Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

Siðleysi hernaðar

Sjálfsagt eiga hernaðaryfirvöld Ísraela (Gyðinga) tiltölulega auðvelt með að vinna hernaðarlegan sigur á Hamas. En ljóst er að það mun kosta gríðarlegt mannfall meðal Palestínumanna og sjálfsagt munu einhver hundruð hermanna meðal árasaraðilans falla. En aldrei verður friðurinn unninn.

Í raun og veru eru Ísraelar (Gyðingar) litlu nær takmarkinu en þegar þeir ráfuðu í eyðimörkinni í 40 ár á sínum tíma. Þeir virðast ekki geta fundið friðsama leið í samskiptum sínum við nágranna sína.

Of mikil hernaðarhyggja ásamt ofstæki í trúmálum eru ein helstu hindranir fyrir firðsamlegum lausnum. Athyglisvert er hve hernaðarhyggja Gyðinga virðist beinast fyrst og fremst að því að grafa sem hraðast undan sjálfstæði Palestínu. Fyrir allmörgum árum eyðulögðu þeir eina alþjóðlega flugvöll Palestínumanna sem hafði verið byggður á kostnað Vesturvelda í þeirri von að unnt væri að byggja upp samfélagið í Palestínu. Flugvöllurinn var eitur í augum hernaðarhyggjunnar hjá Gyðingum.

Í raun og veru vill almenningur í Ísrael ekki þessa stefnu. Eins og flestir þráir fólk frið og öryggi. En öfgaöflin ráða för hvort sem er ríkisstjórn þeirra eða Hamasmenn.

Því miður misstu vinstri menn meirihlutann í Ísrael fyrir um 20 árum. Með falli kommúnismans í Austur Evrópu komu þaðan gríðarlegur fjöldi innflytjenda til Ísrael. Þetta fólk þekkti lítið til lýðræðis, hafði alist upp og þrifist þar sem „sterki maðurinn“ var við völd. Það kaus öfgamenn í Ísrael og þeir eru enn að.

Vinstri menn í Ísrael vildu leysa á friðsamlegan hátt deilur við Palestínumenn en því var svarað með tilræðum og morði á einum helsta forystumanna verkamannaflokksins. Þar var ungur öfgamaður að verki.

Hernaður er siðlaus. Hann er „fóðraður“ af hagsmunum hergagnaframleiðenda og hergagnasala sem byggja upp ótta og öryggisleysi. Í raun er sá sem situr undir vopnum hernaðarlegt takmark og því að mörgu leyti af þeim ástæðum verr staddur en sá vopnlausi.

Við Íslendingar getum prísað okkur sæla að standa utan við hernaðarhyggju þó stundum hafi verið nokkuð nálægt því að hér hefði verið komið til slíkra forréttinga.

Góðar stundir!


mbl.is Barak kallar til aukinn herafla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskiljanleg niðurstaða

Oft hefur Hæstiréttur komist að einkennilegri niðurstöðu.

Einu sinni sakfelldi hann friðsaman rithöfund og dæmdi í háar fjársektir fyrir að móðga Hitler.

Í síðasta mánuði snéri hann við niðurstöðu héraðsdóms þar sem óskað var eftir frestun á málshöfðun gegn þrotabúi Kaupþings meðan sakamál gegn Sigurði & Co væri óútkljáð. Í rökstuðningi Hæstaréttar var bent á, að ekki hefði verið sýnt fram á tjón af völdum gjaldþrots bankans rétt eins og skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis í 9 bindum hafi farið fram hjá dómurunum.

Hæstiréttur hefur oft verið gagnrýndur og einhverju sinni ritaði velþekktur fyrrum sýslumaður og þingmaður pésa sem mun vera í fárra manna höndum. Skal grafa upp pésa þennan og birta forsíðuna. Vonandi að engin eftirmál verði en meira en 60 ár eru líðin.

Svavar á alla mína samúð. Hæstiréttur er ekki alltaf á bandi lítilmagnans. Þegar braskarar geta fest kaup á fyrirtækjum og forréttingum, skipafélögum, flugfélögum, jörðum og jafnvel bönkum, stjórnmálamönnum til að hafa í vasanum, já jafnvel heilu stjórnmálaflokkana, er þá möguleiki á að kaupa hagstæða niðurstöðu í Hæstarétti fyrst þetta er allt hægt?

Góðar stundir. 


mbl.is Líður ekki eins og glæpamanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áróður Hagsmunasamtaka heimilanna

Á undanförnum dögum hafa svonefnd Hagsmunasamtök heimilanna beitt sér fyrir mikillri herferð með fremur ósmekklegum auglýsingum. Forsvarsmenn þeirra hafa fallið í slæma gildru: að draga til ábyrgðar þá stjórnmálamenn sem engan þátt áttu í bankahruninu og gátu á engan hátt komið í veg fyrir það eins og Geir Haarde hefði þó getað gert hefði hann staðið vaktina betur í aðdraganda hrunsins.

Auðvitað er meginástæðan ofmikil bjartsýni og óhófleg skuldsetning í aðdraganda hrunsins. Allt of margir trúðu á glórulítið hjal um nánast endalaust góðæri sem engan enda átti að taka. Meira að segja allmargir þingmenn Sjálfstæðisflokksins tóku einnig þátt í þessari miklu bjartsýni og má benda á brask Þorgerðar Katrínar og manns hennar varðandi Kaupþing.

Hagsmunasamtök heimilanna virðist vera mjög pólitísk samtök sem virðast fremur gefa sig fram að grafa undan ríkisstjórninni fremur en að gæta hag allra heimila í landinu. Það eru nefnilega ekki öll heimili í landinu sem rekin hafa verið með lánsfé í góðæri. Sem betur fer eru það fjöldinn öll þar sem forðast er sem heitan eldinn að taka lán enda verða allir að gera sér ljóst að þau verði að endurgreiða.

Hægri menn og afturhaldstittar mættu hafa það sem Hólmsteinninn boðasði um árið: Hádegisverðurinn er ekki ókeypis - og við má bæta nema einhverjir aðrir borgi. Lánin eru lán en ekki gjöf.

Áfram góðar stundir með Jóhönnu og Steingrími!


mbl.is „Vandi okkar er mikill“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefja útbreiðslu eða hefta lúpínu

Lúpína er stórfengleg landgræðslujurt þar sem vel á við. Líklegt er að sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar hafi áhyggjur af útbreiðslu hennar meðfram ám en fræin geta borist víða eftir aurum Markarfljóts og öðrum þverám hennar og lagt undir sig lágvaxnari gróður.

Þessi núningur milli vissra sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar og Skógræktar er því skiljanlegur en þarf að draga úr engu að síður en notkun varhugaverðugra efna eins og Roundup eitursins sem kemur fyrst og fremst framleiðanda og söluaðilum til góða.

Skiljanleg eru sjónarmið Skógræktarmanna sem hafa takmörkuð fjárráð en vilja engu að síður ná sem bestum árangri með sem minnstum útgjöldum. Notkun lúpínu er því vænleg leið en vegna aðstæðna á stöðum eins og Þórsmörk, þarf að fara varlega.

Góðar stundir.


mbl.is Lúpínan í Þórsmörk þrætuepli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegur seinagangur

Lengi var talað um „amerískan hraða“. Allt átti að gerast svo skjótt og allt að verða gott eins og að hendi væri veifað. Að koma rafmagni aftur á í milljónaborg þar sem auður er feyknamikill og verkþekking ætti að vera á háu stigi, þá undrast maður á Íslandi hve tiltölulega frumstæð þessi mál eru. Í Þingeyjarsýslum var komið á rafmagn jafvel á afskekktustu sveitabæjum um viku eftir óveðrið í september síðastliðnum. Í þéttbýli við Mývatn innan 2ja sólarhringa.

Í dag dettur engum heilvita manni í hug á Íslandi að leggja loftlínur í þéttbýli hvað þá á stöðum þar sem áhersla er lögð á rekstraröryggi. Loftlínur hurfu í Reykjavík fyrir a.m.k. 30-40 árum, ætli síðustu loftlínur hafi ekki verið í Skerjafirði 1972?

Jarðkaplar eru öruggari og óháðir veðrum og vindum séu þeir rétt lagðir. Í BNA eru rafveitur víða einkareknar og þar er áherslan lögð á sem ódýrastan útbúnað og annan tilkostnað til að hámarka gróðann.

Við getum séð strax muninn á aðstæðum hér á landi og í BNA. Hér er kappkostað að hús séu byggð eftir ströngustu byggingarstöðlum á meðan hús í BNA virðast kubbast í sundur stundum í jafnvel minni vindstyrk en hér mælist stundum í vindhviðum.

Það er gott að búa á Íslandi en bæta mætti kjör þeirra sem verst standa.


mbl.is 10 dagar í fullt rafmagn í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skógrækt eflir skjól

Við Íslendingar búum í erfiðu landi þar sem vænta má allra veðra og þau misjöfn. Ekkert land Evrópu er jafn fátækt skógi ef vera kann Færeyjar sem landið okkar.

Ísland er í barrskógabeltinu og hér er hægt að rækta skóg með góðum árangri. En það þarf einhvern tíma að byrja, taka ákvörðun, hafa nauðsynlegan undirbúning, jarðvinnslu, girðingar, plöntun þeirra skógarplantnategunda sem best reynast á hverjum stað, áburðargjöf og skjólmyndun. Þá þarf að sinna þessu sem best til að ná sem bestum árangri. Eftir 10-20 ár þarf grisjun sem getur gefið af sér arð en skjólið verður til nokkuð snemma ef vel er að öllu staðið. 

Furðulegt verður það að teljast, að ekki hafi verið fyrir löngu verið lagt kapp á skógrækt til að auka skjól og bæta samgöngur. Á Snæfellsnesi, undir Hafnarfjalli, Esjuhlíðum, Ingólfsfjalli, Eyjafjöllum og í Öræfum og víðar, mætti stunda samgönguskógrækt til hagsbóta landsmönnum öllum. Þá væri um 200-250 metra breiður landskiki áveðurs klæddur skógi. Því miður hafa þær raddir verið nokkuð háværar að ekki megi skemma útsýni með skógrækt, eins og útsýni verði aðeins truflað af hávöxnum trjám! Af hverju benda þessir vandlætarar aldrei á háspennulínur, girðingar, uppblásturinn í landinu og loftmengun en eru alltaf að skammast út í skógræktina?

Ljóst er að margvísleg not eru af skóginum fyrir fólk og búfé. Hestar, nautgripir og sauðfé þrífst mjög vel í skógi þar sem jarðargróður er meiri en á bersvæði að ekki sé talað um skjólið. Líklegt er að unnt verði að hætta þeim gamla sið að reka búsmala á afrétti ef beitarskógar verði meiri t.d. í fjallshlíðum. Fallþungi dilka verður væntanlega jafnvel meiri og afurðirnar verðmætari samfara minni kostnaði bænda og sveitarfélaga við göngur og réttir. Og samgöngur yrðu betri og öruggari.

Góðar stundir!


mbl.is Óveður á Kjalarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta ný frétt?

Var vitað um þetta skjal eða er það nýkomið fram? Sé rétt eftir haft þá verður það að teljast vægast sagt undarlegt að 100 ár líða frá því að atburðurinn gerðist að skjöl um þetta eru gerð opinber.

Ljóst er að óþægilegar upplýsingar geta komið sér illa, sérstaklega þegar miklir hagsmunir eru í húfi. Oft hefur síðar komið í ljós að ákvarðnir reyndust rangar og því er áleitin spurning hvort allar upplýsingar hafi legið fyrir þá ákvörðun er tekin. Hér á Íslandi hefur meira að segja umdeild ákvörðun verið rökstudd með því að fullyrða að svo mikið fé sé búið að verja í tiltekið verkefni!

Auðvitað eru slíkar ákvarðanir oft teknar vegna stundarhagsmuna.


mbl.is Sagði að fjölga þyrfti björgunarbátum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju sinnti maðurinn ekki boðun?

Þegar menn sinna ekki boðun lögreglu að mæta til skýrslutöku en taka þá ákvörðun að láta sig hverfa, þá eiga yfirvöld ekki annarra úrkosta að lýsa eftir meintum brotamönnum.

Sigurður og aðrir stjórnendur Kaupþings sýndu af sér mjög ámælisvert athæfi hvernig þeir stjórnuðu bankanum. Þeir lánuðu m.a. breskum braskara 46% af ráðstöfunarfé bankans án nokkurra trygginga.

Með þessum verknaði bökuðu þeir þúsundum hluthafa bankans tjóni þannig að þeir töpuðu sparnaði sínum. Ef einhver dirfist að reyna að koma lögum yfir þessa menn þá eiga þeir sömu von á að tapa málum og miklu fé. Það sannaðist í Hæstarétti 9. okt. s.l. þegar fyrrum hluthafi bankans situr uppi með mikið fjártjón sem rekja má til glæfraverka Sigurðar og hans nóta. Krafa um að máli gegn þrotabúi bankans yrði frestað uns niðurtstaða lægi fyrir í sakamáli gegn stjórnendum bankans, var hafnað!

Á dögunum var Eva Joly hér á landi og lauk hún miklu lofsyrði á íslensk yfirvöld hversu vel þau hafa tekið á þessum hvítflybbamönnum. Bresk lögregluyfirvöld guggnuðu enda telur Eva Bretland vera skattaparadís braskara og fjárglæframanna. Þess ber og að gæta að Bretar sitja uppi með íhaldið sem hefur ætíð haft sérstakan skilning á sjónarmiðum auðmanna sem hafa auðgast mjög oft á vafasaman hátt. Og umfram allt má ekki skattleggja þá né leggja steina í götu þeirra við að auðga sig meira á braski og fjárglæfrum.

Skyldi verjandi Sigurðar beita sömu vafasömu klækjum í vörn annarra skjólstæðinga sinna? Líklegt er að svo er ekki. Hann velur leit grátkvenna að reyna að afla skjólstæðingi sínum samúðar sem hann á engan veginn skildar.

Góðar stundir!


mbl.is Afar brýnt að lýsa eftir Sigurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband