Guð græðginnar

Guðjón

Jeroen Meyer nefnist hollenskur listamaður sem á meðfylgjandi listaverk á sýningu sandlistamanna sem nú um þessar mundir er haldin á vesturströnd Jótlands, skammt norðan við Hvide Strand. Listaverkið Guð græðginnar eða Græðgisguðinn hvort sem við viljum hafa það rakst Mosi á 10. ágúst s.l. þá hann var þar á ferð.

Í texta með listaverkinu segir að guð græðginnar er afleiðing athafna þeirra manna sem sífellt vilja draga meira og meira undir sig án þess að taka tillit hvorki til annarra né náttúrunnar sem aldrei getur gefið meira en sem náttúrulegur arður gefur tilefni til. Í öndverðu var mannkynið sátt við að afla sér til hnífs og skeiðar en nú er allt í einu komin fram menn sem láta græðgina draga sig illilega út í gönur.

Sandur er merkilegur efniviður til listsköpunar. Fyrst er sandindum hrúgað upp og byggð aðhald til að hann renni ekki út. þá er hann bleyttur rækilega og þjappaður mjög vel. Þegar þar er komið sögu, hefst listsköpunin. Sandlistaverkin geta lifað nokkrar vikur en smám saman vinnur náttúran á þeim og afmáir. Aðeins myndavélin nær að festa listaverkin og gera þau varanlegri.

Næsta sumar koma nýir listamenn og skapa ný verk úr sama efnivið.

Mosi 

 

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir þessa skemmtilegu færslu Guðjón og myndin er einstaklega skemmtileg.

Það er gaman hvað þið nutuð ykkur vel í þessari skemmtilegu ferð.

Bestu kveðjur til þín og þinna frá Kalla Tomm úr Tungunni.

Karl Tómasson, 20.8.2009 kl. 21:27

2 Smámynd: Hlynur Hallsson

Takk fyrir að benda okkur á þetta Guðjón. Sandur getur verið ákjósanlegur efniviður í listaverk og viðeigandi því þessi spilaborg græðgiskallanna var jú byggð á sandi!

Bestu kveðjur frá Berlín

Hlynur Hallsson, 21.8.2009 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242923

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband