Betra hefði verið að fara með gát!

Ljóst er að allt of geyst var farið í þessi mál. Meðan Íslendingar voru að þreifa sig áfram í nýtingu jarðhitans, þá var nánast óstöðvandi framfaraalda í þessum málum.

Með útrásarvíkingunum varð einhver óskiljanlegur flubrugangur í þessum málum. Nú átti bókstaflega að gleypa allan heiminn, stofnað til nýrra fyrirtækja sem áttu að hafa það hlutverk að hasla sér völl erlendis. Ein kostulegasta hliðin á þessu máli var þegar einn fyrrum bankastjóri Íslandsbankans gerir samning um skyndigróða sér til handa. Þetta er eins og bakaranir ætla sér að skipta fyrirhugaðri köku sem þeir þó eiga eftir að baka!

Þetta óðagot hefur dregið þann dilk á eftir sér að ásamt bankahruninu er nánast allt samfélagið flemtri slegið og lamað. Ekki er unnt að sjá fyrir endann á þessum ósköpum. Og Sjálfstæðisflokkurinn sem áður fyrr lagði mikla áherslu á trausta fjármálastórnun og varkárni, reynist vera gróðrarstía fjármálaspillingar og sukks.

Íslendingar eiga kröfu á að þessi mál verði öll upplýst til að unnt verði að gera sér fyllilega grein fyrir hvar meinsemdin er. Skera þarf hana upp fjarlægja rétt eins og um hættulegt krabbamein sé um að ræða.

Eitt sinn galaði Guðlaugur Þór mikið um fjárfestingastefnu Orkuveitunnar í svonefndu Línu-net máli. Nú hefur ekki heyrst hósti né stuna frá þessum stjórnmálamanni sem ætlar sér að leiða sjálfstæða spillingaflokkinn í öðru kjördæmi Reykjavíkur. Nú malar nefnilega Lína-net gull meðan gyllingin á óðagoti Sjálfstæðisflokksins fölnar með hverri örskotsstund sem líður.

Hvað verður næst og efst á baugi í spillingasögu Sjálfstæðisflokksins er ekki gott að segja á þessari stundu.

Mosi


mbl.is Orkuútrásin og Fl Group
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rétt hjá þér að það þarf að fara að öllu með gát. Það gerðu sexmenningarnir í Sjálfstæðisflokknum þegar þeir sögðu stopp við Björn Inga Hrafnsson. En eftir stendur athyglisverður og ámælisverður hlutur vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttri samþykkti kaupréttarhafana umdeildu orðalaust og var aðalleikari í því máli. Hvað fékk hún fyrir sinn snúð? Ólíklegt er að hún hafi ekki þegið dúsu fyrir. Og til að bíta höfuðið af skömminni þá fékk hún fyrrverandi mann sinn til að gera skýrslu um málið sem hún hefði sjálf átt að vinna og lét Orkuveituna borga honum áttahundruð þúsund krónur fyrir.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband