Háll sem áll

Enginn stjórnmálamaður hefur haft jafnmikil áhrif undanfarin ár á íslenskt þjóðlíf sem Davíð Oddsson, bæði til góðs og ills.

En Davíð er háll sem áll. Sennilega eru ekki margir sem hafa haft kenningar Macchiavellis jafn vel í huga og nýtt sér sem fyrirmynd og Davíð.

Hann er með slóttugri stjórnmálamönnum heims og beitir öllum tiltækum ráðum til að koma sér úr þeirri klípu sem hann hefur komið sjálfum sér í.

„Með ofháum stýrivöxtum voru lífskjörin fölsuð“ sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur á prýðisgóðri ráðstefnu um kreppuna á vegum Kjalarnesprófastsdæmis fyrr í mánuðinum í Norræna húsinu. Nú hafa stýrivextirnir háu snúist upp í andhverfu sína með þeim skelfingum sem við sitjum uppi með - ásamt Davíð.

Mosi


mbl.is SÍ naut trausts erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Einu mistökin sem hann viðurkenndi voru þau að Seðlabankinn hefði ef til vill mátt leggja minni áherslu á verðbólgu og tryggja frekar að krónan væri ekki allt of hátt skráð.

Bætti svo við að enginn af færustu sérfræðingum hefði nefnt þetta. Einmitt það já. Enginn kvartaði undan alltof háum vöxtum sem ekkert hreyfðu við þenslu en héldu krónunni alltof hárri.

Þetta viðtal sýndi ýmislegt, aðallega tvennt:

 - að DO á að víkja úr sínu embætti

 - að Kastljós er vonlaus fréttaskýringaþáttur

(maður spyr sig t.d. hvaða menntun og undirstöðuþekkingu í hagfræði og peningamálum er spyrillinn með, sem er settur í að yfirheyra Seðlabankastjóra í 45 mínútur?)

Skeggi Skaftason, 24.2.2009 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Siðvæðing í stjórnmálum

Höfundur

Guðjón Sigþór Jensson
Guðjón Sigþór Jensson

BA í bókasafns- og upplýsingafræði frá Félagsvísindadeild HÍ. Próf frá Leiðsöguskóla Íslands 1992.  Áhugamaður um félagsmál, sagnfræði, orkumál, náttúrufræði og umhverfismál. Átti þátt í að stofna Umhverfis- og náttúrufræðifélags Mosfellsbæjar  (stofnað 2007) og var fyrsti formaður til nóv. 2010.

Hef búið í Mosfellsbæ síðan í janúar 1983.

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1616
  • Frá Svörtu gljúfrum Gunnison þjóðgarði
  • Bútur af járnbrautarteinum?
  • ...259_1074252
  • ...259_1074251

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 242908

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband