Fengur fyrir andstæðinga Sjálfstæðisflokksins

Davíð hefur á undanförnum árum reynst þjóðinni mjög dýr, meira að segja rándýr. Nú verður hann að byrja á botninum en getur tæplega vænst þess að njóta fyrrum gæfu í stjórnmálunum. Honum tókst lengi vel að koma ár sinni ótrúlega vel fyrir borð þannig að hann gaf andstæðingum sínum langt nef. Þannig komst hann til valda í Reykjavík með mjög einföldu áróðurstækni sem sló nánast vopnin úr höndum andstæðinga hans. Hann varaði við að byggja á sprungum við Rauðavatnið þar sem nú er nýja Morgunblaðshöllin. Hann gagnrýndi vinstri borgarstjórnarmeirihlutann fyrir  skuldasöfnun. Það voru einkum framkvæmdalán vegna Hitaveitunnar sem átti verulegan þátt í að bæta hag allra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Nú eru tímarnir breyttir: Sá sem hefur misst trúnað og traust hefur beðið mikið afhroð.

Ef Davíð fer fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn væri það mikill fengur fyrir aðalandstæðinga þessa fyrrum stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar.

Spurning hvort það varðar ekki við heimsku. Því miður verða flest mein mannsins læknuð en heimsku manna hefur lengi reynst einna torveldast að lækna.

Mosi


mbl.is Davíð í framboð á Suðurlandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 242836

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband