Dýr verður Davíð allur!

Árið 2002 var afdrifaríkt Íslendingum:

Í ágúst rann útboðsfrestur Landsvirkjunar út án þess nokkurt fyrirtæki kæmi með tilboð í byggingu ævintýrisins við Kárahnjúka. Davíð Oddsson lagðist þá í flakk til Ítalíu og dvaldist í góðu yfirlæti hjá Berlúskóní sem sagður er vera einn spilltasti þjóðarleiðtogi heims. Ekki liðu nema nokkrar vikur frá heimkomu Davíðs að viljayfirlýsing kom frá umdeildu ítölsku byggingafyrirtæki, Imprégíló að taka að sér þetta skítverk. Ekki þarf að rekja þá sögu nánar.

Þetta sama haust var einnig í deiglunni einkavæðing Landsbanka og Búnaðarbanka. Svo virðist vera að mikil ósköp lá á að koma öllu þessu á flot án þess að undirbúningur teldist nægur. Greinilegt er að slegið hefur verið af öllum varúðarráðstöfunum í þessum flóknu málum sem hafa komið okkur landsmönnum mjög illa í koll.

Davíð ásamt Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum hefur reynst okkur dýr, meira að segja rándýr.

Betra hefði heima setið en heiman farið. Þá hefði Landsvirkjun verið í dag svo að segja skuldlaus í miklum blóma. Ríkissjóður sömuleiðis þar sem ekki hefði verið farið út í þessa einkavæðingavitleysu. Mjög fljótlega var þessum gömlu ríkisbönkum breytt úr því að vera hreinir viðskiptabankar í fjárfestingabanka með vafasöm markmið. Undir lokin hafði þeim verið breytt í ræningjabæli, sumir viljað líkja þeim jafnvel við spilavíti. Og þessa virkjanavitleysu fyrir austan má segja hafi einnig haft svipuð auðkenni. Það reyndist Íslendingum afardýr reynsla að mjög illa hafði verið undirbúið og sumt alls ekki eins og það sem kom okkur spánskt fyrir sjónir: starfsmannaleigur og margvíslegt svínarí sem gekk út á að svíkja sem mest á vinnandi fólki og íslenskum skattyfirvöldum. Nokkur íslensk fyrirtæki sem áður höfðu verið stöndug, fóru fjárhagslega mjög illa út úr þessu.

Betur hefði verið að doka með og jafnvel hætta við einkavæðingu og ákvörðun um virkjanavafstur þar eystra. Æðibunugangurinn til að auka stundarfylgi þáverandi stjórnarflokka hefur snúist upp í martröð íslensku þjóðarinnar.

Fróðlegt verður að lesa nánar um þessi mál í Morgunblaðinu. Fletti blaðinu öllu í svefnrofunum snemma í morgun en fann hvergi neina frétt um þetta mál fyrr fremur smá klausu á forsíðunni blasti við. Svona getur manni förlast sýn en verra er þegar ráðamenn þjóðarinnar gera önnur eins afglöp og hér hefur verið lýst.

Dýr verður Hafliði allur sagði mosfellskur prestur á 12. öld af sérstöku tilefni. - Dýr verður Davíð allur þegar öll kurl hafa verið dregin til grafar!

Mosi


mbl.is Samson hótaði viðræðuslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Afar mikilvægir punktar sem þú nefnir hér og mikilvægt að þeim sé haldið til haga. "Miklu veldur sá er upphafinu veldur", það hentar nú vel af þessu tilefni?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.3.2009 kl. 08:44

2 Smámynd: Ellert Júlíusson

Hvað ætli líði á löngu þangað til Davíðs/HHG sleikjurnar komi hérna og segi að þetta sé allt Jóni Ásgeiri og Steingrími J. að kenna?

Ellert Júlíusson, 21.3.2009 kl. 08:52

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Davíð Oddson ...

Uff... ég segi nú ekki annað!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.3.2009 kl. 08:53

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Annsi er maður hræddur að sagan eigi eftir að verða ykkur vonbryggði/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.3.2009 kl. 10:25

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Guðjón.

Mér finnst ósanngjarnt hjá þér að blanda saman framkvæmdum á vegum Landsvirkjunar annars vegar og þeirri helreið sem var á íslensku bönkunum hins vegar.

Landsvirkjun er enn vandaðasti verkkaupi landsins. Mikil fagmennska og áratuga reynsla er þar innandyra að standa fyrir virkjanaframkvæmdum á hálendi Íslands. Það þekki ég eftir að hafa boðið í fjölda verka hjá þeim ásamt því að hafa unnið fyrir þá verk.

Bankarnir voru seldir mönnum og í stjórn bankana voru menn sem hafa jafn mikla þekkingu á bankastarfsemi og ég og þú. Nú virðist það að vera að koma í ljós að þessir bankar virðast hafa verið notaðir af glæpamönnum sem þvoðu peninga í gegnum þá. Eigendur bankanna virðast síðustu tvö árin hafa sé í hvað stefndi og hreinlega rænt þá ásamt því að ræna almenning á Íslandi og í Evrópu. Þessi ránsfengur virðist allur liggja í skattaskjólum erlendis. Við skulum ekki leggja þess starfsemi að jöfnu við starfsmenn Landsvirkjunar.

Ég lít nú svo á að upphaf greinar þinnar eigi að flokkast sem gamanmál. Þrjú ef ekki fjögur tilboð bárust í gerð Kárahnjúkastíflu þegar tilboð voru opnuð hér á sínum tíma.   

Friðrik Hansen Guðmundsson, 21.3.2009 kl. 12:05

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þessi atburðarás er mjög samanþætt. Þegar mótmælin gegn fyrirhugaðri Kárahnjúkavirkjun var m.a. krafist þjóðaratkvæðis um svo stóra framkvæmd. Var ekki nánast valtað yfir þá sem höfðu uppi efasemdir í Sjálfstæðisflokknum? Ólafi F. Magnússyni var nánst vikið úr flokknum og Davíð lét sína menn gera óspart grín að honum af því að ekki var liðið nein gagnrýni. Sama má segja um Katrínu Fjeldsteð sem sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hún lenti í kuldakastinu mikla og engin trúnaðarstörf var henni falin þó svo að hún væri mjög reynslurík í þinginu.

Talað var um að lýðræðið hefði verið aftengt í þáverandi stjórnarflokkum. Ekki mátti hafa uppi neinar efasemdir.

Kárahnjúkavirkjunin var of stór framkvæmd fyrir örlitla íslenska hagkerfið. Einkavæðing bankanna var ekki til annars en að bæta gráu ofan á svart. Gervigóðærið var ekki vegna aukinnar framleiðslu eða meiri verðmætasköpunar í samfélaginu, heldur fyrst og fremst risastór bóla sem nú er sprungin engum heiðarlegum Íslending til framdráttar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 22.3.2009 kl. 12:10

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Maður verður nú að vera svolítið léttur á milli Mosi þetta-- Dyr verður Davíð allur!!! heldurðu að hann eigi ekki fyrir útförinni !!!!Það má margt um hann segja en hann var yfirleit ekki að hygla sér/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.3.2009 kl. 14:50

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það þótti í eina tíð mikill vansi ef maður ætti ekki fyrir útförinni. Þó kemur það fyrir af og til að sá látni skilji engin verðmæti eftir sig sem metin eru hérna megin grafar.

Sjálfsagt eiga þeir hátekjumenn nóg milli handann.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 24.3.2009 kl. 09:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 242909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband