Að biðja guð almáttugan að bjarga sér

í skáldsögunni MAÐUR OG KONA eftir Jón Thoroddsen segir frá skúrkinum séra Sigvalda. Undir lok sögunnar eru klækir hans afhjúpaðir og hann verður mjög hugsi yfir því að standa frammi fyrir þeim gjörðum sem hann ber öðrum fremur ábyrgð á. Þegar fokið er í öll skjól verður honum að orði: Ætli sé ekki kominn tími að biðja guð að hjálpa sér!

Gunnar Birgisson hefur ætíð verið mjög umdeildur maður. Þegar hann sat á þingi var eitt einasta mál sem hann bar sérstakt dálæti á: að innleiða aftur hnefaleika á Íslandi! Þrátt fyrir margar aðvaranir um alvarleika þessa máls, kom Gunnar með látum þessu uppáhaldsmáli sínu gegnum þingið.

Þessi maður hefur oft verið til vandræða í samfélaginu og svo er að sjá að ekki sjái fyrir endann á því fyrr en hann verði útilokaður frá áhrifastöðu í íslensku samfélagi. Ferill hans hefur alltaf verið mjög umdeildur og sjálfsagt tekur langan tíma að rekja alla vitleysuna sem Gunnari hefur tekist að flækja skattborgara í.

Við skulum minnast þess þegar fyrirtæki á hans vegum óð á skítugum  skónum um Heiðmörkina til að koma fyrir umdeildri vatnslögn hér um árið.

Það verður ekki eftir sjá að þessum umdeilda manni umvöfnum spillingu á ýmsar lundir.

Mosi


mbl.is Framsókn leggst undir feld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er skemmtileg saga bak við þessa setningu í leikritinu kunna. Frá hendi höfundar leikritsins (sem var reyndar Emil Thoroddsen, sem gerði leikgerð eftir sögunni), var þessi setning ekki í handritinu. Þegar hinsvegar var verið að setja leikritið upp hjá LR, kom þessi setning spontant frá leikaranum og þótti svo snjallt, að það var snarlega fellt inn í textann.

Sögunörd (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 07:01

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Skemmtileg saga sem vert er að leggja á minnið. Þekkir Sögunördinn fleiri sögur af áþekku tilefni?

Guðjón Sigþór Jensson, 22.6.2009 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband