Dýr afglöp

Einkavæðing bankanna voru mjög afdrifarík mistök.

Aldrei átti að selja hlutafé bankanna nema gegn reiðufé. Almenningur keypti hlutabréf einkum Búnaðarbanka og að öllum líkindum margir fyrir reiðufé.

Í hlutafélagalögin þarf að setja inn ákvæði þar sem sett eru takmörk fyrir atkvæðarétti bak við hlutafjáreign.

Á hluthafafundi Exista nú í vor lagði undirritaður tillögu um það að atkvæðaréttur væri bundinn tveim skilyrðum:

1. að hlutafé hafi raunverulega verið greitt til félagsins.

2. að hlutafé hafi verið án veðbanda og annarra kvaða undanfarna 24 mánuði.

Hvað þýðir þetta í raun? Með þesu er verið að tryggja hagsmuni lítilla hlutafjáreigenda sem og lífeyrissjóða sem líta á hlutafjárkaup sem langtímafjárfestingu en ekki sem einhverja ævintýramennsku.

Þeir sem náðu völdum í bönkunum og ýmsum stórfyrirtækjum litu á fjárfestingar til að fjármagna aðrar fjárfestingar. Nettóhlutfé þeirra var  nánast ekkert, e.t.v. hlutaféð minna en ekkert. Samt héldu sumir þessara stóru hluthafa á pappírunum völdum í fyrirtækjunum og stýrðu með eiginhagsmuni í huga en ekki alltaf skv. tilgangi félagsins.

Þess má geta að þessar tillögur féllu í grýttan jarðveg og voru kolfelldar af stjórn Exista. Í ljós hefur komið að af 50 milljarða auknum hlut í félaginu hafði aðeins verið greitt fyrir 1 milljarð og ekki með reiðufé, heldur hlutabréfum í einhverju öðru fyrirtæki!

Með því að setja skilyrði sem þessi, væri unnt að koma fyrirtækjarekstri í betra lag á Íslandi. Sá sem ekki hefur nægjanlegt fjármagn á ekki að stýra fyrirtæki! Svo einfalt er það!

Mosi


mbl.is Dýrt fyrir ríkið að selja banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einkavæðingarefndin átti að segja af sér þegar ráðherranefndin tók völdin. Þeir ráðherra sem sátu í þessari nefnd voru Davíð, Halldór, Geir og Valgerður Sverrisdóttir. Þetta er fólkið sem sveik þjóð sína.

 Að hugsa sér að enn skuli 37% þjóðarinnar styðja Sjálfstæðis og Framsóknarflokk. Eru þessi 37% svona óheiðarleg og siðlaus, eða hvers vegna styður fólk menn og flokka sem eru svona gjörspilltir? Ég skil það ekki. Hvenær ætlar fólk að opna augun?

Þetta er svo ógeðslega siðspillt að maður á ekki til eitt einasta aukatekið orð yfir þetta, hvað var Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur eiginlega að pæla, að láta svona eins og þeir eigi landið og allt innan þess?

Venjulegu og heiðarlegu fólki er algjörlega misboðið og ég get ekki að því gert annað en að undrast það að enn skuli þriðjungur þjóðarinnar styðja Íslandsmeistarann í spillingu, Sjálfstæðisflokkinn! Hvernig getur nokkur manneskja tekið ákvörðun um að styðja þá sem gera svona gegn þjóð sinni? Ég bara botna það ekki. Ég gæti aldrei verið í vinnu fyrir fólkið í landinu og réttlætt fyrir sjálfum mér að gera svona hluti, aldrei. Mér finnst þetta vera álíka óheiðarlegtog að vera sjálfur að stela frá þjóðinni.

Valsól (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 11:12

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar Steingrímur Ari Arason hagfræðingur var formaður einkavæðingar gekk Davíð fram af honum. Sagði Steingrímur af sér starfa þessum með þeim ummælum að hann hefði aldrei séð annað eins.

Nú mætti rifja þetta upp sem annað enda var einkavæðingin vægast sagt mjög einkennileg.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 10.7.2009 kl. 18:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband