Leikur fjárglæframanna að tölum?

Þegar hlutafé er aukið þá á að greiða raunverulega fjármuni til félagsins sem nemur aukningu hlutafjársins.

Fyrir ári síðan var hlutafé Exista aukið um 50 milljarða án þess að nokkur króna væri sannanlega greidd til félagsins. Hins vegar var greitt með einhverjum hlutabréfum í ekki þekktu fyrirtæki sem e.t.v. er jafn lítils virði og Exista er núna.

Einu sinni átti eg og fjölskylda mín um kvartprósent hlut (0.25%) í Jarðborunum. Þetta var meginsparnaður okkar í um 20 ár. Þá komu athafnamenn og komu á fót fyrirtæki sem Atorka nefnist og stendur núna mjög erfiðlega. Það kaupir út alla litlu hluthafana sem fengu afhent hlutabréf í þessu fyrirtæki í staðinn. Síðan eru Jarðboranir seldar til Geysir Green Energy og aftur voru raunveruleg verðmæti í því ágæta fyrirtæki greidd með hlutabréfum í GGE. Þá kemur til skjalanna þetta Magma fyrirtæki sem virðist vera n.k. pósthólfafyrirtæki í Kanada. Og í öllu þessu fyrirtækjakraðaki er verið að höndla með raunverulega fjármuni þar sem Orkuveita Suðurnesja er.

Spákaupmennskan er skelfileg fyrir okkur litlu hluthafana. Ný fyrirtæki koma til sögunnar þar sem lítil eða engin verðmæti eru lögð fram. Hver skyldi tilgangurinn vera annar en sá að með viðskiptabrögðum er verið að draga venjulegt fólk á asnaeyrunum og hafa af fjármuni sem hagsýnt fólk hefur lagt fyrir til að styrkja hag sinn á efri árum.

Og þá má ekki gleyma þessum siðlausu vogunarsjóðum og öðrum fjármálaspekúlöntum. Eru ekki bankarnir íslensku núna á leiðinni í eignarhald slíkra aðila?

Raunverulega er þetta endalaus leikur að tölum og bókhaldi þar sem skyndigróði í formi viðskiptavildar er blásinn upp eitt árið en svo þegar málin eru skoðuð betur hafa fyrirtæki verið skuldsett óhóflega og sum fyrirtæki nánast étin að innan af stjórnendum sínum.

Það væri mjög mikil þörf að koma á fót góðri og áræðanlegri ráðgjafaþjónustu fyrir þá sem tapað hafa sparnaði sínum í hendurnar á athafnamönnum og fjárglæframönnum. Hvernig getum við gætt hagsmuna okkar gagnvart þessum mönnum sem stundað hafa vægast sagt þessa vafasömu iðju?

Mosi


mbl.is Ætla að auka hlutafé HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 242837

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband