóknarflokksins um nánast allar ákvarðanir stærri sem smærri sem teknar voru á Íslandi um áratuga skeið. Og þær voru aldrei bornar undir þjóðina í lýðræðislegum kosningum utan þingkosninga.

Ýmislegt bendir til að mútufé hafi margsinnis borist hingað en auðvitað verður erfitt að sanna það að svo stöddu meðan engar sannanir liggja fyrir um slíkt.

Þess má geta að ekki eru liðin nema um 10 ár frá því íslenskum stjórnmálaflokkum var gert skylt að gera opinbera grein fyrir uppruna og notum þess fjár sem þeir hafa undir höndum. Lengi vel taldi bæði Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn að þessi mál væru í himnalagi enda töldu forvígismenn þessara gömlu stjórnmálaflokka enga spillingu vera hér á landi! 

Sagt er að þeir 30 silfurpeningar sem Rómverjar greiddu Júdasi Ískaríoti sem mútur til að svíkja Krist á sínum tíma hafi stöðugt verið í umferð. Hvort ávöxtur þess fjár hafi borist hingað skal ósagt látið.

Sagan á eftir að leiða sitthvað í ljós. Gerðir og ákvarðanir ráðamanna verða ætíð undir smásjá þjóðfélagsrýna, blaðamanna, fréttaháka sem og annarra. Lögregluyfirvöld fylgjast einnig gjörla með t.d. ef ástæða er til rannsóknar vegna misjafns velfengins fjár sem hingað kann að berast í þeim tilgangi að gera blóðpeninga að venjulegu fé sem ekki er ástæða að tortryggja uppruna til.

 


mbl.is Alcoa greiðir 45 milljarða í sekt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnmál er suðupottur sem sumir brenna sig illa á

Oft hefur verið sagt að heiðarlegt fólk eigi ekkert erindi í pólitík. Þar eru allskonar skilmingar af ýmsu þar sem ekki eru alltaf heiðarlegar. Oft eru menn lostnir í launsátri og komið mjög refslega við fólk. Þar eru oft hagsmunaaðilar og hagsmunagæsluaðilar. Eitt augljósasta dæmið á síðari tímum má þar nefna kvótamálið. Kvótakerfi var innleitt að forgöngu Framsóknarflokksins 1983 til reynslu í eitt ár. Síðan var kvótinn festur í sessi, útgerðarmönnum leyft að veðsetja hann og ráðstafa sem sína eign. Með þessu gátu þeir sem höfðu kvóta gert hann að féþúfu.

Vinstri stjórnin hugðist leggja sérstakt auðlindagjald á kvótann, sem er hugsuað sem n.k. greiðsla fyrir afnot hans, rétt eins og tíðkast á venjulegum leigumarkaði. Þessu var harðlega mótmælt af hagsmunaaðilum og núverandi ríkisstjórn með kvótabraskarana að bakhjarli breytti lögm vinstri ríkisstjórnarinnar og nánast afnam gjaldið. Um 40.000 Íslendingar mótmæltu og hvöttu forseta lýðveldisins, Ólaf Ragnar Grímsson að neita staðfestingu og leggja málið undir þjóðaratkvæði.

Ekki varð forseti við þessari ósk þar sem hann taldi sig vera fremur bundinn velvilja ríkisstjóirnarinnar en þjóðarinnar. Þar brást hann illilega trausti þjóðarinnar.

Stjórnmálin er vettvangur þar sem helst menn sem einskis svífa. Þeir þurfa helst af öllu að vera vel að sér í riti Macchiavellis, Furstanum en það rit er um 500 ára um þessar mundir. Þar eru ráðleggingar hvernig krækja má sér í völd og halda þeim. Sennilega er Davíð Oddsson einn af þekktari núlifandi lærisveinum Macchiavellis og sennilega má bæta Ólafi Ragnari og Sigmundi Davíð við. Þessir þrír menn sem nefndir hafa verið hafa verið einstaklega seigir og ekkert virðist þeim vaxa í augum. 

Þeir Ólafur og Sigmundur tala um samstöðu þjóðarinnar. Hvernig geta þessir menn vogað sér að tala um samstöðu þjóðar sem þeir hafa nýlega klofið? Davíð Oddsson er einangraður og eru völd hans ekki nema svipur frá sjón sem áður var í byrjun aldarinnar. Þá var hann „hæstráðandi til sjós og lands“ og enginn þorði að andmæla honum í Sjálfstæðisflokknum nema örfáir. Þeir sem það þorðu, máttu þola niðurlægingu og vera ýtt út í ystu myrkur rétt eins og Kremlverjar sendu andstæðinga sína í Gulagið.

Stjórnmál hafa nokkrum sinnum heillað hugsunarfólk. Það hefur náð töluverðum áhrifum eins og Birgitta Jónsdóttir sem eg held að sé einn merkasti stjórnmálamaður þjóðarinnar af þeim sem fremur stutt hafa verið á þingi. Stjórnmalin eru afar harður skóli og þar dugar ekki að kveifa sér eins og núverandi forsætisráðherra hefur þó gert nokkrum sinnum. Ef hann þolir ekki boðaföllin og brimið, á hann að finna sér annan starfsvettvang þar sem hann þarf ekki að beita blekkingum.

Góðar stundir. 

 


mbl.is Píratar þoli ekki álagið til lengdar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjörsamlega vanhæf ríkisstjórn

Þessi ríkisstjórn virðist ekkert skilja hvorki í skynsemi og sanngirni. Þeim er ekkert heilagt. Þessi ríkisstjórn er samansafn af vandræðagemlingum sem virðast aðeins kunna að brosa, gefa loðin loforð og svíkja, snúa útúr og gera lítið úr skoðunum annarra. Náttúruvernd virðist vera í augum þessara kalla vernd virkjunarmöguleika gegn náttúru landsins.

Nú ætlar þessi ríkisstjórn að slátra 3 fossum á einu bretti: Kjálkaversfossi, Gljúfurleitarfossi og Dynk sem er einn sérstæðasti foss landsins. Einhver mjög óraunhæf rómantík knýr þessa ríkisstjórn og forseta landsins áfram að hér megi virkja nánast endalaust og útvega allri Evrópu rafmagn. Í raun verður aðeins Færeyingum og í mesta lagi Skotum útvegað nægt rafmagn og þá verður búið að virkja og eyðileggja alla fossa landsins. Ekkert virðist vera heilagst þessu virkjanaliði.

Ríkisstjórnin er með allt meira og minna niður um sig, hefur tekið ákvarðanir sem þjóðinni ber einni að taka. Sennilega hefur engin ríkisstjórn hérlendis hvikað jafn frá lýðræði og þessi. Það er margt sem hefur verið hort í átt til fasisma og einræðis. 


mbl.is Kunna að leita til dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstöðu um hvað?

Ólafur Ragnar kemur alltaf á óvart. Eftir að hafa klofið þjóðina í tvær andstæðar fylkingar vill hann samstöðu! Það er eðlilega spurt um hvað vill Ólafur samstöðu?

Um að gefa útgerðinni kvótanna? Að halda áfram blekkingunni um Icesave einhvers versta áróðursþvættings í sögu Íslands?

Ólafur Ragnar hefur reynst n.k. flækjufótur um skynsamlega pólitíska umræðu. Hann hefur með ákvörðunum sínum gert mörg mál flóknari og erfiðari en skynsamlegt hefði verið.

Við hefðum betur átt að velja Þóru eða Ara sem forseta hérna um árið. 


mbl.is Ólafur hvetur til samstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 242927

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband