Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Oft bylur hátt í tómri tunnu

Sjálfstæðsflokkurinn situr uppi með klúður allrar sögu Íslands á herðunum. Þessi flokkur beitti sér fyrir einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Í haust setti Bjarni Benediktsson fram hugmyundir að nota eigur lífeyrissjóðanna til að borga Icesave klúðrið. Þá var ekki verið að hugsa neitt um eignarrétt allra þeirra sem greitt hafa í lífeyrissjóðina síðastliðin 40 ár. Þessi réttindi þótti hoinum sjálfsagt að gera upptæk til að draga fjöður yfir klúður Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins við einkavæðingu bankanna.

Hugmyndaauðgi formanns Sjálfsatæðisflokksins minnir á tóma tunnu.

Kannski væri betra að þegja fremur en að segja einhverja vitleysu!

Mosi


mbl.is Bjarni: Eigum aðra kosti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Gordon Brown geggjaður?

Ýmislegt bendir til að Gordon Brown sé ekki samkvæmur sjálfum sér. Af hverju beitti hann hermdaverkalögunum bresku á friðsama og herlausa þjóð? Á þessu hefur aldrei verið gefin önnur opinber skýring en að verið væri að treysta hagsmuni breskra sparifjáreigenda.

Breski Verkamannaflokkurinn hefur verið málssvari þeirra sem minna mega sín. En með beitingu hermdarverkalaganna varð þetta bankahrun á Íslandi með skelfilegum afleiðingum. Atvinnuleysi hefur verið vaxandi, efnahagskreppan komið harðar niður á okkur og lífskjörin hafa bókstaflega hrunið og farið marga áratugi aftur í tímann.

Með óbilgirni afstöðu sinni er Gordon Brown að fara með efnahag Íslendinga og sjálfsagt fleiri fjandans til. Fyrirvarandir með fyrri Icesave lögunum voru mjög eðlilegir og sanngjarnir. Gordon Brown sló á hendi sem vildi sættir. Ríkisstjórnin íslenska reynir að gera allt sem í hennar valdi stendur að bjarga því sem bjargað verður. Vandræðin eru þau að Icesave skuldbindingarnar eru aðeins 20-25% af heildarskuldum Íslendinga og þessi óvissa hefur eðlilega haft þá afleiðingu í för með sér að vaxtakjör eru afleit og lánamarkaðir mjög torsóttir.

Heima fyrir heldur rannsóknin á bankahruninu vonandi áfram og leiði til að draga þá til þungrar ábyrgðar sem mestum skaðanum olli. Þann 1. febrúar n.k. er von á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um orsök bankahrunsins. Það verður ábyggilega margt þar athyglisvert en að sömu ástæðum dapurlegt að lesa um þessa gífurlegu fjárglæfra sem fóru með okkur út í þetta skuldafen. Hvernig stjórnarandstæðan tekur á því máli verður væntanlega einnig mjög fróðlegt enda eru Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur fyrst og fremst ábyrgir fyrir einkavæðingu bankanna og að koma þeim í hendur mönnum sem fremur hafa áhuga fyrir að reka fótboltasparkfélag á Englandi en að reka banka með einhverju viðskiptaviti.

Hvort Gordon Brown sé geggjaður skal ekki fullyrt enda Mosi enginn sérfræðingur um slíka sjálfskipaða „snillinga“. En það eru ýmsir fleiri sem eru haldnir þeirri valdagleði að telja sig hafa meira vit en aðrir hvernig málum skuli best vera farið. Kvótabraskið og einkavæðingin eru mestu afglöp sögu Íslands sem við erum að súpa seyðið af.

Mosi


mbl.is Telegraph: Engin ástæða til að Íslendingar greiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við viljum réttlæti en ekki hefnd!

Að blanda saman tvennu óskildu er með öllu óskiljanlegt. Auðvitað voru Íslendingar harðir í horn að taka gegn öllum veiðiþjófum sem vildu ekki viðurkenna fiskveiðilögsögu Íslendinga, þ. á m. breskra. Að heimfæra þetta upp á þessi afglöp sem Icesave hafði í för með sér er heimska. Þar voru örfáir fjárglæframenn sem hlut átti að máli en ekki öll þjóðin. Bresk yfirvöld höfðu alla möguleika á að fylgjast betur með þessum athöfnum og ef þeir töldu sig vera bera skaða af, þá átti að grípa til viðeigandi ráðstafana áður en meiri skaði varð af. Þeir virðast ekki hafa gert nokkurn skapaðan hlut fyrr en Gordon Brown beitti okkur bresku hermdarverkalögunum. Sú aðgerð beindist gegn heilli þjóð en ekki nokkrum íslenskum og breskum fjármálaskussum.

Auðvitað erum við þrjóskir og það er vegna þess að við búum við erfiðar aðstæður heimafyrir: síbreytilegt veður, náttúruhamfarir, jarðskjálftar, eldgos og skriðuföll eru oft hlutskipti okkar. Við erum því að því leyti náttúrubörn sem viljum lifa við þessar aðstæður.

Breskt athafanleysi fram á haust 2008 er með öllu óskiljanlegt. Að beita herlausa og friðsama þjóð hermndarverkalögum er jafnvel óskiljanlegra.

Svei svona einkennilegum, einhliða og skilningslitlum málflutningi!

Mosi


mbl.is Hinir þrjósku Íslendingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins einhverjar jákvæðar fréttir

Gott að heyra að einhvers staðar gangi Íslendingi vel. Að reka veitingahús er mikil vinna og í mörg horn þarf að líta. Því miður hafa ekki margir veitingastaðir á Íslandi orðið lífsseigir. Má þar stundum kenna ýmsu bruðli og óþarfa flottræfilshætti.

Mikið atriði er að sníða sér stakk eftir vexti, taka sem minnst af lánum en byggja reksturinn smám saman upp og láta hann ráða hraða vaxtarins. Sérstaklega á þetta við þar sem rekstrarumhverfi er breytilegt og ekki er það alltaf hagstætt þeim sem eru að byrja. Því miður hafa margir farið of geyst af stað án þess að gera sér almennilega fyrir grundvelli rekstrarins. En þessum landa hefur tekist það!

Góðar kveðjur suður áleiðis að miðbaug!

Mosi


mbl.is Rekur veitingastað á Kanaríeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Betri vonir

Viðbrögðin við ákvörðun Ólafs forseta voru nokkuð hörð til að byrja með. Að öllum líkindum hefur hann með einleik sínumgrennslast fyrir hvernig fjármálaheimurinn myndi taka þessu. Nú er raunin að fjármálaheimurinn með Financial Times hefir tekið þessari ákvörðun með hinni mestu stillingu. Á þeim bæ ríkir greinilega yfirvegun þar sem betra er að doka við en grípa til yfirlýsinga sem í eðli sínu eru til þess fallnar að bæta gráu ofan á svart sem ekki þykir góð latína.

Nú þurfum við Íslendingar að fá miligöngu Frakka og Þjóðverja til þess að ná skynsamlegu og sanngjörnu samkomulagi við Breta. Með Icesave lögunum báðum hafa Íslendingar sýnt fram á, að fjarri fer að við viljum koma okkur undan að borga. Staðreyndin er sú, að bresk yfirvöld gripu til mjög róttækra aðgerða í þeirri viðleitni til þess að bjarga breskum hagsmunum. Nú hefur komið í ljós að Bretar skutu sig illilega í fótinn með að setja íslendinga lagalega séð í sömu stöðu og hermdarverkamenn. Þegar útibú Kaupþing banka féll, þá töpuðu breskir aðilar gríðarlegu fé gegnum fjármálastarfsemi sem er á eynni Mön. Ástæða fyrir þessari ákvörðun um beytingu hryðjuverkalaganna hefur ekki verið opinberlega borin upp. Enn skuldar Gordon Brown skýringu á þessari umdeildu ákvörðun sem hefur skaðað bæði Íslendinga sem Breta.

Við þurfum að finna farsæla lausn á þessari deilu. Við þurfum að koma atvinnulífinu sem fyrst af stað. Við þurfum að styrkja betur stoðum undir fjármálalíf okkar og gera það öruggara og réttlátara. Við þurfum að draga úr atvinnuleysi. En umnfram allt þurfum við að bæta siðferði á sviði viðskipta sem og stjórnmála. Á því sviði hefur margt mjög ámælisvert komið í ljós. Hvers vegna er einn af ráðamönnum fyrrum ríkisstjórnarflokks á Íslandi til nær 18 ára flæktur í gróðafélag sem nú er í dúndrandi tapi. Efnt var til gríðarlegra skulda til þess að kaupa hlutafé í banka sem nú eru einskis virði. Skuldirnar nema um 2 milljörðum, 2 þúsund milljónum króna! Ef sú einfalda regla væri innleidd að þeir sem kaupa hlutabréf mættu ekki kaupa þau með því að veðsetja þau, heldur greiða fullu verði, þá væri atvinnulífinu ábyggilega komið í betra horf.

Fyrir nær ári lagði Mosi fram tillögu á hluthafafundi tryggingafélagsins Exista, að binda atkvæðarétt við þau einföldu skilyrði, annars vegar að hlutafé hafi raunverulega verið til félagsins og að hlutafé væri án veðsetninga undanfarna 24 almanaksmánuði, hefði verið komið í veg fyrir að braskarar næðu völdum í fyrirtækinu. Auðvitað var þessi sjálfsagða tillaga kolfelld en þeir sem stýrðu fyrirtækinu höfðu aukið hlutafé um 50 milljarða án þess að greitt væri fyrir þá hluti með einni einustu krónu! Hins vegar var ígildi greiðslu einhver hlutabréf í einhverju ókunnu fyrirtæki sem fáir vissu hvers virði væri.

Við stöndum frammi fyrir betri tíð með bjartari dögum. Kannski það hafi verið eftir allt saman góð ákvörðun hjá Ólafi forseta að taka hana þó umdeild hefði verið í fyrstu. Viðbrögð fjármálalífsins skiptir þar höfuðmáli.

Við Íslendingar sem þjóð vorum um tíma sem gjörsigruð, við fátæk og smá meðal annarra þjóða áttum okkur ekki neinar vonir né smáljóstýru að sjá til betra veðurs á fjármálahimninum. Nú eru vonir um að við náum réttlæti með sanngirni og að rétta úr kútnum.

Neitum skuldafangelsi Gordons Brown. Fyrr skal hann greina okkur ástæðuna fyrir því að hann beitti smáþjóðina í Norðurhöfum hermdarverkalögunum en að við látum hann beygja okkur í duftið!

Mosi


mbl.is Meiri skilningur í gær og dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð viðbrögð

Eftir ákvörðun Ólafs forseta þá hefur sitthvað verið sagt og fullyrt. Þessi óviðunandi staða hefur komið fleirum en okkur til umhugsunar. Bresku blöðin með Financial Times í fararbroddi hafa bent á að taka þarf á þeim vanda og ágöllum sem olli upprunalegum viðbrögðum sem hafa einkum byggst af örvæntingu, fyrst sparifjáreigenda, síðan stjórnmálamönnum ýmsum og ekki síst almenningi.

Auðvitað þarf að stoppa í þessi galopnu göt alþjóðlegra viðskipta sem siðlitlir bankastjórar leyfðu sér að nefna „snilld“. Heimildir til að reka banka í öðru landi þarf auðvitað að vera þannig framkvæmdar að þær séu í fullkomnu samræmi við vandað regluverk og geti því ekki skaðað fjármálalífið. Bankaeftirlit þarf að vera fullkomlega virkt til að koma í veg fyrir annað eins tjón og orðið hefur.

Við verðum því að sætta okkur við að forsetinn okkar Ólafur Ragnar, hafi vakið aftur mikla athygli á þessu gríðarlega verkefni: að greiða úr þessari flækju fjárglæfra og að þessi mál verði tekin föstum tökum og færð í ásættanlegra horf.

Vera má að breski Íhaldsflokkurinn sé okkur eitthvað skárri en breski Verkamannaflokkur Gordon Brown sem hefur af öllum líkindum hlaupið á sig með að beita bresku hermdarverkalögunum. Þetta á allt eftir - vonandi - að koma betur í ljós.

Það er borðleggjandi að meira kapp hljóp í Gordon Brown vegna þessa Icesavemáls af því að hann hefur verið í gríðarlegri varnarbaráttu bæði vegna þess að stutt er í þingkosningar í Bretlandi og eins hefur komið fram mikil andstaða gegn honum innan Verkamannaflokksins. Var beiting hermdarverkalaganna viðbrögð hans við þessum vanda innan flokksins og að draga athyglina frá öðru? Annað eins hefur gerst í sögunni.

Kannski má þakka Gordon Brown fyrir að hafa ekki látið sér detta í hug og sent breska herinn til Íslands eins og Chamberlain á sínum tíma.

Nú er Steingrímur okkar fjármálaráðherra á förum til Bretlands til viðræðna. Ekki er hægt að efast um annað en að för hans leiði til einhvers árangurs enda Steingrímur mjög ákveðinn að leysa þetta mál eins farsællega og unnt er. En eins og Eva Joly sagði í viðtali í sjónvarpinu í gær, þá þarf að taka á þessum vanda sem olli bankahruninu og kítta upp í þessi göt vafa og trausti á heilbrigðu alþjóðlegu fjármálalífi. Við þurfum að fá liðsinni Frakka og Þjóðverja að gerast milligöngumenn og finna hagkvæma leið út úr þessum ógöngum.

Mosi


mbl.is Ekki setja Ísland í skuldafangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kom ekki á óvart

Yfirlýsing Ólafs Ragnars í gær var nokkuð brött og byggð á nokkurri þröngsýni. Í ljós hefur komið að boð hafi verið send honum kvöldið áður þar sem ýmsar mjög mikilvægar upplýsingar komu fram. Ólafur minnist ekkert á þær málsástæður sem þar var minnst á.

Það kemur því ekki sérstaklega á óvart að margir séu ósammála honum og telja hann ganga of langt. Flest þingmál hefði hann mátt neita að undirrita þó ekki þetta og ekki fjárlögin. Ekki heldur ákvæði sem fjalla um breytingar á skattalögum. Þessi mál verða eðli máls ekki með hliðsjónum af viðhorfum fræðimanna ekki undir venjulegum kringumstöðum lögð undir þjóðaratkvæði.

Nú er auðvitað spurning hvort Ólafur geti enn tekið ákvörðun sína frá því í gær til baka og undirritað lögin? Öllum getur orðið á og það sem Ólafi hefur eðlilega yfirsést, er að ákvörðun hans kann að reynast okkur dýrari en að undirrita þessi vandræða lög.

Mosi


mbl.is Meirihluti andvígur ákvörðun forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta rétt túlkun?

Talað er um starfsstjórn þegar ríkisstjórn hefur annað hvort fallið í ÞINGkosningum eða að samið hafi verið vantraust á hana. Þó ríkisstjórn sitji uppi með þjóðaratkvæðagreiðslu um vandasamt mál, þá er ekki stjórnin fallin á meðan meirihluti stendur á bak við hana.

Ólafur Ragnar sprengdi sprengju sem heyrðist um alla veröld. Sennilega eigum við engra betri kosta vegna þessa Icesave máls og því miður vék forsetinn ekkert að þeirri gríðarlegu áhættu sem hann er að taka fyrir þjóðina. Ekkert mál hefur sundrað þjóðinni jafnmikið og þetta endemis mál sem rekja má til vægast sagt mjög umdeildrar einkavæðingar bankanna á sínum tíma og meirihluti hlutafjár komið í hendur fjárglæframanna sem komið hafa okkur í þessa klemmu.

Ef túlkun BVG á hugtakinu starfsstjórn þá má væntanlega teygja það jafnvel enn lengra. Á t.d. ríkisstjórn að víkja sem ekki hefur fengið samþykkt stjórnarfrumvarp í þinginu? Það þætti afarhæpið.

Vonandi er Björn Valur ekki að stökkva fyrir borð úr áhöfn Þjóðarskútunnar í öldurót þessarra gríðarlegu umræðna þar sem ýmsum sýnist sitthvað og verða sjálfsagt seint ef nokkurn tíma sammála.

Mosi


mbl.is Ríkisstjórnin er starfsstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða aðilar bera siðferðislega ábyrgð á Icesave klúðrinu?

Einkavæðing ríkisbankanna í byrjun þessarar aldar var fyrst og fremst þáverandi formönnum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, Hallóri Ásgrímssyni og Davíð Oddssyni sérlega hugleikið. Mjög miklar efasemdir um ágæti einkavæðingar bankanna voru settar fram og rökstuddar mjög vel. Þrátt fyrir það var málið keyrt í gegnum þingið með látum. Um líkt leyti var tekin önnur umdeild ákvörðun, byggingu Kárahnjúkavirkjunar sem segja má að hafi skyggt á alla umræðu um hvort einkavæðing bankanna hefði tekist vel eður ei. Margir gerðust hluthafar sérstaklega Búnaðarbanka og sjálfsagt hafa einhverjir auðgast eitthvað á því.

Þarna verður til gríðarleg fjármálabóla þar sem verður til gervigóðæri. Margir féllu í þá gryfu að taka lán í þessu „góðæri“ jafnvel á hagstæðari vöxtum en íslenskum krónulánum en þá með þessari gengisáhættu sem margir eru að súpa seyðið af þessi misserin.

Ekkert virkt eftirlit var með einkavæddu bönkunum, bindiskyld í Seðlabanka afnumin, skattar hátekjumanna lækkaðir bæði tekjuskattur sem og afnám eignaskatts því ekkert mátti trufla frelsi og athafnaþrá nýríku braskarana sem allir voru dyggir stuðningsmenn ýmist Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks. Fjármálaeftirlitið var jafnvel notað til að blekkja almenning á þann hátt að gefa í skyn að allt væri í himnalagi. Þannig var yfirlýsing þessa Fjármálaeftirlits frá 14. ágúst 2008 aðeins örfáum vikum fyrir hrun bankakerfisins að bankarnir hefðu allir staðist svonefnt álagspróf.

Með vísvitandi blekkingastarfsemi vissu forystumenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks eða máttu vita, að bankakerfið gæti ekki staðið undir sér. Það væri á brauðfótum og gæti fallið við minnsta áfall.

Það eru þessir aðilar, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sem bera höfuðábyrgð á því sem komið er. Svo hafa forystumenn þessara flokka hagað sér eins og börn sem telja að allt sé vondu vinstri stjórninni að kenna hvernig komið er!

Eiginlega ætti að senda þessa ábyrgð um Icesafe þessum stjórnmálaflokkum: Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. En sjálfsagt eru þar óreiðumenn þar sem víðar í samfélaginu og þar borga menn ekki fyrir afglöp sín fremur en aðrir.

Það er dapurlegt að horfa á forystumenn þessara stjórnmálaflokka vera allt að því glaðhlakkandi yfir því að forseti lýðveldisins, Ólafur Ragnar hafi tekið umdeilda og miður góða ákvörðun í þessu máli.

Mosi


mbl.is Sterk viðbrögð við ákvörðun forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammsýni ÓRG: Umdeild og dýr ákvörðun

Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar um að neita að staðfesta nýju lögin um Icesave vitleysuna ætlar að verða okkur strax dýrkeypt. Staða mála var ekki góð og Ólafur Ragnar hefur ekki bætt hana. Fjármálaheimurinn lætur ekki standa á viðbrögðum:

Öll lán hér eftir verða okkur óhagstæðari, lánamöguleikar erfiðari og öll samskipti við erlendar þjóðir torveldari. Að koma atvinnulífinu aftur á réttan kjöl verður einnig erfiðari.

Segja má að Óalfur Ragnar hafi ákveðið að fórna stærri hagsmunum í þeirri viðleytni að bjarga minni hagsmunum og það í nafni lýðræðis! Betra hefði verið að ákveða að synja annari lagasetningu staðfestingu en alls ekki þessari. Þessi ákvörðun á eftir að vera eins og vatn á myllu braskara og spekúlanta sem hafa haft örlög þjóðarinnar í hendi sér.

Þessi staða mála er algjörlega eftir væntingum stjórnarandstöðunnar. Nú geta formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kæst vel í Þórðargleði sinni yfir þessari ákvörðun. Þeir Bjarni og Sigmundur formenn þessara braskflokka geta einnig keppst á að gera Ólaf Ragnar að heiðursfélaga Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Mosi


mbl.is Fitch lækkar lánshæfismat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband