Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Tími kominn til að staldra við

Eftir að Fljótsdalsvirkjun/Kárahnjúkavirkjun hefur verið tekin í notkun er fyllsta ástæða til að doka með frekari virkjanaáform að sinni. Þessi virkjanaárátta er að verða að nokkurs konar þráhyggju þeirra miskunnarlausu afla í þjóðfélaginu gagnvart náttúrur landins sem líta svo á að bráðnauðsynlegt sé að halda áfram endalaust á þessari varhugaverðu braut.

Þegar Vestfirðingar og síðar Austfirðingar fórnuðu jafnvel góðum æðarvörpum fyrir hvalveiðistöðvar, undir lok 19. aldar þá voru þeir haldnir sömu skoðunum og þeir sem nú vilja fórna helst af öllu hverjum einasta fossi í landinu og hverri einustu náttúruparadís ef takast mætti að framleiða nokkur hundruð megavött í þágu stóriðjunnar. Nú þegar er um 75% þeirrar raforku sem framleidd er á Íslandi seld á fremur lágu verði til þessarar sömu stóriðju. Fyrir einni öld eða svo, voru það rányrkusjónarmiðin gagnvart auðlindinni sem fólgin var í hvölunum.  Það þótti jafnvel sjálfsagt að líta á hvalastofnana eins og þeir væru óþrjótandi auðlind sem taka mætti endalaust af. Svo kom að því að sumar þessara hvalategunda eins og sléttbakur og steypireyður voru svo þaulveiddar að jaðraði við að þær kæmust í útrýmingarhættu. Enn eru þessar tegundir fremur sjaldgæfar vegna ofveiði enda voru þeir mjög auðveiddar.

Nú vill Landsvirkjun færa sig enn frekar upp á skaftið. Augljóst er að ekki dugar Kárahnjúkavirkjun. Ekki dugar Urriðafossvirkjun og ekki duga Landsvirkjun aðrar tvær virkjanir ofar í Þjórsá. Og ekki dugar virkjun sem kennd er við Búðarháls og endanlega eyðileggur Dynk, einn fegursta og sérstæðasta foss Íslands, heldur eru áform um þessa Bjallavirkjun sem þó gefur af sér einungis 46 megavött. Það eru smámunir miðað við allt sem á undan hefur gengið. Einn dans enn kvað presturinn forðum í Hruna!

Hráálsflutningar til landsins eru mjög óhagkvæmir enda mjög sérhæfðir. Ekki er unnt að flytja neinn annan varning til baka sömu leið og því verða þessir flutningar tiltölulega mjög dýrir. Skipin fara gjörsamlega tóm til baka. Best væri því að framleiða ál sem næst upprunanum. Mun auðveldara og ódýrara væri að flytja álbarra og áþekka framleiðslu enda samræmist slíkur flutningur betur flutning á öðrum vörum. Nú gæti svo komið að þessir flutningar verði jafnvel enn óhagkvæmari vegna þess að olíuverð fer væntanlega aftur snarhækkandi þó svo markaðsverð hafi gengið nokkuð til baka á undanförnum vikum.

Kannski kemur brátt að því að framleiðendur áls á Íslandi segi við íslensk stjórnvöld og þar með Landsvirkjun: Þessir flutningar á hrááli eru okkur það óhagkvæmir. Því væntum við þess að annað hvort fáum við fram verulega lækkun á rafmagnsverði eða við lokum einfaldlega álverssjoppunum okkar á Íslandi! Verður þá ekki svipað uppi á teningunum þegar hvalveiðistóriðjan pakkaði saman á sínum tíma fyrst á Vestfjörðum og síðar Austfjörðum? Það var mikil raunasaga og sýnir okkur að oft snýst velgengni skjótt upp í andstæðu sína.

Það hefur aldrei verið góð latína að hafa öll eggin í sömu körfunni, jafnvel þó hún kunni að hafa verið vandlega fléttuð úr áli!

Stöldrum því við góðir Íslendingar og leyfum tímanum aðeins að sýna fram á hvað í vændum er!

Mosi


mbl.is Ný virkjun í undirbúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband