Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2013

Sveitasíminn hefði dugað

Í gamla daga var sveitasíminn mikið þarfatól. Allir gátu fylgst með hvað var um að vera aðeins að vera góður hlustandi. Þessi eiginleiki er vart lengur til.

Nú er ljóst að nokkurn tíma tekur lögreglu á Selfossi að aka alla leið upp í Bláskógabyggð oig sérstaklega þegar hált er. Hefði vakthafandi lögreglumaður náð sambandi við bændur í nágrenninu að sinna þessu hefðu þeir ábyggilega brugðist fljótt við og náð að handtaka þrjótana og gera þá skaðlausa uns lögreglan kæmi og handsamaði þá og flytti í tukthúsið. í lögreglulögunum er ákvæði um að lögregla geti kvatt almenna borgara  til löggæslustarfa og þarna hefði það komið sterkelga til greina.

Ljóst er að lögreglan þarf í mörg horn að líta og ekki bætir úr þegar innanríkisráðherra sigar fjölmennri lögreglusveit að handtaka nokkra frioðsama borgara sem eru í mótmælum út af einhverjum vegaspotta sem á að leggja um viðkvæmt hraun til að gera nokkra menn ríkari en þeir eru í dag. 

En nú er sveitasíminn ekki lengur til. Í gamla daga hefði verið brugðist fljótt við og ósóminn stoppaður. 


mbl.is „Blóðslettur um allan bíl“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrærigrauturinn

Ekkert skil eg í þessum Framsóknarflokki að vilja stunda einhverja hrærigrautargerð á Alþingi Íslendinga. Þeim hugnaðist ekki að þjóðin fengi nýja stjórnarskrá, ekki mátti halda áfram viðræðum við Evrópusambandið og nú má ekki styrkja náttúruvernd í landinu af því að Framsóknarflokkurinn er á móti öllum framförum.

Þessi einkennilegi flokkur nær völdum með einskisvirði lýðskrumi, nær gríðarlegum árangir í kosningum en sýnir af sér slíkan heimóttarhátt að enginn skilur eitt né neitt hvert þessi flokksnefna er að draga okkur. Forysta þessa flokks vill draga þjóðina inn í einhvern afdal nátttrölla sem eiga að ráða öllu en þjóðin stendur frammi fyrir sennilega friðsamasta valdaráni sögunnar. Við virðumst ekki búa við lýðræði en sitjum uppi með fulltrúa nátttröllanna.

Mætti biðja guðina að forða oss frá hrærigrautargerð Framsóknarflokksins og innleiða lýðræði aftur í landið. 


mbl.is Langar umræður um brottfall laga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óviðeigandi viðbrögð

Vel gæti eg trúað að sami ökumaður eigi í hlut og eg lenti einu sinni í leiðindapexi við. Eg var að koma frá Korpúlfstöðum þar sem við hjónin höfðum verið að skoða sýningar listamanna. Nokkur rigning var og „slagaði“ framrúðan svo ekki sást vel út. Ók eg því varlega en jafnskjótt og móðan var farin að gefa eftir jók eg hraðann. Aftan við okkur ók bíll með miklum ljósagangi. Þegar kom yfir brúna yfir Úlfarsá í Staðarhverfi ók þessi ökumaður fram úr okkur og snarstansaði rétt framan við okkur. Mátti engu muna að bílarnir rækust á. Snaraðist ökumaðurinn út úr bíl sínum með miklum munnsöfnuði sem ekki er rétt að rifja upp í öðrum sóknum. Eg spurði manninn einfaldlega hvort hann væri með öllum mjalla, svona hagar sér enginn og ekki væri hann að bæta úr að auka hættuna. Hann snaraði sér inn í bílinn, ók eins og Schumacher í burtu og hefur þessi náungi ekki borið fyrir mín augu síðan.

Ekki kæmi mér á óvart að þetta væri sama ökumaðurinn.

Öllum getur orðið á mistök en er rétt að auka vandræðin með ókurteysi. 


mbl.is Reiddist mjög þegar „svínað“ var á hann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rekur Orkuveita Reykjavíkur kjarnorkuver?

Sennilega má telja flestar mælingar sem fróðleiks sem er einskis virði. Mér þótti kyndugar upplýsingarnar á síðasta rafmagnsuppgjöri, dags. 8.11. s.l.:

„Uppruni raforku OR eftir orkugjöfum árið 2012:

Endurnýjanleg orka 66%, jarðefnaeldsneyti 19%, kjarnorka 15%. Birt skv. reglugerð 757/2012“.

Hvergi er minnst á jarðgufuver eins og þau sem eru á Nesjavöllum og Hellisheiðarvirkjun. Eftir þessu rekur Orkuveita Reykjavíkur kjarnorkuver. Þá er vísað í www.or.is/upprunaabyrgdir

Annað hvort hefur þessi síða ekki verið tengd eða henni hefur verið lokað.

Eg sendi auðvitað strax fyrirspurn en starfsmenn Orkuveitunnar virðast vera svo upptekna að rýna í mæla að þeir hafa ekki enn gefið sér tóm að svara gömlum kalli í Mosfellsbæ. En þetta stendur svart á hvítu á reikningum og tel það vera rétt meðan ekki hefur verið leiðrétt. Ef rétt reynist að Orkuveita Reykjavíkur reki kjarnorkuver þá hefur heldur en ekki verið farið aftan að siðunum og slík ákvörðun tekin á vitundar höfuðborgarbúa. 

Þetta mál er dularfullt að ekki sé meira sagt.

Góðar stundir! 

 


mbl.is Allir samtaka í að pissa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að mismuna fólki?

Eg minnist Rafns sem eins af áhugasömustu kennurum gamla Iðnskólans þar sem leiðir okkar lágu saman í um áratug. Hann var ætíð mikið fyrir að hugsa vel um heilsuna en öryggismál og vinnuvernd var m.a. kennslugreina hans sem honum var falið að upplýsa ungdóminn og verðandi iðnaðarmenn. 

Það er ákaflega dapurlegt þegar sparnaðarleiðir á vegum þess opinbera eru þrautreyndar og látnar bitnar á þeim sem síst skyldi. Kynslóð Rafns hefur skilað sínu til þjóðarbúsins og það er því til mikils vansa ef ekki er unnt vegna einhvers óverulegs sparnaðar að skera niður þjónustu til eldri borgaranna.

Nú gæti eg vel trúað að Rafn riti nýjan kafla um þessa reynslu sína. Rafn er mjög góður penni og hefur náð góðum árangir en hefur verið allt of lítillátur. Hann hefur alltaf verið mikill lífslistamaður og notið þess að vera innan um gott fólk, samstarfsmenn sem aðra.

Jafnframt að senda Rafni mínar bestu kveðjur þá hvet eg borgaryfirvöld og reyndar öll yfirvöld að huga betur að hagsmunum eldri borgaranna. Þeir láta því miður allt of mikið yfir sig ganga en hafa ekki jafnmikla burði að verja sína hagsmuni gegn yfirgangi og misneytingu eins og sjá má af fjárhagslegum samskiptum hjúkrunarheimilsins Eirar við marga af skjólstæðingum sínum. 

Einstaklingur eins og Rafn vill ábyggilega lifa sem lengst í eigin húsnæði meðan heilsa leyfir. Og yfirvöld skulu virða vilja borgaranna og reyna að styðja þá sem best og mest.

Góðar stundir. 


mbl.is Ætti ekki að gjalda þess að líða vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afdrifarík afglöp Sjálfstæðisflokksins

Dapurlegt er að lesa og heyra um þau afdrifaríku afglöp sem virðist hafa tengst Eir hjúkrunarheimilunum. Eldra fólkið er hlunnfarið í stórum stíl og það er rukkað nánast endalaust í þeirri von að það borgi möglunarlaust. Eldra fólk vill fá að vera í friði og ekki skulda neinum neitt. En það er svo að aðstandendur Eirs hafa sýnt af sér óskiljanlegt kæruleysi og léttúð gagnvart skjólstæðingum sínum.

Það misferli sem fólst í bankahruninu var mjög ámælisvert. Þar varð heilt samfélags að líða fyrir græðgisvæðingu og léttúðar í fjármálum. Tugþúsundir Íslendinga einkum eldri kynslóðirnar lögðu sparifé sitt í hlutabréf sem nú eru yfirleitt einskis virði. Og stjórnendur Eirs virðast hafa verið haldnir sömu siðblindunni, ýmsir sem tengdust æðstu stjór Reykjavíkurborgar og Sjálfstæðisflokknum. Nú mega þessir aðilar líta betur í eigin barm og gera eitthvað til að rétta hlut þeirra sem voru sviknir.

þessir sömu aðilar sýna af sér undrun að þeir hafi ekki fengið meiri athygli og betri kosningu í prófkjöri sem fór fram í gær.

En af ávöxtunum skulum við þekkja menn! Eru þeir fyrst og fremst að hygla sér og sínum og skara að sinni köku en eldri borgarnir mega sitja uppi með vandræðin? 


mbl.is Mistök gerð við veðsetningu Eirar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru sakarefni ekki alveg ljós?

Ekki er kunnugt um að þjóðhöfðingjar eða furstar hafi verið stefnt fyrir dómstól til að bera vitni í sakamáli nema ætla má að þeir séu jafnframt sakaðir um hlutdeild í saknæmum verknaði annarra. Telja verjendur sakborninga að vitnisburður þessa manns skipti sköpum þegar allar staðreyndir liggja fyrir? Vita þeir hvaða kostnaður fylgi vitnastefnu sem þessari og geti haft einhver áhrif á úrslit málsins? Og hver skal borga nauðsynlega öryggisgæslu sem erlendur fursti færi ábyggilega fram á?

Mjög sennilegt að allar upplýsingar og staðreyndir liggja frammi í þessu máli sem allt bendir til að hafi verið n.k. leikrit sem sett var upp í örvæntingarfullri viðleytni að efla hag Kaupþings og bæta traust á honum. Nú liggur fyrir hvernig útlánastefnan var. Hún reyndist vera byggð meira og minna á sandi og ekki var nokkur leið að koma í veg fyrir hrun bankans. Þegar einn breskur braskari var kominn með 46% af útlánasafninu án tilskyldra trygginga eða veða, þá gat bankinn ekki staðist. Ljóst var þegar komið var framyfir áramótin 2007-08 var bankanum ekki bjargað nema með einhverjum hókus pókus. Og nú virðast þessir menn ekkert hafa vitað og vissu þeir allt eða máttu vita um það sem almenningur og venjulegir hluthafar gátu ekki aflað sér upplýsinga.

Mjög sennilegt er að niðurstaða héraðsdóms leiði til sakfellingu enda hafa saksóknarar unnið mjög ítarlega vinnu og hafa sýnt fram á að sök ákærðu er augljós. 

 


mbl.is Fjarvera Al-Thani skapar óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samúðarkveðjur eru svosem ágætar

Að senda smúðarkveðjur telst sennilega til lágmark kurteysi gagnvart þeim sem hafa orðið fyrir skaða.

Forseti Ísland HERRA Ólafur Ragnar sendi þeim þúsundum Íslendinga sem töpuðu sparnaði sínum í bankahruninu ALDREI samúðarkveðjur af NEINU tagi í fellibyl íslenska bankahrunsins. Hann var þó í þeim hópi sem mærðu svonefnda útrásarvíkinga hvað mest. Og hann er enn að og mærir óspart aukin samskipti við kínversk yfirvöld sem engin mannréttindi virða.

Hvar er sparnaður okkar niðurkominn Ólafur Ragnar!

Við töpuðum sparnaði okkar í ATORKU, EXISTA, KAUPÞING, ÍSLANDSBANKA, KAUPÞINGI og ótalmörgum fyrirtækjum sem nú eru einskis virði í boði útrásarvíkinganna og þíns óbeint.

Hvað varð af sparnaðinum okkar Ólafur Ragnar?

 


mbl.is Sendi samúðarkveðju til forseta Filippseyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evran lifir

Sennilega er Greenspan með umdeildari seðlabankastjórum BNA. Hann fylgdi kenningunni að bandaríkjadalurinn væri allt að því eilífur og aldrei þyrfti að kvíða neinu. Á embættistíma hans hélt óreiðan í fjármálum BNA áfram og í dag er þetta orðinn þvílíkur óskapnaður að enginn virðist sjá neina leið út úr ógöngunum nema stórfelld skattlagning eða gegndarlaus niðurskurður.

Það er því úr hörðustu átt að Greenspan gagnrýni evruna sem hefur verið í mikillri samkeppni við bandaríkjadalinn. Þó svo að opinber fjármál ríkja í Suður-Evrópu sé ekki upp á marga fiska, þá stendur ríki mið Evrópu vel og sama má segja um Norðurlöndin utan Íslands en ekki er mikil von að núverandi stjórnvöld þoki neinu áfram.

Gagnrýni Greenspan gengur út á að ríki Evrópu séu mörg. Mætti benda þessum sama Greenspan á að BNA er samband 51 ríkis (Puertó Rico er síðasta ríkið). Þau eiga öll sitt fylkisþing, stjórn og fjármál, rétt eins og ríki Evrópu. 


mbl.is Evran lifir ekki af án eins ríkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ópraktískir bílar

Í Bandaríkjunum kostar bensínlítrinn tæpan dollar. Hér er bensínlítrinn tvöfalt dýrari. Þessir skúffubílar eru mjög eyðslufrekir og því ekki mjög praktískt að hafa þá sem einkabíla. Hinsvegar geta bændur og hestamenn haft meiri not af bílum sem þessum þar sem þarf að flytja fyrirferðamikla hluti eins og girðingaefni, heyrúllur og þ.h.

Venjulegur borgari lætur sér venjulegan skutbíl sem getur flutt töluvert. Þeir eru fremur eyðslulitlir miðað við þessa stóru sterkbyggðu skúffubíla. Þessir stóru bílar eru mjög óæskilegir í þéttbýli, erfitt er að leggja þeim í bílastæði enda töluvert stærri en bílastæðin.

Því miður eru allmargir sem líta á bíla sem stöðutákn. Þeir eru eins og margir í Bandaríkjunum sem huga lítt að umhverfi og mengun. Þeim finnst í lagi að aka um á allt of stórum bílum bara af því að það er svo gaman!

Rekstur bíla hefur alltaf verið mikill. Venjulegt fólk hugsar mikið um hvernig launin duga og þetta er lúxús sem ekki allir geti leyft sér. 


mbl.is Reglur hamla innflutningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband