Lygileg launakjör

Stundum hefur verið sagt um Sigmund Davíð að hann hafi komið, séð og sigrað - í Framsóknarflokknum. Hann hefur marg sinnis verið staðinn að því að hafa tungur tvær - og talað sitt með hvorri. Það er ekki langt að sækja það, því forystusauðir Framsóknarflokksins hafa margsýnt og sannað að þeim hefur ekki alltaf verið treystandi. Þeir eru undirförulir og grályndir eins og segir í fornum sögum íslenskum og sjálfsagt betra að hafa varann á og trúa þeim mátulega.

Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið kenndur við slægð og refshátt. Á þeim bæ hefur oftar verið hugsað um að auðga sig og flokkinn auðvitað líka með því að kanna og nýta allar rottuholur þar sem þefa má uppi og finna eitthvað nýtilegt og fémætt. Lengi var það stóriðjan og er sjálfsagt enn, spillingin er ábyggilega umtalsverð en fram að þessu hefur ekki mikið komið í ljós - ekki enn þá.

Þessi hetja Framsóknarflokksins hefur tekist að öngla tæpum 53 þúsundum króna fyrir hvern setinn fund í skipulagsráði Reykjavíkurborgar. Það þykir vera nokkurn veginn meðalkaup á viku hverri hjá mörgum í fjölmennri stétt venjulegs launafólks.

Skipulagsmál í Reykjavík hafa ekki alltaf verið tekin sérlega faglegum tökum. Þar hefur oft verið teknar ákvarðanir fyrst og fremst með hagsmuni lóðabraskara og byggingafyrirtækja í huga sem hafa nánast eyðilagt miðbæ Reykjavíkur með byggingabrambolti sínu. Sjálfsagt hala þeir kjörnir fulltrúar sem eru tilbúnir að ljá máls á að vera stuðningsmenn þessara aðila sem vilja sem mest byggingamagn. Ekki er ólíklegt að mun meira sé um mútustarfsemi og spillingu í þessum efnum en í ljós hefur komið.

Launakjör þessa þingmanns Framsóknarflokksins eru hreint ótrúleg.

Við skulum minnast þess ævinlega að þetta er sá spillingaflokkur ásamt Sjálfstæðisflokknum sem, ber mestu ábyrgðina á gríðarlegum umhverfisspjöllum, einkavæðingu bankanna og bankahruninu. Sennilega hafa sporgöngumenn þessir á liðnum árum fengið ekki lægri fjárhæðir í vasana fyrir einstakan skilning á hagsmunum stóriðjunnar fyrir ódýru rafmagni og skattleysi vegna umhverfis og mengandi starfsemi en fjáraflamaðurinn Sigmundur Davíð.

Mosi


mbl.is Mæting Sigmundar Davíðs gagnrýnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ætti kannske að gera úttekt á mætingu varaformanns Samfylkingarinnar í nefndum og ráðum. Það gæti orðið athyglisvert.

hallur (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 14:45

2 identicon

Skil ég þetta rétt. Heldur þú að launakjör Sigmundar sé önnur en annara nefndarmanna?

Afar skondið að komist að þeirri niðurstöðu að Sigmundir tali tungum tveim. Ég er ansi hræddur um að ef á því yrði gerð raunveruleg úttekt þá mundu flestir þingmenn og ráðherrar núverandi stjórnarmeirihluta skora mun hærra.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 15:15

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Ósköp þykir mér þetta einsleit sýn á málið Guðjón. Heldur þú s.s. að t.a.m. Björk Vilhelmsdóttir sé að þiggja lægri laun en Sigmundur Davíð fyrir sín nefndarstörf.

Sú sama Björk Vilhelmsdóttir og er varamaður Dags B. Eggertssonar í stjórn Faxaflóahafna. Sú sem hugsanlega gæti sagt okkur hvað hún hefur þegið fyrir varamannssetur sína þar.

Við vitum þó hvað Dagur B. hefur þegið: Rúma milljón fyrir að sitja 5 fundi á þessu ári...

http://emilkr.blog.is/blog/emilkr/entry/974957/

Ég er ekki að segja að það geri Sigmund Davíð eitthvað betri þó Dagur sé líka skrópagemsi og þiggi jafnvel hærri greiðslur fyrir skrópið. En það er greinilega víðar pottur brotinn.

Emil Örn Kristjánsson, 4.11.2009 kl. 16:37

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki á skipta neinu máli hver í hlut á ef launakjör þykja óeðlilega há. Afglöpin eru þau sömu. Stjórnmálamenn eiga að hafa vit á því að vera ekki að hygla sjálfum sér og sínum umfram það sem eðlilegt má telja.

Hins vegar hafa Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur átt það sameiginlegt um alllangan tíma að koma sér upp mjög ógagnsæju og gagnkvæmu tryggingarkerfi þar sem margvísleg undirliggjandi spilling hefur þrifist allt of vel.

Líklega má rekja þessa samtryggingu aftur til Kreppuáranna en skömmu fyrir stríð árið 1937 eða 38 voru Ólafur Thors og Jónas frá Hriflu valdir af þessum flokkum í bankaráð Landsbankans. Rekja má mjög nána samvinnu þessara flokka til þess tíma. Jónas vildi fram að þeim tímapunkti ganga það langt að Kveldúlfsútgerðin yrði tekin til gjaldþrotaskipta. Hann gugnaði og það var samkomulag þeirra Jónasar og Ólafs að troða ekki illsakir við hvorn annan.

Guðmundur Magnússon sagnfræðingur kemur inn á þetta í bók sinni um Thorsarana sem út kom fyrir nokkrum árum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.11.2009 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 242932

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband