Er það sem við viljum?

Ögurstund

Vonlegt er að margir eru ekki sáttir við þessa niðurstöðu með Icesave. En hver er áhættan að draga þetta mál öllu lengur? Erum við að leggja það litla traust sem enn er fyrir hendi með samningum við Breta og Hollendinga um þetta guðsvolaða Icesave? Eigum við von á að íslenska krónan falli enn frekar niður í ekkert neitt og komi atvinnurekstri á Íslandi í enn meira uppnám en hefur verið?

Þeir aðilar sem hafa verið á móti þessu Icesave eru felstir hægrimenn og þar með á móti ríkisstjórninni. Þessir aðilar vilja gera allt sem tiortryggilegast og að grafa sem fyrst undan þessari ríkisstjórn sem þó hefur verið að kappkosta að gera sitt besta.

Veruleg hætta er á að traust á Íselndingum fari fjandans til og að allar kröfur íslensks samfélags og þar á meðal eignir Landsbankans sem annarra banka erlendis, verði enn torveldari til endurheimtu en verið hefur fram að þessu.

Er það sem við viljum?

Sú heitasta von og sú mesta þrá hægriaflanna er að koma þessari ríkisstjórn frá völdum hvað sem það kostar, hvort sem það er með fagurgala um opnara lýðræði sem þau hafa fram að þessu alltaf verið á móti? Ósk hægriaflanna er að uppræta allar rannsóknir og uppljóstranir um hrunið og braskið sem hefur komið okkur í þessa erfiðu aðstöðu. Öll þessi endalausa umræða á þingi um Icesave bendir til hræsni hægriaflanna.

Er það sem við viljum?

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn bera nánast 100% ábyrgð á bankahruninu. Viljum við færa völdin aftur í hendur þessara umdeildu stjórnmálamanna sem hafa haft pukrið, eiginhagsmungæsluna og braskið í fyrirrúmi?

Er það sem við viljum?

Ríkisstjórn braskaranna eru tilbúin að grípa völdin. Þeir gera sér fullkomlega grein fyrir rétt eins og lýðskrumarar allra tíma og allra landa að nóg sé að þeyta upp nógu miklu ryki og moldviðri til að glepja sýn venjulegs fólks á raunveruleikanum og eðlilegum markmiðum líðandi stundar.

Er það sem við viljum?

Við þurfum að vinna okkur út úr þessum örðugleikum í eitt skiptið fyrir öll en það gerum við ekki öðru vísi en með dyggilegri aðstoð Breta og annarra þjóða sem hafa betri tök á að fást við hvítflybbaglæpamenn en okkar lögregla sem er bæði fámenn, illa fjársvelt og er gjörsamlega óviðbúin að glíma við þetta gróðarlega erfiða starf að koma lögum yfir þá þokkapilta sem drógu okkur inn í þessa niðurlægingu.

Ólafur Ragnar Grímsson forsetinn okkar á auðvitað ekkert auðvelt val nú á þessari ögurstundu. Á hann að ljá máls á þessari umleitun sem enginn virðist hafa gert sér fyllilega grein fyrir með undirskrift sinni, örvæntingu og einfaldleika?

Því miður hafa þeir sem stýrt hafa þessari undirskriftarsöfnun bent á betri leið út úr þeim örðugleikum sem þjóðin hefur ratað í undir ríkisstjórn braskara og fjárflettara.

Mosi

 


mbl.is Meirihluti fyrir þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona out of interest:

Afhverju ætti krónan að styrkjast með aukinni skuld Íslands? Supply and demand myndi einfaldlega gera ráð fyrir að krónan myndi veikjast mikið miðað við að hvern dag þyrftum við að leggja til hliðar 100M til að borga vexti Icesave. Þessi staðhæfing fer síðan í þrot þegar bent er á að krónan verður að haldast veik til að við getum einfaldlega borgað af Icesave og er gert ráð fyrir veikri krónu í spám um afborgun á Icesave.

Ég hef alltaf talið mig frekar mikið til vinstri. Ég persónulega vill ekkert endilega ríkisstjórnina frá vegna skoðanna hennar, heldur nægir mér ekki einungis að við fáum vinstri stjórn á landið. Mér er misboðið hvernig ríkisstjórnin vinnur, s.s. á meðan Ísland brennur að eyða mikilvægum tíma í að sækja um aðild að ESB og með því skipta þingi í tvær fylkingar. Ef það var ekki nægilega slæmt þá setti ríkisstjórnin allt Icesave málið í þann farveg að hún og einungis hún myndi koma með þessa "frábæru" niðurstöðu heim til Íslands. Þetta var jú gert til að "þrífa upp skítinn eftir hægri menn". Það hefði verið MUN MUN MUN betri niðurstaða fyrir land og þjóð að reyna að sameina þing fremur heldur en að sundra því frekar. Hérna tala ég nú ekki um svipuhöggin sem eru búin að dynja á VG seinustu ~7 mánuði.

Framsókn og Sjálfsstæðisflokkurinn bera mjög stóra ábyrgð á bankahruninu. Samfylkingin ber lang stærstu ábyrgð á Icesave.

Ef forseti skrifar ekki undir opnast nýjar leiðir, s.s. að kynna afhverju 60þúsund Íslendingar eru á móti því að taka á sig skuldir bankans. Afhverju Íslandi finnst það frekar gróft að taka á sig fimmfalt hærri skuld per mann, konu og barn heldur en þjóðverjar gerðu eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þá fyrir mig eiga Bretar og Hollendingar annaðhvort að samþykkja fyrirvara sem Alþingi setti í lok ágúst eða þeir geta farið í mál. Lausn Icesave er fyrir mitt leiti lokið og viðsemjendur okkar verða að ákveða fyrir sig hvernig þeir vilja snúa sér.

Er hætta á að tapa dómsmáli? Vissulega en miðað við niðurstöðu EFTA dómsstólsins um að standa með neyðarlögunum ætti versti kostur okkar að vera sá að borga allar innistæður upp að ~21þús evrum. Þetta væri í raun mjög svipað og það sem ríkisstjórnin semur um að taka á sig. Auk þess gætum við þá borgað í íslenskum krónum eins og mér fannst PHB benda nokkuð vel. Þetta myndi gefa ríkisstjórninni þónokkra valmöguleika þó t.d. höftin myndu þá líklegast haldast lengur(Icesave skuld myndi í raun lenda á sama stað og jöklabréfin). Þetta væru verstu möguleikarnir okkar, góðar líkur myndi ég telja að Ísland myndi að minnsta kosti deila ábyrgð á Icesave með Hollandi og Bretlandi vegna eftirlitsleysis og jafnvel ESB fyrir meingallaða reglugerð um tryggingarsjóð.

Gunnar (IP-tala skráð) 2.1.2010 kl. 11:42

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

maður er algjörklaga sammála Gunnar hér undan,hefi ekki getað orðað´þetta betur MOSI við verum sameimilega að taka á´þessu ekki sundraðir/Taktu nú sönsum og vertu svolítið sanngjarn,ekki horfa bara aftur fyrir þig/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.1.2010 kl. 17:27

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Svikarar við Íslenska þjóð eru víða.Við skulum vona að þeirra bíði ekki sömu örlög og hafa átt sér stað í öðrum löndum, þar sem svikarar hafa selt þjóð sína.En reiði fólks er mikil og mun ekki minnka á næstu árum ef forseti Íslands samþykkir svikasamninginn sem þýðir 38000 greiðslu á mánuði á hverja fjögurra manna fjölskyldu næstu árin svo langt sem sést, bara vextirnir.  

Sigurgeir Jónsson, 3.1.2010 kl. 14:54

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Af tvennum vondum kostum er betra að hafa þetta samkomulag við Breta og Hollendinga. Við verðum að vinna með þeim að endurheimta sem mest af eignum bankanna erlendis og koma lögum yfir þá sem ábyrgð bera á bankahruninu. Ef við gerum það ekki er veruleg hætta á að við einangrumst, gjaldmiðill okkar verði einskis virði og við skrúfum tímann aftur um marga áratugi til baka.

Er það sem við viljum?

Athyglisvert er að bera saman ræður Bjarna Benedikssonar annars vegar meðan hann var í stjórn og síðan aftur í stjórnarandstöðu. Sjá nánar blogg Láru Hönnu Einarsdóttur:

http://blog.eyjan.is/larahanna/2009/12/30/aest-til-oeirda-a-folskum-forsendum/

Það er borðleggjandi að í Sjálfstæðisflokknum er unnið nótt sem nýtan dag að grafa undan ríkisstjórninni með öllum þeim ráðum og ódáðum sem þeim dettur í hug. Þeir gráta krókódílstárum yfir Icesave rétte ins og það sé einungis tækifæri til að komast aftur til valda, eyðileggja rannsóknina á bankahruninu og halda áfram því striki sem þeir höfðu tekið á sviði spillingar og umdeildrar landsstjórnunar.

Það er því rétt að benda Sigurgeir á hverjir eru hinir raunverulegu svikarar við íslenska þjóð?

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 3.1.2010 kl. 15:07

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er gott að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri? Hvað sagði Bjarni Benediktsson aðfaranótt 28. nóv. 2008? Mjög athyglisvert er að lesa ræðu hans meðan hann var stjórnarþingmaður og mæltist þannig fyrir:

Virðulegi forseti. Mér sýnist að nú sé að ljúka umræðu um þessa þingsályktunartillögu og málið sé á leiðinni til utanríkismálanefndar til frekari skoðunar. Hér er óskað heimildar til þess að leiða til lykta samningaviðræður á grundvelli hinna sameiginlegu viðmiða sem liggja til grundvallar samningaviðræðum sem fara síðan af stað í kjölfarið. Þær voru, eins og fram hefur komið í umræðunni hér í dag og reyndar áður, grundvöllur fyrir því að greiða fyrir afgreiðslu lánsins frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Það er mjög áberandi hér í umræðunni að þátttakendur í henni telja sig sjá það fyrir eftir á að hægt hefði verið að fara aðrar og skynsamlegri leiðir sem hefðu verið líklegri til að valda íslenskum skattgreiðendum minni byrðum en sú leið sem málið hefur ratað í. Það er vísað til að mynda í lögfræðileg álit í því samhengi.

Ég held að það sé afskaplega mikil einföldun á þessu máli öllu saman að telja í raun og veru að það hafi verið valkostur fyrir íslensk stjórnvöld að standa stíf á lögfræðilegri túlkun og halda henni til streitu, jafnvel fyrir dómstólum, hvort sem það væri á alþjóðlegum vettvangi eða hér heima fyrir íslenskum dómstólum. Ef menn ætla að fara að taka þann slag verða menn líka að vera tilbúnir til að tapa því máli ef á það mundi reyna. Þeir sem tala fyrir því að þá leið hefði átt að velja eru auðvitað tilbúnir til að gera það eftir á vegna þess að þeir geta gefið sér það í umræðunni að við hefðum sigrað þá lagaþrætu. Það er fínt að gera það í dag vegna þess að það liggur fyrir að sú leið verður ekki farin, en eru þeir hinir sömu þá tilbúnir til að fallast á að við mundum taka herkostnaðinn af þeirri ákvörðun ef niðurstaðan yrði okkur í óhag? Það er alveg ljóst að sú leið sem valin var og sá farvegur sem málið er í núna mun alveg örugglega skila okkur hagstæðari niðurstöðu en við hefðum fengið með því að láta reyna á rétt okkar og ef við hefðum síðan mögulega tapað þeirri þrætu fyrir dómstólum. Það er alveg öruggt.

Þess utan er líka afar líklegt, eins og m.a. hefur komið fram í máli hæstv. utanríkisráðherra, að á meðan málið væri í slíkum farvegi hefðum við ekki fengið fyrirgreiðslu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, það liggur fyrir, og auk þess eru verulegar líkur á því að Bretarnir hefðu ekki dregið úr aðgerðum sínum á grundvelli hryðjuverkalaganna eins og þeir hafa reyndar þegar gert þó að ekki hafi þeir látið af öllum aðgerðum sínum á grundvelli laganna, þ.e. enn þá eru eignir Landsbankans kyrrsettar í Bretlandi. Þar til viðbótar má leiða líkum að því að á vettvangi samstarfsins um Evrópska efnahagssvæðið hafi verið látið reyna á það hvort hægt hefði verið að hindra eða stöðva eða þvælast fyrir með einhverjum hætti frjálsum viðskiptum okkar inn á svæðið á grundvelli öryggishagsmuna. Allt eru þetta atriði sem þarf að taka með í reikninginn þegar menn eru að gera upp á milli þeirra valkosta sem við stóðum frammi fyrir í þessu máli.

Enn þá hefur engu verið lokað og ég hef ekki heyrt í sjálfu sér í umræðunni í dag mikla gagnrýni á hin sameiginlegu viðmið vegna þess að þau eru tiltölulega opin, það er hægt að fella meira eða minna allt það sem nefnt er hér í umræðunni í dag undir orðalagið í þessum sameiginlegu viðmiðum, þ.e. að fullt tillit verði tekið til þeirra efnahagslegu erfiðleika sem eru hér á landi og jafnframt að okkur verði gert kleift að endurreisa hér fjármálakerfið. Hugmyndir sem fram koma í umræðunni í dag um að við þurfum að setja þak á mögulegar árlegar greiðslur okkar til endurgreiðslu á lánum sem taka þarf til að standa undir þessum skuldbindingum rúmast alveg innan þessa orðalags sem er að finna í sameiginlegu viðmiðunum. Hið sama gildir um það að vera með sérstaklega langan lánstíma eða reyna að koma inn samkomulagi í þessu sambandi um mögulega endurskoðun á kerfinu.

Það er auðvitað alveg augljóst, bæði af því sem kommissjónin hefur sagt nú þegar, þ.e. framkvæmdastjórn Evrópusambandsins — þeir eru nú þegar komnir fram með tillögur um að breyta innstæðutryggingarkerfinu í Evrópusambandinu, hækka tryggingarnar verulega, taka úr sambandi það sem maður getur kannski kallað ákveðna sjálfsábyrgð og ná fram meiri einsleitni í kerfinu á öllu svæðinu. Einnig hefur komið fram mjög rík gagnrýni frá breska fjármálaráðherranum, Alistair Darling, þar sem hann gagnrýnir það að bresk stjórnvöld og þar af leiðandi breskir skattgreiðendur þurfi að sitja uppi með kostnaðinn af því að tryggja innstæður vegna dótturfélaga erlendra banka sem starfa með dótturfélög í Bretlandi. Það er mikil óánægja með þetta.

Við skulum hafa í huga í þessari umræðu að íslensku bankarnir störfuðu ekki eingöngu í gegnum útibú á erlendum vettvangi. Sumir íslensku bankanna sóttu innlán í gegnum dótturfélög. Hvað hefur gerst í tilfellum þessara dótturfélaga? Það hefur lent á innstæðutryggingarsjóðum í Sviss, í Bretlandi, í Þýskalandi og víðar þar sem íslensku bankarnir störfuðu, það hefur lent á ríkisstjórnunum í viðkomandi löndum að fjármagna innstæður tryggingarsjóðanna til að þeir gætu staðið undir endurgreiðslu lágmarkstryggingarinnar þar. Hún hefur ekkert alltaf verið 20.000 evrur, í sumum tilfellum miklu hærri upphæð. Þær ríkisstjórnir sem við höfum verið í viðræðum við hafa tekið á sig gríðarlega miklar skuldbindingar og örugglega í einhverjum tilvikum skuldsett sig til að geta risið undir endurgreiðslum út af innstæðum til dótturfélaga íslensku bankanna. Þetta held ég að menn þurfi að hafa í huga í þessari umræðu, vandanum er ekki að öllu leyti velt hingað heim vegna þessa kerfis.

Þegar heildarmyndin er skoðuð tel ég að ekki sé hægt að komast að annarri niðurstöðu en að vel hafi verið haldið á íslenskum hagsmunum í þessu máli. Sannarlega hefur verið í mörg horn að líta, það hefur verið úr mjög vöndu að ráða, hagsmunum hefur verið þvælt saman. Auðvitað erum við ósátt við það og höfum kvartað undan því opinberlega, og það er að mínu áliti starfsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til minnkunar að lánsbeiðni okkar þar skyldi hálfpartinn hafa verið tekin í gíslingu vegna óskyldra mála. Það finnst mér til minnkunar fyrir sjóðinn og það sem hann stendur fyrir, og ekki síst á það við vegna þess ástands sem hér ríkti og það var til mikils tjóns fyrir okkur að málið skyldi dragast svo vikum skipti vegna þessa.

Ég held að það sé augljóst að í framtíðinni muni Evrópusambandið, ekki bara vegna þeirra tillagna sem nú þegar eru komnar fram heldur vegna þess augljósa galla sem er á innstæðutryggingarkerfinu, taka það til gagngerrar endurskoðunar. Þess vegna er skynsamlegt fyrir okkur að halda öllum fyrirvörum varðandi réttarstöðu okkar þegar til slíkrar endurskoðunar kemur í framtíðinni. Eina vitræna leiðin fyrir Evrópusambandið og þar með allt Evrópska efnahagssvæðið er að tengja innstæðutryggingarsjóðina saman vegna þess að þegar það hefur verið gert er fall þriggja til fjögurra banka, þó að þeir séu allir í sama landinu, ekkert vandamál fyrir kerfið í heild sinni. Þetta er 500 milljóna svæði sem getur vel greitt úr slíku en einstök ríki geta ekki risið undir hruni bankakerfisins.

Nú er hann umturnaður eins og sagt var um Tyrkinn fyrrum. Öllu er snúið á hvolf og allt ómögulegt.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 3.1.2010 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband