Ef rétt reynist...

Ef rétt reynist, þá hefur bankastjóri þessi verið á mjög gráu svæði að ekki sé sterkar tekið til orða. Hafi hann veitt sér betri kjör en öðrum lánþegum, þá er hann ekki aðeins á gráu svæði, heldur að mismuna lánþegum með því að veita sjálfum sér betri kjör.

Í Guðfræðideild Háskóla Íslands er kennd siðfræði. Víðar mætti kenna siðfræði, t.d. í Félagsfræðideild, Lögfræðideild og Viðskiptafræðideild. Ætli viðskiptasiðferði væri ekki betra á Íslandi og á hærra stigi ef þeir sem greinilega eru svo afvegaleiddir í gróðahyggjunni myndu ekki standast slík próf?

Viðskiptasiðferði er ekki upp á marga fiska á Íslandi, því miður.

Sigurjón á annað hvort að greiða þegar upp þetta lán eða sætta sig við að lánið sé látið lúta nákvæmlega sömu kjörum eins og aðrir skuldarar bankanna verða að sætta sig við.

Mosi


mbl.is Sigurjón lánaði sjálfum sér fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Ég held að þú sért svolítið að misskilja þessa frétt. Ef það reynist rétt sem Sigurður G. segir þá er Sigurjón bókstaflega að lána sjálfum sér... kjörin koma því í raun engum við þar sem lánsféð var í eigu hans sjálfs hvort eð var.

En af hverju í dauðanum þetta er gert svona hef ég ekki hugmynd um.

Páll Jónsson, 13.6.2009 kl. 18:19

2 Smámynd: Einhver Ágúst

Já en hann setti fé í lífeyrissjóð og faldi það fyrir skatti til þess síðan að lána sér það á lágmarksvöxtum og með augljóst plan um að borga aldrei, veðið er meir að segja í eigin eign.

Ef þetta er allt löglegt erum við öll fávitar.

Einhver Ágúst, 13.6.2009 kl. 19:28

3 identicon

Þetta er svoldið sniðugt hjá offitugullætuni! Ef ganga á að eigum hanns þá á þessi lífeyrirssjóður fyrsta veðrétt. Húsið verður ekki boðið upp.

óli (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242914

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband